Vikan


Vikan - 29.04.1982, Side 37

Vikan - 29.04.1982, Side 37
12. hluti Framhaldssaga M artin svipaðist um í danssaln- um. Hann sá gegnum reykjarmökkinn að Annika sat ekki lengur á sinum stað. Hann snarstansaði í miðjum dansi. Hún var farin! Hann hafði gengið of langt. — Við skulum fara heim, sagði hann við Lisbeth. — Núna? hrópaði hún gegnum hávaðann og hélt áfram að hreyfa sig í takt við músíkina. — Elmer er ekki kominn enn og við skemmtum okkur einmitt svo vel. Martin tautaði eitthvað óskiljanlegt og skildi hana eftir á miðju dansgólfinu. Hann hafði aðeins notað Lisbeth til að koma fram hefndum á Anniku og jafn- vel Parkinson einnig. Hann gekk út úr samkomuhúsinu eftir að hafa fullvissað sig um að Annika væri þar ekki lengur. Hann hafði ekki gáð að henni i lengri tíma. Hann hafði með vilja látið sem hann virti hana ekki viðlits. Hún gæti verið farin fyrir löngu. Hann hafði hegð- að sér illa gagnvart henni. Einnig gagn- vart Lisbeth, en hún yrði varla lengi að ná sér. Með skömm og kviða í huga gekk hann niður að bryggjunni. Hann minnt- ist þess hve Annika hafði verið undrandi á umhyggjusemi hans i bátnum, þegar hann vildi verja hana kulda, hann minntist tortryggni hennar, hvernig hún hafði streist gegn honum i fyrstu en síð- an smám saman slakað á í örmum hans, brosað við honum og svarað léttu hjali hans. Og að lokum hafði hún lagt höfuð- ið á öxl hans og hjúfrað sig að honum undir jakkanum, full trúnaðartrausts. Skollinn sjálfur! Hann hafði viljað hefna sín. Það hafði honum nú tekist. En það var óbragð af hefndinni þeirri. Niðri á bryggju hitti hann Parkinson sem var að fylla bátinn af áhöldum sem hann hafði fengið að láni i þorpinu. Martin rétti honum hjálparhönd. — Hefurðu orðið var við Anniku? — Já, hún bað okkur að bíða ekki eftir sér, sagðist ætla að ganga yfir fjallsöxl- ina. Það er drjúg stund síðan hún lagði af stað. Hvar eru hin? Eigum við ekki að fara að drifa okkur af stað? — Þið þurfið heldur ekki að biða eftir mér, sagði Martin og stökk af stað. Svo að hefndin, sem hann hafði ætlað Anniku, hitti hann sjálfan fyrir. Hann hafði kastað henni beint í fangið á græn- eygða skrímslinu! Hvaða vitleysa! Ron var ekkert skrímsli. Hann var aðeins yfirmáta van- sæl mannvera. Martin reyndi að telja sjálfum sér trú um að Annika kenndi að- eins í brjósti um Ron. Það var svo auð- velt að villast á meðaumkun og ást. En honum var ekki rótt. Vissulega var eitthvað á milli þeirra tveggja. Eitthvað sem hann, Martin Öyen, hafði aldrei kynnst, aldrei náð að kynnast. Og það var nú að renna upp fyrir honum að samband hans við annað fólk, einkum stúlkur, hafði oftast veriðafar yfirborðs- legt. Martin hugsaði margt meðan hann hraðaði för sinni yfir fjallsöxlina. Hann reyndi að gera sér grein fyrir eigin tilfinningum. Nokkuð sem hann var ekki vanur að velta mikið vöngum yfir. Auðvitað var hann ekki ástfanginn af Anniku Mo, það var óhugsandi. Hún var ekkert sérstök á neinn hátt, sæt og greind og indæl. en hamingjan sanna, það voru hundruð annarra stúlkna líka. Það var ekkert sérstakt við Anniku — nema að hún hafði vísað Martin Öyen á bug. Og það gat hann ekki skilið. Martin reyndi að hlæja upphátt að sinni eigin hégómagirnd og særðum metnaði en bergmálið hljómaði falskt frá klettaveggjunum. Þrumuveðrið nálgaðist óðfluga og Martin var sveittur og þjakaður af loft- þyngslunum þegar hann klifraði niður hliðina fyrir ofan Steinheia. Skyndilega snarstansaði hann. Við sjónina, sem mætti auga hans, var sem þung hönd gripi um hjarta hans og herti að. - KORONAN 17. tbl. Vlkan 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.