Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 27

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 27
Tíska NINO CERRUTI Nino Cerruti fæddist árið 1930 í Biella á Norður-Ítalíu sem er miðstöð ítalskrar ullarframleiðslu. Faðir hans átti þar ullarverksmiðju sem afi hans stofnaðiárið 1881. NinoCerruti varaðeins 19ára gamall er faðir hans dó og var þá ætlast til að hann tæki við fyrirtækinu. Nú rekur hann þetta fyrirtæki ásamt þremur bræðrum sínum og framleiðir sjálfur öll þau efni er hann vinnur út. Árið 1967 setti hann á laggirnar fyrstu verslun sína i Paris og sérhæfði sig þá eingöngu i herrafatnaði. 1976 hóf hann að framleiða kvenfatnað. Það er sagt að Cerruti hafi mótað þá tisku að klæðast vestum og peysum hvað yfir annað. Hann blandaði einnig litum saman á óvenjulegan hátt og vakti feikna athygli er hann lét sýningarstúlkur sínar klæðast silki undir prjónaflíkum og leðurflíkum þar yfir. Jean-Charles de Castelbajac fæddíst i Casa- blanca árið 1949. Hann lærði lögfræði en sneri sér síðan að iistnámi í Ecole des Beaux Arts í Paris. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá verkum málarans Magritte og mátti sjá þau ein- kenni á fyrstu sýningunni sem hann hélt, 1968. Ári seinna hélt hann aðra sýningu og teiknaði búninga i revíuna „L’Alcazar”. Hann hefur teiknað búninga i mörg leikrit og kvikmyndir. Tískufatnaður hans er undir sterkum áhrifum frá Austurlöndum. JEAN-CHARLES DE CASTELBAJAC ANNE MARIE IERETTA Anne Marie Beretta hóf feril sinn i New York eftir að hafa stundað nám í fata- hönnun þar. 1965 tók hún síðan þátt í sýningunni Prét-á porter í París og hefur æ síðan kynnt nýjar hugmyndir sinar á þeim sýningum. Hún hefur hannað allar tegundir af fatnaði, íþróttafatnað, leður- fatnað og stofnaði eigin verslun árið 1974. Hún aðhyllist einfalda hönnun og beinar línur og hefur sérstakt dálæti á „rúmgóðum” flikum. KENZO Kenzo er frægasti fatahönnuður Japana þessa dagana. Hann starfar i París en stundaði nám i fatahönnun í Tokyo. Þar hlaut hann hæstu einkunn og þvi lá beinast við að halda til höfuð- borgar tískunnar, Parísar. Kenzo er þekktastur fyrir djarfa litameðferð, rendur og hvers kyns mynstur. Hann er óhræddur við pífur, slaufur og fellingar og vill frekar hafa fötin „skemmtiieg og hressandi” en að halda í gamlar, sigildar linur. KARL LAGERFELD Karl Lagerfeld er þýskur, fæddur árið 1938 í Hamborg. Eftir að skólagöngu lauk hélt hann árið 1952 til Parísar. Hann fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun ullar- fatnaðar sem lögðu grunn að velgengni hans. 1964 hannaði hann fatnað á tískusýningu með fyrirtæki er bar nafnið Chloé. Þessi tvö nöfn hafa síðan verið leiðandi í franska tisku- heiminum. En Lagerfeld lætur sér ekki nægja að hanna tískufatnað, hann hefur stundað innanhússarkitektúr og hannað búninga fyrir leikrit og kvikmyndir. Ef lýsa á fatnaði hans með nokkrum orðum þá er hann fágaður og stílhreinn, einkennandi eru beinar linur og ekkert óþarfa skraut. 17. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.