Vikan


Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 39

Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 39
Erlent myndatöku stóð og hún hefur haldið áfram að stækka siðan. Nú er hún meir en 1.85 á hæð og hún býst við að verða að minnsta kosti 1.90. „Getur það ekki orðið vandamál fyrir þig?” var hún spurð. „1 sumum tilfellum áreiðanlega,” segir hún. „Þá er ég látin fara úr skónum þegar verið er að taka nærmyndir. Mótleikar- arnir heimta það.” 1 Hollywood er hún kölluð kyntákn. „Ertu það?" er hún spurð. „Nei,” segir hún, „svo sannarlega ekki. Og ég er heldur ekki sjálf í nektar- senunum. Þá er staðgengill fenginn.” „Hvað um nektarsenurnar i Pretty Baby, kvikmyndinni sem þú slóst í gegn með?” „Ég var ekki nema 11 ára þá og gerði mér alls ekki grein fyrir atriðinu,” segir hún. „Pretty Baby er besta myndin mín til þessa." Brooke er metnaðargjörn. „Ég vildi gjarna verða betri leikkona,” segir hún, „og ég geri mér grein fyrir þvi að ég á eftir að -þroskast mikið áður en ég verð fullvaxta kona. Næsta mynd sem ég«laík í verður Endless Love (Endalaus ást) sem Franco Zefirelli leikstýrir. Þar tek ég ekki þátt i neinum nektarsenum heldur — það verða staðgenglar að sjá um. En ég get treyst því að það sem Zefirelli gerir verður bæði smekklegt og fagurt." Hvað um stjórnarformennskuna? Teri, móðir Brooke, er mikil viðskipta- kona. Hún stýrir nú kvikmyndafélagi Brooke og fylgir þar með þeirri Hollywood-hefð að hvenær sem útlit er fyrir að vel gangi einhvers staðar er stofnað fjölskyldufyrirtæki. Faðir Brooke var aðstoðarforstjóri stórs bandarísks snyrtivörufyrirtækis svo það var ekkert undarlegt að Brooke væri farin að auglýsa sápu 11 mánaða gömul. 1965. „Ég var nakin á þeirri mynd,” segir hún. Foreldrar hennar skildu eftir stutt hjónaband. faðir hennar var aðeins 23 ára þá en móðir hennar þrítug. Faðir hennar er nú kvæntur á nýjan leik og býr á Long Island. Brooke reynir að hitta hann eina helgi í mánuði. Hann vill sem minnst af frægð dóttur sinnar vita en þeim kemur ágætlega saman. Hann kom ekki á frumsýninguna á Pretty Baby á sínum tíma, lét sér nægja að senda blóm. En henni finnst hann ekki sinna hinum krökkunum sínum nógu mikið. Mamma hennar er alltaf í grennd- inni. þegar hún er að leika, en þó hefur komið fyrir að hún hefur verið útilokuð frá upptökum um tíma vegna afskipta- semi. Þeir sem gerst þekkja til þykjast þó geta fullyrt að móðir hennar sé reglulega indæl manneskja og láti hagsmuni stelpunnar alltaf vera I fyrirrúmi. Brooke er í skóla 3-4 tíma á dag og á sér 13 ára meö mömmu sinni, þœr skemmta sár saman. Og ein myndin enn, til að sýna að hún er nú bara krakki. Og i rólegheitunum með pabba sínum. sínar vinkonur en er litið farin að fara út með strákum. Hún er þó farin að hafa áhuga en þykist lítinn tíma hafa til að sinna þeim. I Ameríku fara samskipti unglinga eftir föstum formúlum sem kallast „dating” upp á amerískuna. Mamma hennar. Teri, hefur verið á „föstu” í 10 ár með olíujöfri. Bob Karsian að nafni. Brooke kvað vera dálítið afbrýðisöm og reyndi eitt sinn að fá móður sina til að lofa sér að giftast ekki. Mamma hennar var fljót að komast að samkomulagi og lofaði að giftast ekki á undan dótturinni. Brooke er dýravinur. „Hestar eru uppáhaldið, auðvitað,” segir hún, „en ég á einn hund líka, fjóra ketti og kaninu.” Kannski er hægt að kalla hana venju- legan krakka, hver veit? Og við birtum auðvitað akki nektarmyndir, hér er hún ársgömul og farin að sitja fyrir í auglýsingum, en skýlir nekt sinni. 8. tbl.Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.