Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 26

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 26
Umsjón: Hrafnhildur ~xfrc ' > HANDBRAGÐIÐ LEYNIR SÉR EKKI Á öllum sviðum lista hefur listamaðurinn ákveðið yfirbragð, séreinkenni sem skilur hann frá öðrum Hstamönnum. — Þó margir deili um hvort fatahönnun eigi að teljast listgrein eður ei þá er ekki hægt að neita því að þar reynir á sköpunarhæfiieika i ríkum mæli. Ogþar sem annars staðar skara sumir fram úr á meðan aðrir faiia í gieymskunnar dá. Á hverju ári halda tískukonungarnir sýningar og kynna þar stefnur og strauma. Oft viii verða sama yfirbragð á þeim fatnaði sem kemur fram á sama tíma, til dæmis stutt tíska eitt árið, síð það næsta. En þegar betur er að gáð kemur í Ijós að nokkrir hönnuðir halda ákveðnum séreinkennum á öllum fatnaði sem frá þeim fer. Þetta sérstaka yfirbragð ræður síðan úr- slitum um vinsældir þeirra. Hérsjáum við nokkra vinsælustu tískuhönnuðina i París í dag og sýnishorn af fatnaði sem talinn er ein- kennandi fyrir hvern og einn. YVES SAINT LAURENT Y ves Saint Laurent fæddist í Algeirsborg árið 1936. 17 ára gamall hélt hann til Parísar og hóf störf hjá hinu fræga tiskuhúsi Dior. Um svipað leyti og Dior lést hafði honum tekist að verða aðalhönnuður fyrirtækisins. En þá var hann kallaður i herinn og eftir veruna þar og spítalavist neitaði Diorsam steypan að ráða hann aftur. Því stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki árið 1962 og hefur saga hans verið samfelld frægðarsaga eftir það. Hann kom fram með margháttaðar nýjungar, stuttu tiskuna, gegnsæju blússurnar, safari- tiskuna og ekki sisl sigauna-tiskuna sem fór eins og eldur i sinu um allan heim. Aðalsmerki hans fyrr og siðar er þó leinóttu jakkafötin. Hann fullyrðir að konur geti klæðst þægilegum, sport- legum klæðnaði bæði hversdags og spari. í tiskuheiminum er frægðin fall- völt og breytingarnar örar en Yves Saint Laurent hefur tekist að skapa tísku sem er sigild og stenst fyllilega innrás alls kyns stundarfyrirbrigða á ári hverju. CLAUDE MONTANA Claude Montana er 31 árs og þrátt fyrir ítalskt nafn er hann franskur. Eftir aðskólagöngu hans lauk ferðaðist hann um Evrópu en settist siðan að í London þar sem hann hóf feril sinn sem tiskuhönnuður. 1971 ákvað hann að freista gæfunnar í Paris og vakti geysilega athygli árið 1977 með athyglisverðum tillögum um sport- fatnað og prjónafatnað. svo og hóf hann fljótt hönnun á leðurfatnaði. 1979 stofnaði hann fyrirtækið Claude Montana S.A. THIERRY MUGLER Thierry Mugler er þýskur, fæddur í Strassborg árið 1948. Hann var ballett- dansari, vann við Rinaróperuna. Þegar hann var 17 ára fór hann i listaskóla i heimabæ sínum og fór þaðan til Parísar þar sem hann fékk stöðu við tiskuhúsið „Gudule”. Hann vann síðan i London, á Ítalíu og i Paris. 1974 hélt hann sýningu undir eigin nafni og vakti gifurlega athygli. Hann er mjög djarfur í allri fatahönnun og fer ekki troðnar slóðir í þeim efnum. Breiðar axlarlínur, rennilásar á ská, málm- plötur og þröngar buxur eru einkenni hans þessa stundina. 26 ViKan 17. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.