Vikan


Vikan - 29.04.1982, Side 11

Vikan - 29.04.1982, Side 11
Umsjón: Hrafnhildur Ljósmyndir: RagnarTh. Jógaæfingar — V. hluti Æfingar fyrir alla fjölskylduna: Nú er komið að síðasta þætti í jóga að sinni. Eins og áður hefur komið fram sýndum við í fyrstu tveimur hlutunum góðar æfingar ti/ upphitunar. Síðan þyngdum við æfingarnar og í þessum hluta tökum við fyrir m/ög áhrifaríkar æfingar. Það eru góðar jafnvægisæfingar sem teygja á líkamanum og ekki síst hryggsúlunni. HUGS/Ð UMHEILSUNA Standið traust i fæturna og hafið gott bii á miiii þeirra. Snúið hægra fæti frá likamanum. Andið að ykkur, teygið út hendurnar og spennið lær- vöðvana. Ýtið mjöðmunum til vinstri. Þessi æfing vindur upp á hrygginn og eykur á hreyfanleika og mýkt hryggjariiðanna, lið- böndin styrkjast beggja vegna og blóðstreymið eykst til baksins. Fyrst sitjið þið flötum beinum, með beint bak. Andið að ykkur og beygið vinstri fót yfir þann hægri og standið i ilina. Beygið hægri fót þannig að hællinn nemi við vinstri rasskinn. Gripið með hægri hönd um vinstri rist og setjið vinstri hönd fyrir aftan bak. Ef ykkur veitist erfitt að halda jafnvæginu má láta vinstri hönd liggja á góifi. Stellingunni skal haldið meðan þægilegt er og hafið öndunina sem jafnasta. Þegar þið eruð komin i góða þjátfun er gott að halda stellingunni i hálfa minútu á hvorri hlið. Farið úr stellingunni: Losið grip handanna. Snúið ofan af bolnum og réttið úr fótleggjunum. Hristið fæturna og hreyfið ökkla og hné fram og aftur. Andið frá ykkur, beygið ykkur niður tilhægri og ieggið hægri höndniður á ristina. Róttið vinstri höndina upp, snúið lófanum og horfið á eftir hendinni. Þegar þið hafið andað frá ykkur lyftið ykkur hægt upp aftur og dragið andann djúpt að ykkur. Endurtekið með vinstri hendi. Ásdis Jónsdóttir Sitjið flötum beinum á góHinu. Beygið vinstri fót gripið um ökklann, látið ilina hvila í hægri handarkrika og hnéð i vinstri handar- krika. Krækið fingrunum saman. Andið nokkrum sinnum að og frá. Endurtakið æfinguna með hægra fæti. Þegar æfingum er lokið ergottað leggjast á bakið og slaka velá. Finnið hvernig herðarnar hvila á gótfinu, og mjaðmirnar. ökklar eiga að vera slakir og lófarnir snúa upp. Andið siðan reglulega að og frá og finnið hvernig hvildin breiðist út um likamann. Gætið þess að liggja alveg bein. 17. tbl. Vikam II

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.