Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 41

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 41
Martin hnyklaði brúnir. — Ferð þú inn í annarra manna herbergi? Það brá fyrir bliki í augum Rons. — Ég hef fyrir löngu vanið mig af óþarfa tillitssemi i annarra garð. Martin gat ekki varist þrosi. — Nú, jæja, það kom sér að minnsta kosti vel i þetta sinn. Við vitum þá hvar við stönd- um. — Og nú væri gaman að vita hvar Parkinson elur manninn, sagði Jörgen. — Ætli maður fari ekki nærri um það, sagði Martin. — Komið þið. Þú lika, Ron. Nú verður þú að hjálpa okkur. Á nú að nota hann sem grýlu? hugsaði Annika bitur. En hún var sam- mála Martin, þeim veitti ekki af liðveislu Rons. Það var sem þau grunaði, Parkinson og Lisbeth voru uppi við steinhöfuðið og unnu af kappi. Þau höfðu dröslað öllum áhöldunum þangað upp eftir og Annika fann til lúmskrar ánægju yfir þvi hvað þau hlytu að hafa svitnað við það erfiði. Þau heyrðu ekkert til fimmmenning- anna, fyrr en þeim skaut upp hjá þeim, og það var ekki laust við að þeim brygði i brún. — Við vildum bara undirbúa allt áður en þið kæmuð, sagði Parkinson flaumósa. — Þið getið sparað ykkur frekara ómak, svaraði Martin svo kuldalega að Lisbeth hrökk í kút. — Nú skuluð þið gjöra svo vel og pakka niður og koma ykkur í burtu héðan. — Flvað er eiginlega um að vera? — Við buðum upp á samvinnu þótt við þyrftum sannarlega ekki á henni að halda. Og þetta eru svo þakkirnar. Martin rétti fram pappirsörkina. Parkinson stirðnaði upp. — Þið hafið brotist inn í herbergið mitt. — Ekki við. Það var Ron. Hann fer aðeigin lögum. — Þessi snuðrari. Égskal ná mér niðri á honum, hann skal ekki fá að leika hér lausum hala lengur. — Reyndu ekki að drepa málinu á dreif, sagði Martin hvasst. — Komið ykkur í burtu. Á stundinni! Spilið er tapað. Parkinson reigði sig. — Þið eigið ekki þessa fornmuni frekar en ég, fyrr en þið hafið fundið þá. Ég hef jafnmikinn rétt á því að leita og þið. Þá tók Ron málið í sínar hendur. Framundan stakknum sínum dró hann stuttan hníf, ólíkan öllum hnífum sem þau höfðu nokkurn tima séð. — Farðu nú, sagði hann lágt við Parkinson. — Annars sker ég hana vinkonu þína í spað. Ekkert þeirra efaðist um að hann meinti þessi óhugnanlegu orð. Lisbeth stökk æpandi niður stíginn og Parkinson hafði ekki um annað að velja en að elta hana, þótt hann reyndi að halda virðingu sinni til hins síðasta. — Ég þurfti reyndar að fara í dag, sagði hann. Framhaldssaga KÓRÓNAN — Samstarfsmenn mínir vilja fá að tala við mig varðandi útnefninguna. Það er sannleikur. Ég hef bréf upp á það. — Já, já, við trúum þér, sagði Martin óþolinmóður. Þau fylgdust með þeim þangað til þau sáu þau ganga með föggur sínar frá húsinu niður að sjónum. Þegar báturinn var horfinn fyrir nesið tóku þau til starfa. 9. hluti. Steinninn reyndist ekkert lamþ að leika við. Þaðgat jafnvel verið lífshættu- legt að hagga honum. Hann lá svo utar- lega á klettasyllunni að þau gátu ekki unnið þeim megin. Það tók þau margar klukkustundir að haka nægilega dæld í bergið til að koma öðrum dúnkraftinum fyrir. Að því erfiði loknu fór allt að ganga betur. Þau voru svo niðursokkin í vinnu sína að þau gleymdu gjörsamlega hádegis- verðinum. Þegar hungrið tók að segja til sín var Annika send heim i hús eftir nokkrum samlokum. Samlokurnar þær arna voru ekkert til að státa af, hún greip aðeins það sem hendi var næst og flýtti sér sem mest hún mátti þvi hún vildi ekki missa af neinu uppi á syllunni þar sem steinninn var tekinn að lyftast úr grópinu sem hann hafði legið i öldum saman. I Framhald i næsta blaði. L_i Lougolæk — Sími 3-07-55 PÓSTSENDUM Glæsilegir þýskir rmmLit PRJÓNAKJÚLAR 17. tbl. Vlkan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.