Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 39

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 39
Framhaldssaga KÓRÓNAN Martin, sagði hann lágt. — Það var ekki Annika. sem reyndi að forfæra mig, heldur þvert á móti. — En þú... — Ég veit. En það getur komið fyrir alla að missa stjórn á sér. Mér þykir þetta leitt, Annika, sagði Ron. — Ó, Martin, klaufabárður! andvarp- aði hún. — Við ættum að vera Martin þakklát fyrir að koma i tæka tið, sagði Ron alvarlegur i bragði. Það var löng þögn. — Fyrirgefið mér, bæði tvö, tautaði Martin. — Ég hagaði mér eins og fífl. En þú skilur Ron, ég...ég... — Ég skil, sagði hann og hló dapur- lega. — Ég líka. En möguleikarnir eru allir þín megin. Martin greip andann á lofti. Hann kenndi stings i hjarta. Nú heyrðu þau daufa mótorskelli utan frá hafinu. — Báturinn! sagði Annika með létti. 1 sama bili tók regnið að steypast niður. au unnu sér aðeins fárra tíma hvildar meðan nóttin var dimmust. 1 dögun söfnuðust þau saman í stóra herberginu, öll nema Ron — og Parkin- son og Lisbeth, sem greinilega voru þegar komin út. — Jæja, sagði Martin. — Nú er stóra stundin runnin upp. 1 dag gerist það. Annaðhvort finnum við handfylli af ryði — eða kórónu Cadalláns konungs! — Og konungssverðið. sagði Annika. — Já, þótt við fyndum ekki annað en það mættum við vera ánægð, sagði Tone. — En kannski erum við enn á villigötum, kannski er ekkert undir stein- inum. Það kann lika að vera rétt, sem Parkinson óttast, að einhver hafi orðið á undan okkur. — Það kemur þá í Ijós. Í sama bili heyrðu þau fótatak ofan af lofti. — J>etta hlýtur að vera Ron, sagði Annika og vonaði að roðinn í kinnum hennar væri ekki of áberandi. Henni hafði ekki komið blundur á brá alla nótt- ina. Hún gat ekki hætt að hugsa um at- burði kvöldsins. Aftur og aftur upplifði hún atvikið við trjálundinn. Ron kom niður stigann og á næsia andartaki stóð hann inni í herberginu hjá þeim með krumpaða og rifna pappírsörk í hendinni. Hann sýndi ekki mikil svipbrigði framar venju en þó varð þeim samstundis Ijóst að hann bjó yfir einhverju. — Hvað ertu með þarna? spurði Martin. Ron gekk til hans og rétti honum örk- ina. — Ég skil norskuna ekki alltof vel. En ég held ykkur hljóti að finnast þetta athyglisvert. Tone virti hann fyrir sér íhugul. Hún minntist orða Parkinsons, að Ron væri ekki sá sem hann þóttist vera, hann væri ekki allur þar sem hann væri séður. Hún minntist þess nú að hann hafði aldrei viljað lesa neitt á norsku, bara ogam. Var eitthvað að sjóninni — eða kunni hann ekki sama stafróf og þau? Hún gaumgæfði andlit hans. Það var framandi. Dálítið mongólskt? Nei, ekki mongólskt. En það var ekki eins og hann tilheyrði þessu heimshorni á neinn hátt. Var hann ef til vill njósnari? Hvers vegna þá? Og fyrir hvern? Andúð hans á Parkinson var augljós. Óttaðist hann ef til vill að Parkinson kæmi upp um hann? Þau grúfðu sig öll yfir blaðsnepilinn. — Þetta er uppkast að bréfi, sagði Jörgen. Hann virtist hálfólundarlegur þennan morguninn. — Þetta er rithönd Parkinsons, sagði Martin. — Ég ætti nú að kannast við hana. En biðum nú við! Þetta er stílað til formanns hæfnisnefndarinnar! Tone las upphátt: „...bara tilkynna að ég mun brátt leggja fram stórmerki..... ótrúlega merkilegar forn- minjar....ogamristur i tré.... Og það sem er ennþá ótrúlegra og stórkostle... — ungssverð og kóróna frá ævafo.... ...neska konungsins Cadalláns...” Nei, heyrðu þið mig nú, hvað heldur hann eiginlega...? Jörgen greip örkina og sléttaði betur úr henni. — Hlustið þið nú! „Mér til mikillar skapraunar á ég í erfiðleikum með nokkra af stúdentum mínum sem ég leyfði að fylgjast með málinu. Þeir eru að reyna að ræna mig heiðrinum af þessum fundi og ég þykist vita að þeir muni staðhæfa að þeirra sé heiður- inn. Þetta er hreint samsæri gegn mér. Öfundin og afbrýðisemin riða ekki við einteyming. En ég legg minn lærdóms- heiður að veði fyrir því að það var ég sem fann þessa gripi. Ég rakti slóðina eftir ogamrúnunum á safnsteininum (það er þríhyrningur á honum, sem öllum öðrum hefur yfirsést) og tókst þannig að finna staðinn þar sem þessir gripir voru fólgnir. Ég mun bráðlega...." — Aldrei á minni lífsfæddri ævi..., hraut út úrTone. — Lærdómsheiður! hvæsti Martin. — Hvað skyldi það nú tákna í augum Parkinsons? — Hann póstlagði bréf í gærkvöldi, sagði Annika. — Já, þetta er greinilega uppkast, sagði Martin. — Hvar fannstu það Ron? — í herberginu hans. Flóin - kjallarinn Vesturgötu 3-4 Símar: 19260 og 12880 NEW WAVE—RÓMANTÍK—ROCK 17. tbl. Vlkan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.