Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 63

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 63
Pósturinn Madness Info., Stiff Records, 9- 11 Woodfield Road, London W9, England. Barbra Streisand Club, Simply Streisand, Postbus 103, 2250 AC Voorschoten, Holland. Toyah Willcox, Intergalactic Ranch House, 42 Manchester Street, London Wl,England. XTC, Alleydore Ltd., 65 Priory Green, Highworth, Swindon, Wilts, England. Utanáskriftir fleiri klúbba verða birtar seinna. Tvær „frekjur” báðu um aldur strákanna í Duran Duran: John Taylor er 21 árs, Roger Taylor er 21 árs, Nick Rhodes er 19 ára, Andy Taylor er 20 ára og Simon Le Bon er 22 ára. Þess má geta að Taylorarnir eru ekki bræður og ekkert skyldir. Vörtur Ég á við smávandamál ad etja og yrði ég mjög þakklát ef þú vildir vera svo vænn að reyna að hjálpa mér að leysa það. Þannig er mál með vexti að handarbökin á mér eru öll þakin vörtum og eru þær bæði stórar og smáar. Ég finn ekki til í þeim eða neitt því um líkt en mér þætti mjög vænt um að losna við þær vegna þess að ég finn oft til þess að öðrum fnnst þetta ógeðslegt. Ég veit um Jleiri krakka sem eiga við sömu erfiðleika að etja ogþú myndir eflaust hjálpa mörgum ef þú veist eitthvert ráð. En ef svo er ekki gætirðu kannski vísað til einhvers húðsjúkdóma- læknis eða eilthvað svipað því. Mig langar líka að vita hvort vörtur séu smitandi og af hverju þær koma, séu þær ekki smitandi. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, Ein með vörtuvandamál. Vörtur orsakast af veirum í blóðinu. Þær geta komið á hvern sem er og stundum hverfa þær allt í einu án þess að nokkuð hafi verið gert. Því er ýmiss konar hjátrú tengd vörtum og hvernig eigi að losna við þær. Ein er sú að binda jafnmarga hnúta á spotta og vörturnar eru margar. Síðan á að grafa spottann úti í garði undir fullu tungli og eiga vörturnar þá að hverfa von bráðar. En nútíma- tæknin hefur önnur og betri ráð. Vörturnar eru sumsé brenndar burt með efnafræðilegum leiðum og það er aðeins á færi læknis. Því er eina ráðið að leita læknis. Hafðu fyrst samband við heimilislækninn og láttu hann ráðleggja þér frekar. Feit og ástfangin fæ oft eitthvað hvítt og slímugt í nærbuxurnar. Ég hef spurt mömmu mína hvað þetta sé og hún segir bara að þetta sé útferð. En nú vil ég fá að vita hvað útferð sé. Og svo spyr ég: Ég er 13 ára og er 164 cm á hæð og 49-50 kg. Er ég ekki einum of þung? Með fyrirfram þökk, 5760-8153 Útferð er slim sem er venjulega hvítleitt og kemur frá leg- göngunum. Lítilsháttar útferð er alveg eðlileg en meiriháttar stafar af truflunum á starfsemi líkamans, oft smávægilegum. Þú ert 13 ára, segirðu, og því á kyn- þroskaaldrinum. Á því tímabili er hormónastarfsemin kröftug og ýmis líkamsstarfsemi óreglu- leg án þess að nokkuð sé að. Ef útferðinni fylgir enginn kláði né sviði er engin ástæða til að vera með áhyggjur. Þvoðu þér oft og vandlega og til eru sérstök þunn dömubindi sem mælt er með að nota þegar svona stendur á. Ef útferðin er mjög mikil og ef henni fylgir kláði eða sviði getur það stafað af sveppagróðri í leg- göngunum, bólgum (a'gengast) eða kynsjúkdómum og í þ;í til- viki er nauðsynlegt að leita læknis en mörg góð lyf eru á markaðnum við þess konar kvillum. Kæri Póstur. Ég er í miklum vandrœðum. Eg er hrifin af strák, X, en ég er miklu feitari en hann. Eg veit að honum likar ekki illa við mig og mér líkar rnjög vel við hann. Ég veit ekki hvaða stelpu hann hefur áhuga á. Hjálpaðu mér að ná í hann. Takk fyrir svarið, ef ég fæ Ein í ástarmálum. Pósturinn fær ekki skilið hvaða máli holdafar þitt skiptir í þessu sambandi. Þó þú sért feitari en strákurinn er ekki þar með sagt að hann geti ekki orðið ást- fanginn af þér. Margir strákar eru yfir sig hrifnir af þybbnum stelpum og vilja ekkert með hor- renglur hafa. Og margir hafa uppgötvað að holdafar segir ekkert um skapgerð og eigin- leika mannfólksins. Það er aftur á móti annað mál að ef þér finnst þú vera of feit og ef þér líður illa af þeim sökum þá áttu umsvifalaust að fara í megrun. Borðaðu minna, slepptu súkkulaði og öðrum óþverra og gerðu leikfimi- æfingar reglulega. En það er margsannað mál að ekkert þýðir að vera að fara í megrun fyrir aðra. Það getur kostað mikið sálarstrið að ná árangri og þú stenst ekki freistingarnar nema að vera ákveðin í að láta megrunina ganga vel. Útfcrð Ég er í svolitlum vandræðum. Það er nefnilega þannig að ég Skop 17. tbl. Vtkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.