Vikan


Vikan - 24.06.1982, Page 13

Vikan - 24.06.1982, Page 13
Texti: Hrafnhildur Ljósmyndir: Ragnar Th. Bílar Eins og blátt strik Glæsivagninn á þessum myndum var kos- inn fallegasti bíllinn, veglegasti kvartmílu- bíllinn og athyglisverðasti bíllinn á bílasýn- ingu Kvartmíluklúbbsins um hvítasunnuna. Þetta er Chevrolet Corvette Stingray L82 og prýddi hann forsíöu Vikunnar á síöasta tölu- blaöi. Einnig voru myndir af honum inni í blaöinu, í tískuþættinum, og fýsti marga les- endur blaðsins að vita eitthvað meira um þennan ágæta bíl. Bíllinn er ekki bara fyrir augaö heldur endurbyggðu eigendur hans, Jóhann Kristjánsson og Lilja Oddsdóttir, hann meö það fyrir augum að nota hann í kvart- mílukeppni. Þau Jóhann og Lilja eru í Kvart- míluklúbbnum og hafa eytt ófáum stundum í aö endurbyggja bílinn. Upphaflega héldu þau aö það myndi ekki taka nema hálft ár. Raunin varö sú að þau luku ekki við endurbæturnar fyrr en þrem og hálfu ári og heilmörgum frí- stundum seinna. Bíllinn var fluttur til landsins áriö 1975 en hann er árgerö 1969. „Hann var mjög illa far- inn og allur í pörtum þegar við keyptum hann. Það má segja aö við þyrftum aö safna honum saman á fjórum stöðum og við þurftum síðan að skipta nánast um allt. Þetta var áhugamál okkar beggja og við gerðum þetta bara í frí- stundum. Vinnum bæði fulla vinnu svo það var ekkert vit í aö vera aö stressa sig á þessu. Þetta var bara fyrir ánægjuna.” Jóhann er kennari í Öskjuhlíöarskólanum en Lilja er í fósturskólanum. „Viö þurftum að vinna mjög skipulega að endurbyggingunni. Gárungarnir vinir okkar kölluöu þetta „Corvettu Kit”, því við vorum sífellt að panta nýja og nýja hluti. Það gekk mjög vel og við pöntuðum allt í gegnum Ö.S.- umboðið í Kópavogi. Það sem gerði málið erf- iðara var að við höfðum ekki rifið bílinn í sundur sjálf og vissum því ekki nákvæmlega hvar sumir hlutir áttu heima. En eftir aö viö fengum senda bók frá verksmiðjunni, sem þeir nota sjálfir viö samsetningu bílanna, gekk þetta eins og í sögu. Síðan sendum við bandarísku blaöi, Vette, sem er sérrit um Corvettur, myndir af bíln- um. Þeir birtu myndirnar og fannst mjög merkilegt að það skyldi finnast slíkur bíll hér á landi. Þeir kölluðu bílinn „The cold country Corvette”. Bíllinn hefur kostað okkur um 350 þúsund krónur en eflaust mundu bílar af hans tagi kosta um 600 þúsund krónur í dag! ” En þau Jóhann og Lilja stefna ekki að því að gera upp fleiri bíla í bili. „Ætli næsta mál á dagskrá sé nú ekki að koma sér upp þaki yfir höfuðið,” sögðu þau skellihlæjandi, gengu stolt að meistaraverki sínu, settu blæjuna niður og fóru síðan eins og blátt strik í burtu. 25. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.