Vikan


Vikan - 24.06.1982, Side 9

Vikan - 24.06.1982, Side 9
Viðtal Vikunnar hafi komið gagngert yfir hafið til að láta greiöa sér. En fjölmargir hafa lagt lykkju á leið sína og staldrað við hjá mér — til aö láta greiöa sér, jú.” Biðtíminn ein vika Atvinnuveitandi Doddýjar hjá Sthur, en sá rekur f jölmargar hár- greiðslustofur í Danmörku, gefur henni umyrðalaust frí hvenær sem forsetinn kallar og reyndar hvenær sem er. Hann veit sem er að forseti íslands er ekki versta auglýsing í heimi og hvaö með það þó nokkrir viðskiptavinir þurfi að bíða vegna þess að Doddý er ekki við þá stundina. Nú er biðtiminn fyrir þá sem vilja lenda í höndunum á Doddý ein vika „og þannig hefur það reyndar verið undanfarin fimm ár”, segir Doddý. „Það er dálítið annað að vera hárgreiðslukona í útlöndum eða heima á Islandi. Heima vinnur fólk eins og við færiband frá 10 til 6 og fær svo sín mánaðarlaun. Hér úti ver ég að vísu töluverðu af tíma mínum á stofunni við venju- lega vinnu en ég kenni einnig og ferðast um með sýningar. Ég lít á mig sem atvinnumanneskju í orðsins bestu merkingu og vinn því á prósentum, enda væri ekki standandi í þessu öðruvísi,” segir Doddý glottandi en vill ekki með nokkru móti gefa upp tekjur sínar. „Nei, ég kem ekki heim í bráð,” segir Doddý aðspurð. „En þegar fer að halla undan fæti sný ég mér tafarlaust að einhverju öðru.” — Hverju? „Engar áhyggjur, ég get svo margt.” (Engar skýringar, bara bros). Aftur á móti segir Hjördís systir hennar, sem einnig er starf- andi við hárgreiðslu í Höfn, að Doddý geti bókstaflega allt. Hún bakar sín eigin brauö, lagar sína eigin kæfu, ræktar eigið grænmeti, saumar fötin sín sjálf og er afbragðs smiður þegar þannig stendur á. Enda má sjá að það eru ekki fá handtökin sem Doddý og maðurinn hennar, hann Pétur, hafa tekið til aö gera sveitahúsiö sitt á Suöur-Sjálandi aö hálfgeröri paradís — ef ekki rómlega þaö. Drottningin góð Aftur á móti er vinnustaður Doddýjar ekki í neinni paradís. Hárgreiðslustofan á Vester- brogade er nefnilega í miðju eins helsta eiturlyfjahverfis í Kaup- mannahöfn þannig að gestirnir sem þangað koma eru ekki bara fínar frúr sem líkjast íslenska for- setanum heldur einnig alls kyns eiturlyfjasjúklingar sem vilja líta vel út svona dag og dag. „Þaö er satt, ég hef greitt alls konar fólki. Og af því að alltaf er verið að spyrja mig um for- setann þá get ég upplýst það hér og nú að ég hef líka þvegið hár Margrétar Danadrottningar og það var löngu áöur en ég kynntist Vigdísi. Það var þannig aö drottn- ingin var fastagestur á stofunni sem ég vann á fyrst eftir að ég kom hingað út, þaö var voðalega fín stofa og drottningin var eiginlega eina almennilega mann- eskjan sem kom þangað inn. Það var verra aö eiga við ráðherra- kerlingarnar sem ruku upp í fússi þegar ég gleymdi að þéra þær. Eg var bara venjuleg stelpa frá Islandi sem haföi aldrei þérað neinn og geri ekki enn.” Doddý er sem sagt ekkert á leið heim til íslands. Reyndar segist hún ekki skilja fólk sem getur verið búsett allt sitt líf í útlöndum en hún á heimili og mann á Suður- Sjálandi. Og hvorugt vill hún missa. „Maður þarf ekki aö búa lengi erlendis til að fara að sakna íslensku náttúrunnar. En ef ég flyst einhvern tímann heim þá verður það líklega til að verða bóndakona því Pétri manninum mínum þykir það aldeilis ekki fráhrindandi hugmynd að gerast bóndi uppi á Islandi.” — Gætirðu ekki fengið fasta vinnu á Bessastöðum? „Vafalaust! En á því hef ég ekki áhuga eins og stendur.” „En ef þú yrðir forseti sjálf þá gæti Pétur maðurinn þinn séð um búskapinn á Bessastööum og allir orðið ánægðir. . . Þá hlær Doddý lengi og vel og er líklega hlæjandi ennþá. P.S. I haust fer Doddý svo með Vigdísi Finnbogadóttur til Bandaríkjanna í heilar 3 vikur. Og þaö getur ýmislegt gerst í Ameríku eins og allir vita. m (það er aö segja forsetinn) og mörgum sem til mín koma varö ég einfaldlega að segja að greiöslan myndi fara viðkomandi illa. Hvort fólk tók því þá þannig að það væri ónáttúrlegt, einhvers konar gervimanneskjur, veit ég ekki, en f jölmargar frúr fóru í fýlu. ” — En komu íslenskar frúr gagngert yfir hafið til að láta leggjahár sitt? „Nei, ekki get ég sagt aö nokkur Doddý og Hjördís systir hennar fyrir framan óðaliö. Og svona einhvern veginn lítur út inni. Doddý, Hjördís og Pétur í garðinum. 25. tbl. Vlkan 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.