Vikan


Vikan - 29.04.1982, Síða 62

Vikan - 29.04.1982, Síða 62
Roðnar Það er visst vandamál sem hefur skotið upp kollinum í líji mínu. Hefur það látið á sér bera síðastliðnar vikur og mánuði. Ég er 19 ára gömul. Hef alla tíð verið ófeimin við að láta skoðanir mínar í Ijós og alltaf átt mjög auðvelt með að kynnast fólki og umgangast allt og alla. Málið nýja er að ég roðna. Ég tala við fólk, hitti fólk, fer að tala við það og „búmm", orðin glóandi í framan. Og auðvitað hef ég fyrir bragðið dregist irin í skel, lokaða, og heíd mig þar I stað þess að .segja hluti sem ég meino eða vil koma að, orðin fejrtin. Spurning: Getur svona * lagað verið tímabundið (á einn eða annan hátt)? Er gott fyrir mig að fara til sálfræðings? Á ræðunámskeið? Hvað geturðu ráðlagt mér? Ég roðna ef yrt er á mig, liggur við. Ég satt að segja hejði aldrei getað trúað því að þetta gæti hent mig. Hjálpaðu mér! Eitt atriði: Ég hef átt góða æsku og unglingsár og það er ekkert afbrigðilegt sem hefur komið upp á. En samt.... Frá Crotan Pósturinn getur huggað þig með því, ef þér er þá huggun í því, að vandamál þitt er ekkert eins- dæmi. Ótal margir eiga við þetta sama að stríða. En þetta getur verið nokkuð erfitt viðfangs, sér- staklega vegna þess að um er að ræða hálfgerðan vítahring, rétt eins og þú lýsir. Hins vegar er þetta oft tímabundið og fylgir einhverju tilfinningalegu ójafn- vægi, oft í kjölfar gelgjuskeiðs og kynþroskaára, einnig ef þú hefur orðið fyrir röskun á tilfinninga- lífinu, svo sem orðið ástfangin eða gert eitthvað sem þú skammast þín verulega fyrir og svo framvegis. En vegir sálarinnar eru órannsakanlegir og ýmiss konar truflanir á til- finningalífinu, sem aftur koma fram i ósjálfráðum líkamlegum viðbrögðum, geta átt sér flóknar skýringar sem ekki er á færi nema sérfræðings að leysa. Þess vegna gæti verið rétt af þér að leita til sálfræðings ef þér sjálfri finnst það eina leiðin til hjálpar. IJnglingaráðgjöfin hefur sál- fræðing á sínum snærum. Hægt er að panta tíma í síma 39730, 39801 og á mánudögum milli 10 og 14 er hægt að koma í Sól- heima 17 án þess að panta tíma. Einnig er starfandi sálfræðingur á stofu í Reykjavík, Anna Valdemarsdóttir, sími 12303, og er hægt að panta viðtal hjá henni. Pósturinn ályktar samt sem áður af upplýsingunum í bréfinu að þú ættir að geta leyst málið sjálf. Eins og kemur fram hér að ofan er þetta oft vítahringur. Maður þorir ekki að segja neitt af því að maður roðnar og maður roðnar af því að maður er feiminn, hræddur um að roðna. Þú virðist hafa nokkurt sjálfstraust og hvað sem kann að hafa valdið þessu verðurðu að trúa því að það sé aðeins dálítil röskun á tilfinningalífinu, eins konar sjúkdómur eða kvilli sem snertir persónuleika þinn ekkert. Þú sjálf ert ekkert verri en áður, ekkert hefur breyst nema þetta, að vegna þess að þú fórst að roðna svona ertu þér mjög með- vitandi um sjálfa þig og roðnar því enn meira. Eina leiðin fyrir þig, og sú sem þú verður að fara ef þú ætlar þér að yfirvinna þetta, er að kæra þig kollótta þótt þú roðnir. Haltu fyrir alla muni áfram að segja skoðanir þínar, yrða á annað fólk, gera allt það sem þú varst áður vön að gera. Leyfðu roðanum bara að hlaupa fram í kinnarnar og hálsinn. Sannaðu til, það tekur enginn eftir þessu. Og þó svo væri, hvað með það? Ég er viss um að þú hefur ekki tekið eftir því að fjölmargir roðna við svipaðar aðstæður og þú lýsir. Ef þú sjálf hættir að kippa þér upp við þetta smám saman þá kemur að þvi að þú verður þér ekki lengur jafnmeðvitandi um þetta og þetta hverfur, sannaðu til. Ávallt aðdá- cndaklúbbar Póstinum hafa borist mörg bréf þar sem beðið er um utan- áskriftir hinna og þessara aðdáendaklúbba. Hér á eftir fara þær utanáskriftir sem Póstinum tókst að grafa upp en því miður ekki allar sem um hefur verið beðið. Ekki hafa verið stofnaðir klúbbar í tengslum við allar erlendar hljómsveitir, sérstak- lega ekki þœr yngri og minna þekktu. Besta ráðið er þá að skrifa plötufyrirtækjunum beint, en heimilisfang þeirra er oft á umslögum utan um plötur. Gogo’s, c/o CBS Records, 51 West 52 Street, N.Y., New York 10019, USA. Kristy McNichol, c/o Fanmail Corp. of America, P.O.Box 604, Medina, Ohio 44256, USA. The Human League, PO Box 153, Sheffield S1 ÍDR, England. Duran Duran, 76 Hurst Street, Birmingham B5, England. Depeche Mode, Mute Records, 16 Decoy Avenue, London NWl 1, England. LUKKUPLATAN Þesslr tveir em liðsmonn i hljómsvort sem fíestír þekkja eflaust Fyrir nokkrum vikum sp/ölluðum við örlitið vió þá hór i bktðinu og um svipað leyti kom frá þeim fyrsta platan þeirra en eftir henni höfðu margir beðið með óþreyju. Hvað he'rtir platan? Platan heitir: ------------------------------------- Sendandi er:________________________________________ Heimili_____________________________________________ Póstnúmer______________________Póststöð------------- Utanáskriftin er: VIKAN, Lukkuplatan '82 — 17 PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK. Vinningshafar Lukkuplatan '82-11 Hljómsveitin á myndinni var Duran Duran. Vinningshafarnir fá að sjáffsögðu senda plötu með Duran Duran. Þórður Kristinsson Biikabraut 3,230 Keflavik. TumiHelgason, Urðarteigi, 765 Djúpavogi. Heigi Þ. Guðbjartsson, Lækjamót, Miklaholtshreppi, 311 Borgarnesi. 62 Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.