Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 3

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 3
Margt smátt í þessari Viku Kvikmyndahoimurinn I Lí UKV 1 V m d. m u Efþeim heföi nú tekist það? Hafið þið heyrt um það þegar verið var að skipuleggja nýja útgáfu á kvik- myndinni Á hverfanda hveli? Brigitte Bardot átti að leika Scarlett O’Hara, Elvis Presley Rhett Butler og John Wayne átti að leika Sherman hers- höfðingja og allan her hans! Mynda- takan átti að fara fram i Sviss af skatta- ástæðum og taliö var að enginn myndi fást um þó hetjurnar tíndu alparósir i stað baðmullar... Nú á að fara að framleiða fyrstu science — fiction kvikmyndina í raunsæisstíl í Hollywood. Hún er um geimfara sem er kominn hálfa leið til Mars þegar hann verður fyrir lífsreynslu sem gerir næstum út af við hann af örvinglan: Hann man ekki hvort hann mundi eftir að slökkva á eldavélinni! Svo var það lélega kvikmyndin sem sló í gegn. Sex ríki Bandaríkjanna notuðu hana í stað dauðarefsingar. Videoið hefur leikið kvikmyndahúsin grátt. Eitt sinn hringdi maður nokkur í kvikmyndahúsið og spurði hvenær sýningin hæfist. „Hvenær geturðu verið kominn?”spurði bíóstjórinn. Sagt er að nýjasta spennumyndin verði um Tarsan á raunverulegum hættu- slóðum, í skemmtigarði New York. Central Park, eftir myrkur. Nú á að fara að gera mynd um Örkina hans Nóa, og auðvitað verður notast við flóðlýsingu. Það er þetta vandamál með gömlu Hollywood-myndirnar. í fyrsta hluta myndarinnar er hann reiðubúinn en hún ekki. í næsta hlutanum er hann reiðu- búinn en hún ekki. í þriðja hlutanum eru þau bæði reiðubúin en þá er líka myndin búin. 17. tbl. 44. árg. 29. apríl 1982 — Verð kr. 33. Skurðmeistarínn Ásgeir Torfason Á litlu verkstæði ofan við hljómplötudeild Faco á Laugavegi 89 starfar Ásgeir nokkur Torfason. „Ég hef skorið frá því ég var strákur," segir hann, „en haft þetta að aðalatvinnu i 11-12 ár.” Hann var áður við búskap i Þingeyjarsýslu, eru Þingeyingar kannski hagari en aðrir? „Ekki held ég það,” segir Ásgeir kiminn. Ásgeir skar höfðaleturshringinn sem prýðir forsíðu Vikunnar að þessu sinni og það er ekki i fyrsta sinn sem handverk hans sést á prenti. Askur sem hann hefur skorið hefur verið þrykktur á íslenskt frímerki og verk hans hafa verið kynnt í sænskum heimilisiðnaðarblöðum. „Ég hef skorið mikið af höfðaletri,” segir Ásgeir, „en aldrei hring eins og þennan. Hringurinn er engin smásmíði, 75 cm i þvermál, og auk þess skar hann fleira eftir teikningu Gunnlaugs SE Briem. „Ég þarf ekki að segja Ásgeiri mikið fyrir verkum því hann skilur sjálfur svo vel hvað höfðaletur er,” segir Gunn- laugur sem hefur skrifað doktorsritgerð um það letur. „Það er mikil lukka að kynnast manni eins og Ásgeiri,” bætir hann við. GREINAR OG VIÐTÖL: 6 Skrifað stendur — um sýninguna Lifandi letur.____________ 14 Fórnarlömb þjóðflutninganna. Innflytjendur i Evrópu. 18 Draumar — Álfheiður Steinþórsdóttir skrifar um fjöl- skyldumál.__________________________________________________ 20 Vatnsorkuforðinn. 26 Handbragðið leynir sér ekki — grein um tískukónga í París. SÖGUR: 22 Laugarnar — smásaga. 36 Kórónan, 12. hluti framhaldssögunnar._______________ 42 Athugið — hurðin stendur á sér! Willy Breinholst.___ ÝMISLEGT:______________________________________________ 2 Margt smátt.________ 10 Hugsið um heilsuna: Jógaæfingar — V. hluti._________ 12 Sígild skólapeysa — handavinna._____________________ 16 Pálsjurt. 28 Bomsadeisí og fleiri góðir dansar — samkvæmisdansar í 60 ár. _____________________________________________ 30 Matchbox — kynning. 32 Matchbox — plakat.__________________________________ 46 Hver var að tala um eldhúsgardínur?_________________ 49 Avocado-ábætir i eldhúsinu.________________ 51 Draumar. ___________________________________________ 62 Pósturinn. VIKAN. Utgofondi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hroiðar Hroiðarsson. Blaðamonn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Hrafnhildur Svoinsdóttir, Jón Ásgoir Sigurðsson, Þóroy Einarsdóttir. Útlitstoiknari: Þorborgur Kristinsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN í SÍÐUMÚLA 23, sími 27022. AUGLÝSINGAR: Goir R. Andorson, sími 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þvcrholti 11, sími 27022.Pósthólf 533. Vcrð í lausasölu 33,00 kr. Áskriftarvcrð 110,00 kr. ó mánuði, 330,00 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungsloga cða 660,00 kr. fyrir 26 blöð hálfsársloga. Áskriftarvcrð grciðist fyrirfram, gjalddagar nóvcmbcr, fcbrúar, maí og ógúst. Áskrift í Rcykjavík og Kópavogi grciðist mónaðarlcga. Um mólefni neytenda er fjallað i samráði við Neytendasamtökin. Forsíða Forsiðum yndin er af Gunnlaugi SE Bríem leturfræðingi, i náinni snertingu við verk sin. Höfðaleturs- hringinn skar skurðmeistarinn Ásgeir Torfason eftir teikningu Gunnlaugs. Ásgeir er kynntur hér á siðunni. Hringurinn sýnir höfðaletursstafróf með miklu brugðningsverki og hallinn veldur því að ekki er nokkurs staðar um nákvæmai endurtekningu að ræða. 17. tbl. ViRan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.