Vikan


Vikan - 24.06.1982, Page 14

Vikan - 24.06.1982, Page 14
Texti: Alfheiöur Steinþórsdóttir „öunnudagspöbbum” fer stöðugt fjölgandi á Islandi. Með þeim er átt við feður barna sem alast upp hjá mæðrum sínum. Stundum er það vegna ákvörðunar við sambúðarslit en það getur líka verið vegna þess að börnin hafi frá fæðingu verið í umsjá móður. I munni almennings hefur það fremur neikvæða merkingu að vera sunnu- dagspabbi. Feður taka oft fram að þeir séu engir sunnudagspabbar og eiga þá við að þeir séu „alvöru- pabbar” og sinni börnum sínum og taki ábyrgð á uppeldi þeirra. Að vera sunnudagspabbi er hins vegar oft ágæt lausn sem hentar barninu, föður þess og móður. Það eru gæðin í sambandinu sem gilda, ekki tíðnin. Erfitt í byrjun Það getur verið mjög erfitt fyrir föðurinn að breyta allt í einu um stöðu gagnvart fyrrverandi konu sinni, börnum og tengda- fjölskyldu eftir skilnað. Það er erfitt að vita hvern- ig á að hegða sér og oftast er ekkert við að styðjast. Sumir fara því miður þá leið að fjarlægjast börn sín og hverfa jafnvel úr lífi þeirra langan tíma. Þeir treysta sér ekki til að hitta börnin, finna fyrir nei- kvæðni móður þeirra eða finnst erfitt að koma „heim” og svo framvegis. Oft má á þessu tímabili sjá að feður gera sér litla grein fyrir mikilvægi sínu fyrir börnin. Mikilvægt er að for- eldrar verða að reyna að halda út þetta kvíðatímabil 14 Vikan 25. tbl. og taka þegar í stað upp samband við börn sín því börnin þola yfirleitt aðskilnaðinn mun verr en fullorðnir. Börn hafa áhyggjur Ef faðir hefur áður búið með barni sínu getur hann búist við að barnið sé áhyggjufullt um hagi hans þegar hann býr ekki heima lengur. Það er barninu mikilvægt að fá að vita hvar hann býr og hvernig lítur út heima hjá honum. Alveg fram að unglingsár- um eiga börn í erfiðleikum með að ímynda sér hvernig aðstæður eru eftir lýsing- um í orðum. Þau vilja helst skoða sjálf til að geta síðar séð föðurinn fyrir sér í við- eigandi umhverfi. Minna máli skiptir hvort um íbúð eða einstaklingsherbergi er að ræða eða jafnvel hvort faðir býr hjá ættingjum eða vinum. Ef börnin eru kom- in nokkuð á legg ættu þau einnig að fá símanúmer heima og á vinnustað og geta þannig gengið sjálf úr skugga um að faðirinn er á vísum stað. Auk áhyggna vegna að- stæðna hafa börn oft ábyrgðartilfinningu gagn- vart líðan föður. Ef þau sjá mikla vanlíðan hjá honum í heimsóknum fá þau oft sektarkennd og vilja reyna að hjálpa, en finna vanmátt sinn. Hér getur faðir gert mikið til að hjálpa barni sínu með því að blanda því ekki inn í deilur eða segja því frá erfiðleikum sem hann ræður ekki við. Barn- ið þarf miklu fremur á því að halda að heyra um það sem hann ræður við — þó svo að það geti verið erfitt fyrir hann — og heyra um hvernig fullorðið fólk geti orðið ósammála en að það geti yfirleitt leyst deilur sínar sjálft. Að f orðast valdabaráttu Sunnudagspabbinn verð- ur að sætta sig við að það foreldri sem barnið dvelst hjá er í meiri og nánari tengslum við barnið. Barn er yfirleitt mjög trygglynt við það foreldri sem hefur umsjá þess með höndum. Ef ósamræmi og deilur koma upp á milli foreldra er mikilvægt að hafa ákveðnar reglur um hvern- ig taka eigi á málum. Peter Rowlands, sem sjálfur er sunnudagspabbi, skrifaði bók um umgengn- isvenjur. Hann bendir þar á nokkur ráð til að forðast að blanda barninu í valda- baráttu foreldra: Forðastu að gagnrýna beinlínis skoðanir hins for- eldrisins. Forðastu að gera lítið úr hinu foreldrinu í augum barnsins. Forðastu að beita áhrif- um þínum til að barnið styðji þinn málstað. Forðastu að fara í vörn þegar þú ert gagnrýndur af barninu eða af hinu foreldr- inu. Forðastu aö predika skoðanir þínar, hvers eðlis sem þær eru, ef þú veist að þær stangast á við skoðanir á heimili barnsins. Forðastu að reyna að leysa þín eigin vandamál með hjálp barnsins þíns. Reyndu hins vegar að vera barninu þínu staðfast- ur og öruggur faðir sem er tilbúinn að hlusta og taka á málum þegar á þarf að halda. Njóttu tímans með barninu óháð samstarfinu við móður þess og sýndu því að þú sért samkvæmur sjálfum þér og hafir eigin reglur þó svo að þær séu ólíkar því sem börn eiga að venjast heiman að frá sér. Þegar fram í sækir kann barnið að meta það að hafa verið „stikkfrí” í deilum foreldra og kemur á full- orðinsárum til með að velja sjálft hvernig það vill um- gangast báða foreldra, segir Peter Rowlands í bók sinni. En hvernig verður umgengni barns við föður sinn best háttað? Skýrar línur fyrir yngstu börnin Mjög ung börn hafa mjög lítið þroskað minni. Þau geta ekki geymt innra með sér mynd af foreldri sem þau sjá sjaldan. Ef faðir barnsins ætlar að sinna því og tengjast frá byrjun verða hann og móðir barns- ins að gera með sér samn- ing um tíðar heimsóknir. Minna máli skiptir þótt hver einstök heimsókn standi stutt. Barnið getur hins vegar tekið því illa að dveljast að heiman fyrstu árin og vill yfirleitt hafa sínar reglur og sofa heima. Það er oftast ánægt í heim- sóknum föður nema það finni spennu og óöryggi frá móður. Frá þriggja ára aldri hef- ur barnið oftast þörf fyrir ákveðnar reglur um sam- bandið við það foreldri sem býr ekki heima. Það sýnir meiri þörf fyrir hlýju og viðurkenningu. Oft vilja börn lengja heimsóknir og fullvissa sig um að fljótlega komi pabbinn aftur. Þörf barnsins fyrir reglulegt samband heldur áfram eft- ,Sunnudagspabbar'

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.