Vikan


Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 42

Vikan - 29.04.1982, Blaðsíða 42
Stjörnuspá llniiurinn 2l.m;irs 20.;i|iril Vikan verður heldur grá log hversdagsleg til að byrja með. Þú ert þreyttur eftir erilsaman tíma og veitir ekkert af því að hvíla þig. Hafðu samband við vin sem hefur beðið eftir lífs- marki frá þér lengi. Kr.'hliinn 22. júni 2.\.júli Þú hefur lítið sinnt persónulegum mál- efnum að undanförnu. Einhver röskun verður á högum fjölskyldu þinnar en með tímanum fellur allt i Ijúfa löð. Hjálpaðu einhverjum nákomnum sem hefur þörf fyrir. \uiiin 24.sc*|>(. 2.\.oki. Lifið brosir við þér þessa dagana. Þér hlotnast einhver upphefð og í kjölfar hennar máttu eiga von á öfund vinnufélaga þinna. Láttu sem þú takir ekki eftir því og reyndu að vera starfinu vaxinn. Slcintieilin 22.des. 20. jan. Félagar þinir ráðast í framkvæmdir og er ætlast til að þú réttir þar hjálpandi hönd. Þar sem þú varst ekki hafður með í ráðum er það þér mjög á móti skapi. Ekki eyða dýr- mætum tíma í nöldur. ViuliA 2l.:ipril 2l.ni;ii Nú fara í hönd góðir dagar. Þú færð boð sem þú getur ekki staðist enda engin ástæða til annars en að þiggja það. Þú munt hitta margt fólk á næstunni og það er mikið líf allt i kringum þig. I.júnid 24. jii11 24. ii<ii*l Þig hefur lengi langað til að stofna til kynna við ákveðna persónu. Þú færð tækifæri til þess á næstunni en gættu þess að verða ekki fyrir vonbrigðum. Grasið virðist nefnilega oft vera grænna hinum megin. SporOdrckinn 24.okl. 2.\.u»i. Einhver óvissa er rikjandi i þinum mál- efnum. Þér finnst óþægilegt að vita ekki hvað framtíðin ber i skauti sér. Reyndu að lifa fyrir liðandi stund og njóta lífsins. Valnslicrinn 2l.jan. lO.fchr. Þú hefur átt i miklu striði við þig út af orðrómi sem barst þér til eyrna. Ef þér þykir vænt um vin þinn láttu þá eins og þú heyrir ekki svona slúður. Þú munt frá tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Tiihurarnir 22.mai 2l.júni Áætlanir þinar og hugmyndir falla i góðan jarðveg hjá þínum nánustu. Vertu óhræddur við að skipu- leggja fram i timann, það getur oft verið nauðsynlegt. Fram- undan er annasamur lími. \lc)jan 24.ái»úsl 2.\.scpl. Þú hefur áhyggjur af ástarmálunum þessa dagana. Það er algjör óþarfi því deilumálin eru smámunir einir. Þú munt fara i stutt ferða- lag yfir helgina og á það eftir að verða mjög örlagaríkt. Hogmariurinn 24.nói. 2l.dcs Nokkrar breytingar verða á högum þínum. Þú munt liklega skipta um aðsetur en hvort það er til langframa er undir þér komið. Þú ert beittur þrýstingi i ákveðnu máli svo þú verður að standa fast á þinni skoðun. Fiskarnir 20. fchr. 20. mars í þessari viku er upplagt að gera allt það sem þú hefur trassað undan- farið. Ekki láta það samt hafa áhrif á verk sem ætlast er til að þú Ijúkir á næstunni. Þú átt von á ánægjulegri heimsókn. \'WÍ Þýö.: Anna Sjúkrabíllinn var farinn með hinn slasaða og nú sat ég og fyllti út eyðublað vegna slysa- tryggingarinnar. Ég átti ekki í nokkrum vandræðum með að fylla út dálkinn fyrir nafn og heimilisfang hins slasaða. Það var kaupmaðurinn á horninu, hann herra Fredreksen smá- kaupmaður. Staðurinn þar sem slysið vildi til var nýbónaða gólfið í forstofunni hjá okkur. En þegar ég kom að dálkinum Orsök slyssins var ég mát. Ég sat lengi og velti þvi fyrir mér hvernig ég ætti að orða það. — Getum við ekki bara skrifað að hann hafi runnið til á bananahýði á nýbónuðu gólfinu? spurði ég Maríönnu. — Nei, það getur þú aldeilis ekki, maður! í fyrsta lagi datt hann alls ekki vegna banana- hýðis og þar að auki getur maður sagt sér það sjálfur að á aðdraganda þessa ótrúlega slyss. — Skrifaðu það þá á blað. Það var hugmynd út af fyrir sig. Undir dálkinn Orsök slyssins skrifaði ég: Sjá hjálagt. Og hér er skýrslan mín: Varðandi orsakir slyssins get ég upplýst að við erum með útihurð úr tekki. Þessi útihurð hefur alltaf staðið á sér í rigningum, þoku eða hvaða röku veðri sem er. Konan mín hefur reynt að fá mig til að komast að því hvað valdi þessu og hvers vegna við getum aldrei opnað framdyrnar án þess að ýta fast á hurðina með öxl og upphandlegg, og öllum þunga likamans að auki, til að hrinda henni upp. Það er að segja ef við Athugið — hurðin stendurá sér hann hefði ekki fengið alla þessa áverka af því að renna á gólfinu okkar. Þú verður að segja nákvœmlega hvernig þetta allt vildi til. Við getum ekki tekið áhættuna af þvi að maðurinn fái minna út úr tryggingunum bara af því þú getur ekki tjáð þig. — Ég get ómögulega útskýrt allt þetta i sex línum. Það myndi ekki nokkur maður trúa sögunni ef ég færi ekki út í smæstu smá- atriði og gæfi nákvæma lýsingu erum að fara inn. Þegar við erum á útleið (sem á ekki við í þessu tilviki) verðum við að grípa báðum höndum um hurðarhúninn, um leið og við reynum að ýta hurðinni ögn niður á við, rykkja fast í þar til við náum henni úr dyra- karminum. Hún stendur aðal- lega á sér efst í hægra horni. Eins og fyrr er sagt hefur konan mín oftsinnis reynt að fá mig til að komast að því hvers 42 Vikan X7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.