Vikan


Vikan - 29.04.1982, Síða 15

Vikan - 29.04.1982, Síða 15
Erlent enga vinnu er að fá og framtíðin er dökk og dapurleg er ekki von á góðu. Margir þessara unglinga neyta eiturlyfja. Árekstrar milli innflytjenda og inn- fæddra unglingahópa eru tíðir og oft kemur til blóðugra átaka. Ungir innflytjendur hafa sums staðar í borgum framið skemmdarverk, brotið rúður, brennt bíla og grýtt lögregluþjóna. Átökin í Brixton-hverfinu í Lundúnum og víðar i Bretlandi gáfu til kynna að viða er grunnt á ólgunni sem undir býr. Þótt lifið sé erfitt fyrir inn- flytjendurna ungu (sem margir hverjir eru ekki innflytjendur heldur fæddir í nýja landinu) geta fæstir né vilja snúa 'aftur til ættlandsins. Þeir eru þrátt fyrir alltaldir upp við gjörólíkar aðstæður og gjarnan litnir hornauga þegar þeir koma til föðurlandsins i leyfum eða til að setjast að. Þýska og franska eru, þegar öllu er á botninn hvolft, þeim eiginlegri tungumál en tyrkneska og arabíska. Margir tyrkneskir foreldrar líta hins vegar svo á að þeir séu einungis gestir í Vestur-Evrópu og ætla sér að fara aftur heim einhvern tíma. Þeir senda börn sin til Tyrklands til þess að dvelja hjá ættingjum og vinum og fara þar i fram- haldsskóla. Siðastliðið ár fóru um 35 þúsund börn á skólaaldri frá Vestur- Evrópu til Tyrklands, sum þeirra nauðug viljug. En foreldrarnir vona að eitthvað geti orðið úr börnum sínum i heimalandinu þegar þeim verður ljóst að framtíðin í Vestur-Evrópu hefur upp á lítiðaðbjóða. En rúmlega 4 milljónum bama og unglinga verður ekki snúið „heim”. Yfir- völd i sumum löndum Vestur-Evrópu eru að byrja að gera sér grein fyrir að í löndum þeirra býr ekki lengur aðeins ein þjóð. Fyrir tilstuðlan Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar er reynt á ýmsan hátt að koma til móts við þessa nýju borgara, til dæmis með því að koma á laggirnar námskeiðum í ýmsum iðn- greinum. lnnflytjendurnir í Vestur-Evrópu ættu að geta orðið til þess að auka skilning milli þjóða og stuðla að brúun bilsins milli norðurs og suðurs, vesturs og austurs. En á meðan þjóðir Vestur- landa neita að viðurkenna að inn- flytjendurnir komi til með að' dvelja til frambúðar og líta á þá sem gesti- og útlendinga, misbjóða þeim og útiloka frá réttmætri hlutdeild i samfélaginu, er ekki von á góðu. 17. tbl. Vlkan ís

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.