Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 22

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 22
Texti: Paula Newcomer LAUGAR Það er nærri komið myrkur þegar Lea beygir út af þjóðveginum inn á malarveginn sem liggur að hvita býlinu um hálfan kílómetra frá veginum. J.L. situr við hliðina á henni. Hann er þögull núna eftir að bærinn er kominn í Ijós í einmanalegum trjálundinum. Þau hafa fylgt kortinu sem Anna teiknaði af mestu nákvæmni, þau hafa fundið nautavaðið til vinstri eftir að þau komu yfir skarðið og nú eru þau næstum komin. J.L. sléttar úr kortinu á hné sér og færir löngu lappirnar frá Leu og horfir út um gluggann. Hún veit að þetta þýðir láttu mig i friði, þetta eru gamalkunnug geðbrigði og hún þegir líka. Einu sinni ferðuðust þau saman megnið af árinu. Þau fóru á karnivöl og útihátíðir þar sem hann seldi leðurmuni sína og hún seldi útsaumuðu fötin sín, en nú hittir Lea hann aðeins af og til og óskipulega. „Komdu með mér,” sagði hann þegar hún hleypti honum úr bílnum á þjóðveginum. „Við verðum saman aftur, verðum sigaunar." Svo var hann horfinn. Hann var alltaf að fara — eftir eigin duttlungum, eftir breyttum árstíðum. Þau hafa sólarlagið á eftir sér og ská- höll birtan fellur á bóndabæinn og báru- járnsþökin á útihúsunum. Á báða vegu við afleggjarann eru nýplægðir og sáðir akrar. Allt annað er purpurarautt, framandleg birta sem teygir langa skugga af hverri misfellu i landslaginu allt upp að fjöllununt handan við bæinn. Þetta er eins og á póstkorti. Þetta er einmitt staður eins og Lea þarfnast, eitt- hvað villt en ekki gróft — með virðuleik fegurðarinnar. Hún hefur unnið allt of lengi í borginni, hún hefur verið marga mánuði að undirbúa þcssa ferð. „Komdu með mér,” sagði hún, þegar J.L. skaut óvænt upp kollinum heima hjá henni í Denver, og hann brosti, þáði með þokka, eins og hann væri þakk- látur, í minningu um hið liðna. Hún þarfnaðist þess að komast í burtu en þetta var meira en það. Hún ætlar að komast að því hvers vegna vegirnir toga svona í hana ennþá. Þetta er meira en skemmtiferð, þessi ferð. Þau eru með allt sem þau þurfa i bláa fólksvagninum og þegar Lea beygir af þjóðveginum kemur draslið í aftur- sætinu í veg fyrir að þau geti litið til baka. Það byrjar að sudda á þau. Heima á bænum kemur lverson- konan út til að taka við greiðslunni. „Anna Hemmings sendi okkur,” segir Lea. „Hún vonaði að þú myndir eftir henni.” „Ó, já, Anna,” segir frú lverson og hnýtir i flýti hvíta skuplu undir hökuna. „Við eigum mynd eftir hana. Hún málaði hana þarna upp frá.” Hún bendir í átt til fjallanna. Til þess koma þau öll — fyrir laugarnar. Það eru sjö laugar í allt sem hvila í mikilleika fjallanna. Iverson bóndi kemur út úr hlöðunni til að líta yfir hlaðið á bílinn og þá sem í honum eru. Þetta er roskinn maður I samfestingi og hann ýtir hattinum aftur á hnakka til að strjúka sér um ennið. Hann lítur á þau i bilnum með hægu, skeytingarlausu augnaráði. Börnin spretta fram undan runnum og veðruðum húsunum sem standa í hálfhring um hlaðið. Þau eru mögur og það er sultarsvipur á þeim, þau eru með síða lokka og holdskörp andlit og hand- leggirnir þaktir í moskitóbitum. Þau snerta fólksvagninn með fjarrænu augnaráði og vísa henni eins og svefn- genglar inn i rjóðrið. Vindurinn hefur skúrað smáhúsin grá og flest eru með fúasvip næst jörðinni. Dyrnar standa opnar og svefnpokarnir og pappakassarnir inni benda til þess að síðustu gestir hafi ekki skilið sem best við. Einhvers staðar er eitthvað að gerast — í felum, svo lítið ber á: reykur frá báli, baðföt og handklæði hanga grá og rök á snúru í suddanum, opið skýli með stólum raðað í hring. 1 miðju er sundlaug, veggir hennar að innan málaðir perlubláir, hún er hrein og ný og stingur í stúf við steinsteypta búnings- klefana. Lea stöðvar bílinn, horfir út um gluggann á blómskrúðið og illgresið og vínviðinn sem stingur grönnum, var- færnum sprotum inn í sprungurnar á veggjum búningsklefanna. Hún er að svipast um eftir næturliljunum. Appelsínugul blóm, sagði Anna, sem opnast aðeins á nóttunni og senda frá sér hógværan ilm. „Ástarblóm,” sagði hun. Börnin banka á bílrúðurnar — forvitin, ekki óþolinmóð. J.L. urrar að þeim og gerir klær úr höndunum. Börnin garga af hlátri og hlaupa burtu. „HÉR GILDA ENGAR reglur,” segir pilturinn. Hann er i sundskýlu, með hvítt handklæði kæruleysislega um hálsinn. Hörund hans er mjög dökkt móti handklæðinu og hann horfir ögrandi á Leu og J.L., eins og hann búist við erfiðleikum með þau. Við hlið hans er J.L., óþveginn og fölur. Ef J.L. færi í laugina, hugsar Lea, yrði hárið gullinn og úfinn rammi um andlitið, en það er enginn tími til þess núna. Pilturinn segir þeim að öll smáhúsin séu upptekin og þau hafa þegar tekið pjönkur sínar á bakið til að klifa upp i fjöllin. Það er létt yfir Leu. Dimm smáhúsin með opnu dyrunum eru viðvörun, ekki fagnandi. Þau heyra vatnsnið og ganga á hljóðið. J.L. er sterkur eins og dýr — líkaminn þéttur og þróttmikill og æðarnar á framhandleggjunum eru þrútnar. Hann gengur léttilega við hiið Leu. Hann er eins og innfæddur og stiklar með dýrslegri fimi upp hlíðina. „Komdu,” segir Lea. „Fylgjum þessum stíg.” Fururnar eru háar og beinar og umlykja þau — aðeins glittir í tunglið. J.L. stansar til að fá sér sopa úr vín- flösku. Það er barrnálateppi á stígnum sem Lea hefur fundið. Allt í einu finnst henni að dempað fótatak þeirra eigi við þessa annarlegu, votu nótt. Tvær uglur kallast lágt á yfir höfðum þeirra: Hér eigum við heima, hér eigum við heima. Lea sér hvítu veifurnar sem vjsa veginn. Hún skynjar að J.L. er ekki ánægður þegar hún hleypur á undan. Hún er orðin áköf. Veifurnar eru bundnar á trén, eins og i barnaleik, og þýða það eitt að hún verður að fylgja þeim áfram. Þetta eru merki. „Ég ætla að snúa við,” segir J.L., en hún heldur áfram og hann kemur dræmt á eftir henni. Veifurnar eru farnar að verða þéttar. Ein hefur dottið á jörðina og þegar Lea tekur hana upp tekur hún nokkrar barrnálar um leið. Hún lætur þær renna niður eftir sér og lítur um öxl á J.L. Hann fer sér hægt og er i fýlu á eftir henni. Siðasta veifan er bundin á hengirúm milli tveggja trjáa. Hinum megin er eins og Lea vonaði. Laugin hvílir í djúpri lág, nákvæmlega hringlaga, glitrandi. Létt læða hvílir yfir henni og Leu flýgur allt í einu í hug að þetta sama tungl, sem lýsir hér ofan í botn i lauginni, speglast sam- tímis i þúsundum vatna. Þetta hér er gjöf til þeirra, bara þeirra, allar þessar milljónir vatna, tjarna, lauga, lækja, fljóta, speglast bara til þeirra i þessari einu, földu laug. Hún fer úr fötunum og rennir sér ofan í vatnið. Hlýtt, dimmt og umlykjandi strýkur það hana upp að brjóstum og gjálfrar hungrað við handarkrikana þar sem hún stendur. Hún dýfir sér ofan í það, leggur höfuðið á flauelsmosann og lokar augunum móti háum skugga- myndum furutrjánna I kring, hún lokar au£'stnum móti gullnum líkama J.L. sem ligtnr í hengirúminu. Þegar hann kemur til hennar og snertir hana gleypir svart vatnið gullna tunglið sem speglast í lauginni yfir mjúkum, hvítum kvið Leu. ÞAU KOMA SÉR upp ákveðnu kerfi — sínu kerfinu hvort, en vinnukerfi. Á morgnana fer J.L. ofan fjöllin til að vinna að leðuriðju sinni í opna skýlinu niðri við bæinn. Lea fer upp i fjöllin að laugunum sem standa hæst. Þar baðar hún sig. Þetta eru eftirlætislaugarnar hennar, fjórar alls, falla og minnka ofan eftir hliðinni og síðasta og neðsta laugin er lítil hringiða. Botnarnir eru sléttir og núnir, hafa mótast af öllu því fólki sem hefur komið á undan Leu og horft á sólina rísa handan dalsins, hún er ein af því, nafnlaus, sviplaus og hljómlaus; hún er ein. Vatnið verður óbærilega heitt eftir að sólin er komin upp yfir fjöllin. Þá kemur fólkið en Lea er farin. Hún reikar um skóginn. Hún krýpur og skoðar, hún uppgötvar marga leyndardóma — nýlendur risarauð- maursins, bein og grafir. breiður af rósa- knúppum. Hún uppgötvar sérstaka menningu. Hún tekur að nota fyrirmyndir úr náttúrunni við vinnu sína. Þar sem þau hafa komið sér fyrir situr hún og saumar út. Þetta er hennar eina haldreipi, það sem hún lifir af. Hún rekur sína eigin saumastofu nú orðið heima í Denver, á hana og rekur með Önnu vinkonu sinni. Það sem hún er að sauma fer inn í fram- leiðsluna hjá þeim þegar hún kemur heim. Þetta eru góð munstur, hugsar hún. Hún sýnir J.L. þau þegar hann kemur um kvöldið en hann verður bara ringlaður — saumastofan hennar og það sem hún er að segja honum um hana, þessi nýja ábyrgð í lifi hennar, skipu- lagningin. Hann hefur komið sér upp hirð — aðdáendum þar sem hann vinnur niðri í skýlinu. Og á kvöldin fer hann að tala um hirðina sína — hikandi, kvíðafullur. „Þetta er gott fólk,” segir hann. „Þau eru á sendiferðabil og ferðast saman. Þau hafa séð þig og langar aðkynnast þér.” 22 Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.