Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 30

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 30
Matchbox Stúlkurnar sækja stöðugt á í rokkinu. Gitarleikarinn Joan Jett og hljómsveit hennar, The Blackhearts, hafa fyrir skömmu vermt efstu sæti listans yfir vinsæl dægurlög i Bandaríkjunum meö lagið 1 love Rock’n Roll. Samkvæmt þar- lendum heimildum er það í fyrsta sinn sem hljómsveit sem í einu og öllu er stjórnað af konu á lag þar á toppnum. Joan Jett er fyrrum liðsmaður kvennahljómsveitarinnar Runaways. Fyrsta sólóplatan hennar hét Bad Reputation (sem þýðir Slæmur orðstir í hrárri þýðingu). Platan seldist lítið vegna þess að Joan Jett hafði á sér illt orð að því hún segir sjálf. „Enginn vildi svo mikið sem bregða plötunni undir nálina. Um leið og menn heyrðu að platan var með Joan Jett — ooo hún úr Runaways. Nei, takk.” Hljómsveitin Runaways hafði sumsé vakió töluverða athygl' en það varð Joan Jett ekki til framdráttar. Þær voru álitnar algjörar gribbur og ekki hjálpaði kjafturinn á Joan Jett við blaðamenn upp á sakirnar. Joan Jett er 23 ára gömul. Hún segist ung hafa orðið fyrir áhrifum frá Gary Glitter, Suzi Quatro, T.Rex, Slade og David Bowie. Kröftug og hrá danstónlist með skemmtilegum einföldum textum er hennar tóbak. Breiðskífan hennar, sem sömuleiðis ber titilinn 1 Love Rock’n Roll, rennur út. Platan inniheldur út- setningar Joan Jett á ýmsum vinsælum breskum og bandariskum lögum. Tónlistarlífið vestanhafs er ekki með liflegra móti um þessar mundir. Það er helst að kvenfólk nái eyrum manna með einhverju fersku. Joan Jett er verðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar kvenna í rokkinu. Hún er engin glanspía, uppáhaldsklæðnaður hennar er galla- buxur og bolur. Hún er bara „venjuleg stelpa” eins og hún segir sjálf og rokk- unnendur virðast kunna að meta hana einsoghúner. kl H ljómsveitin Matchbox kom hingað til lands í desember síðastliðnum og hélt nokkra tónleika I skemmtistaðnum Broadway við góðar undirtektir þeirra sem á hlýddu. Tónlistin sem Matchbox spilar er svo kölluð rokkabillý-tónlist. Sú stefna er eins konar sambland af rokki og hillibilly (það er tónlist sem upprunnin er til sveita I Suðurrikjum Bandaríkjanna). Tónlist þessi naut mikilla vinsælda upp úr miðjum sjötta áratugnum. Þekktustu flytjendurnir voru Elvis Presley, Bill Haley and the Comets, Jerry Lee Lewis, Johnny Cash og fleiri góðir menn. Eftir að Bítlarnir, Rolling Stones og þeirra likar komu til sögunnar minnkuðu mjög vinsældir þessarar tónlistar. En nú seinni árin hefur þessi tónlist á ný átt sívaxandi vinsældum að fagna. 1 kvik- myndunum American Graffiti og Grease skipar tónlist í ætt við rokkabillý veglegan sess. Ýmsir listamenn sem helga sig flutningi rokkabillý-tónlistar hafa og komið fram á sjónarsviðið. Þeirra þekktastir eru án efa Showaddywaddy, Shakin'Stevens. Stray Cats og Matchbox. Hljómsveitin Matcbox hefur starfað lengi. Frá 1977 og fram á lok síðasta árs var hún skipuð á eftirfarandi hátt: Graham Fenton, söngur, Steve Bloom- field, gítar, stálgitar, mandólín, munn- harpa, Gordon Scott, gítar, banjó, 30 Vlkan 17- tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.