Vikan


Vikan - 29.04.1982, Page 3

Vikan - 29.04.1982, Page 3
Margt smátt í þessari Viku Kvikmyndahoimurinn I Lí UKV 1 V m d. m u Efþeim heföi nú tekist það? Hafið þið heyrt um það þegar verið var að skipuleggja nýja útgáfu á kvik- myndinni Á hverfanda hveli? Brigitte Bardot átti að leika Scarlett O’Hara, Elvis Presley Rhett Butler og John Wayne átti að leika Sherman hers- höfðingja og allan her hans! Mynda- takan átti að fara fram i Sviss af skatta- ástæðum og taliö var að enginn myndi fást um þó hetjurnar tíndu alparósir i stað baðmullar... Nú á að fara að framleiða fyrstu science — fiction kvikmyndina í raunsæisstíl í Hollywood. Hún er um geimfara sem er kominn hálfa leið til Mars þegar hann verður fyrir lífsreynslu sem gerir næstum út af við hann af örvinglan: Hann man ekki hvort hann mundi eftir að slökkva á eldavélinni! Svo var það lélega kvikmyndin sem sló í gegn. Sex ríki Bandaríkjanna notuðu hana í stað dauðarefsingar. Videoið hefur leikið kvikmyndahúsin grátt. Eitt sinn hringdi maður nokkur í kvikmyndahúsið og spurði hvenær sýningin hæfist. „Hvenær geturðu verið kominn?”spurði bíóstjórinn. Sagt er að nýjasta spennumyndin verði um Tarsan á raunverulegum hættu- slóðum, í skemmtigarði New York. Central Park, eftir myrkur. Nú á að fara að gera mynd um Örkina hans Nóa, og auðvitað verður notast við flóðlýsingu. Það er þetta vandamál með gömlu Hollywood-myndirnar. í fyrsta hluta myndarinnar er hann reiðubúinn en hún ekki. í næsta hlutanum er hann reiðu- búinn en hún ekki. í þriðja hlutanum eru þau bæði reiðubúin en þá er líka myndin búin. 17. tbl. 44. árg. 29. apríl 1982 — Verð kr. 33. Skurðmeistarínn Ásgeir Torfason Á litlu verkstæði ofan við hljómplötudeild Faco á Laugavegi 89 starfar Ásgeir nokkur Torfason. „Ég hef skorið frá því ég var strákur," segir hann, „en haft þetta að aðalatvinnu i 11-12 ár.” Hann var áður við búskap i Þingeyjarsýslu, eru Þingeyingar kannski hagari en aðrir? „Ekki held ég það,” segir Ásgeir kiminn. Ásgeir skar höfðaleturshringinn sem prýðir forsíðu Vikunnar að þessu sinni og það er ekki i fyrsta sinn sem handverk hans sést á prenti. Askur sem hann hefur skorið hefur verið þrykktur á íslenskt frímerki og verk hans hafa verið kynnt í sænskum heimilisiðnaðarblöðum. „Ég hef skorið mikið af höfðaletri,” segir Ásgeir, „en aldrei hring eins og þennan. Hringurinn er engin smásmíði, 75 cm i þvermál, og auk þess skar hann fleira eftir teikningu Gunnlaugs SE Briem. „Ég þarf ekki að segja Ásgeiri mikið fyrir verkum því hann skilur sjálfur svo vel hvað höfðaletur er,” segir Gunn- laugur sem hefur skrifað doktorsritgerð um það letur. „Það er mikil lukka að kynnast manni eins og Ásgeiri,” bætir hann við. GREINAR OG VIÐTÖL: 6 Skrifað stendur — um sýninguna Lifandi letur.____________ 14 Fórnarlömb þjóðflutninganna. Innflytjendur i Evrópu. 18 Draumar — Álfheiður Steinþórsdóttir skrifar um fjöl- skyldumál.__________________________________________________ 20 Vatnsorkuforðinn. 26 Handbragðið leynir sér ekki — grein um tískukónga í París. SÖGUR: 22 Laugarnar — smásaga. 36 Kórónan, 12. hluti framhaldssögunnar._______________ 42 Athugið — hurðin stendur á sér! Willy Breinholst.___ ÝMISLEGT:______________________________________________ 2 Margt smátt.________ 10 Hugsið um heilsuna: Jógaæfingar — V. hluti._________ 12 Sígild skólapeysa — handavinna._____________________ 16 Pálsjurt. 28 Bomsadeisí og fleiri góðir dansar — samkvæmisdansar í 60 ár. _____________________________________________ 30 Matchbox — kynning. 32 Matchbox — plakat.__________________________________ 46 Hver var að tala um eldhúsgardínur?_________________ 49 Avocado-ábætir i eldhúsinu.________________ 51 Draumar. ___________________________________________ 62 Pósturinn. VIKAN. Utgofondi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hroiðar Hroiðarsson. Blaðamonn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Hrafnhildur Svoinsdóttir, Jón Ásgoir Sigurðsson, Þóroy Einarsdóttir. Útlitstoiknari: Þorborgur Kristinsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN í SÍÐUMÚLA 23, sími 27022. AUGLÝSINGAR: Goir R. Andorson, sími 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þvcrholti 11, sími 27022.Pósthólf 533. Vcrð í lausasölu 33,00 kr. Áskriftarvcrð 110,00 kr. ó mánuði, 330,00 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungsloga cða 660,00 kr. fyrir 26 blöð hálfsársloga. Áskriftarvcrð grciðist fyrirfram, gjalddagar nóvcmbcr, fcbrúar, maí og ógúst. Áskrift í Rcykjavík og Kópavogi grciðist mónaðarlcga. Um mólefni neytenda er fjallað i samráði við Neytendasamtökin. Forsíða Forsiðum yndin er af Gunnlaugi SE Bríem leturfræðingi, i náinni snertingu við verk sin. Höfðaleturs- hringinn skar skurðmeistarinn Ásgeir Torfason eftir teikningu Gunnlaugs. Ásgeir er kynntur hér á siðunni. Hringurinn sýnir höfðaletursstafróf með miklu brugðningsverki og hallinn veldur því að ekki er nokkurs staðar um nákvæmai endurtekningu að ræða. 17. tbl. ViRan 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.