Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 6

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 6
Texti:Anna Ljósm.: Ragnar Th. Frá opnun sýningarinnar 2. apríl siðastliðinn. Meðal gesta var forseti isiands, Vigdis Finnbogadóttir. Það er ef til vill merkilegt að velta því fyrir sér að skrautritun, munaður í hinum skrifandi heimi, fékk ekki alþjóð- legt heiti fyrr en skrifaramir voru orðnir undir í samkeppninni við prentletrið. Þegar fólk hætti að snúa sér til skrifara, þegar það vantaði bækur, urðu skrifarar að finna nýjar slóðir, fóru að kenna skrift og þróa skrautletur enn meir. Og þeir komu sér upp nýju starfsheiti, callygraphist, skrautskrifari, þvi nú var ekki lengur fínt að vera bara skrifari. Verkin sem sýnd voru á alþjóðlegu skrautskriftarsýningunni í Myndlista- og handíðaskóla íslands minntu óvanan áhorfanda meir á myndlist en skrift, enda er staða þeirra i heiminum svipuð. Menn kaupa verk frægustu skraut- skrifara, rétt eins og myndverk, til að njóta þess sem fallegt er eða spennandi. Og þvi má bæta við að verk heimsfrægra skrautskrifara eru fáanleg á mjög mannúðlegu verði ef borið er saman við heimsfræga grafik til dæmis. Veg og vanda af þessari einstæðu sýningu hafði Gunnlaugur S E Briem og hann er einnig leiðsögumaður okkar um sýninguna hér í blaðinu. „Seinustu verkin komu frá Indlandi, svo seint að þau komust ekki i sýningar- skrána,” segir Gunnlaugur. „Á Indlandi gengur tíminn miklu hægar.” Meir en hálft ár er síðan Gunnlaugur fór að viða að sér efni i sýninguna. í fyrstu leitaði hann til vina og þeirra sem hann mat mest sjálfur í Iistinni en fyrr en varði var málið komið á nýtt stig og hann var kominn með heimsfræg verk úr öllum heimshlutum i hendur eða að minnsta kosti loforðin um þau. Sum komust reyndar aldrei til skila. „Ein sendi mér verk frá Los Angeles og fannst nóg um 35 dollarana sem hún borgaði undir það en það kom aldrei fram þvi hún lét það ekki í ábyrgð,” segir Gunn- laugur, og þetta er aðeins dæmi um hve margt getur komið upp á. En hvernig stendur á þvi að frægustu skrautskrifarar heims, sem öðlast hafa alla þá frægð sem þá lystir, eru að senda litlu landi eins og íslandi verk sin? „Mörgum finnst gaman að geta klykkt út með að geta þess að verk sin hafi verið sýnd á íslandi. Við erum jafn- fátið og fólk sem hefur kengúrur sem gæludýr og það er mest ánægjunnar vegna sem menn senda verk til t ■ Islands.” Lj Skrifað stendur í þessum mánuði var sýning á Lifandi letri í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Á- sýningunni var margt það saman komið sem merkilegast getur talist úr heimi skrautleturs frá öllum heimshlutum. Vikan fékk leyfi til að skyggnast bak við nokkur verkanna og staldrd við í heimi þeirra sem skrifa — ekki eins og þú og ég — heldur á heimsmælikvarða. Einar Hákonarson, skólastjóri Myndlista-og handiðaskóla íslands. Hann sagði meðal annars i sýningar- skrá: „Það er mikill fengur að fá að líta það fjölbreytta úrval skraut- skriftar, sem hór er til sýnis frá fjöl- mörgum þjóðum og mismunandi menningarsvæðum. Hór á landi hafa átt sór stað stórstígar framfarir i prenttækni, og meiri kröfur gerðar en fyrr um alla hönnun fyrir prent, en við erum á miðri leið upp á við i flestum listhönnunarmálum. Þörfin fyrir nýja menningarstrauma er eins mikil nú og hún var fyrir skrrfara skinnbókanna." 6 Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.