Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 15

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 15
Fjölskyldumál ir að það kemst á skólaald- ur. Þörf þess fyrir viður- kenningu eykst oft einnig og það vill teikna, smíða eða sauma ýmsar gjafir sem tákn um hlýjar til- finningar til föður síns. Á þessum aldri er barnið oft mjög upptekið af að fá ýmsa hluti sjálft. Það fer einnig að sýna lífi föðurins meiri áhuga og spyr meira en áður. Oft fer barnið fyrst nú að sýna óhlýðni og slæma hegðun í heimsókn hjá föður ef það er ósátt við hann af einhverri ástæðu. Hins vegar vefst sjaldan fyrir því að skipta um um- hverfi og það getur ýmist verið mömmu- eða pabba- barn án sýnilegrar áreynslu. Eldri börn vilja sveigjan- leika í umgengni Eldri skólabörn eru hins vegar búin að öðlast sterka réttlætiskennd og þau geta ekki notið heimsóknar ef þau finna til höfnunar, sár- inda eða reiði út í föður. Oft koma fram óskir hjá börn- um og unglingum að breyta eða fresta heimsóknum vegna þess að þau vilja heldur umgangast félaga sína. Þau vilja þó sjaldnast fresta heimsóknum til langs tíma en eru meira að gefa merki um að sam- bandið sé að þróast í nýja átt og það þurfi að vera sveigjanlegt. Á unglingsárunum verð- ur samband föður og ungl- ings æ meir undir því kom- ið að þeir hafi sameiginleg áhugamál og geti umgeng- ist eins og tvær manneskj- ur óháðar blóðböndum. Á þessum tíma á unglingur- inn einnig til að sýna endur- nýjaðan áhuga á föður og hans fólki og má líta á það sem lið í uppgjöri unglings- áranna þegar svo mikill kraftur fer í að takast á við uppruna sinn og reyna að svara áleitnum spurning- um um hver hann er, þessi einstaklingur sem er að vaxa og þroskast. Barnið breytist hratt Sunnudagsfaðir hefur ekki tækifæri til að fylgjast með daglegu lífi barnsins síns. Hann verður að treysta á þær svipmyndir sem hann fær af barninu í heimsóknum og geta síðan í eyðurnar. Ef barnið er komið nokkuð á legg getur það oft sjálft haft samband hvenær sem því dettur í hug og þá er áreynslulítið fyrir föðurinn að fylgjast með eða taka þátt í lífi barnsins og þroska. En oftar er um að ræða fyrirfram ákveðnar heim- sóknir sem barn og foreldri búa sig undir hvort í sínu lagi. Báðum er mikilvægt að tíminn með hvort öðru sé vel notaður. Þess vegna reyna flestir sunnudags- pabbar að gera eitthvað með börnum sínum og reyna að vera vel upplagðir þegar þeir hitta þau. Heimsóknir sem eru skipulagðar geta gengið ágætlega um langan tíma og geta skapað öryggi í sambandi föður og barns. Feður taka hins vegar oft eftir því að barn fer smám saman að breytast; að hluta til vill það ennþá hafa sama formið á heimsókn- um en að hluta til vill það endurskoða samninginn við föður og breyta honum þeg- ar ný áhugamál og félagar koma inn í myndina. Stund- um verður sprenging, óhlýðni og neikvæðni nær yfirhöndinni, svo faðir barnsins veit ekki lengur sitt rjúkandi ráö. Þegar svo er komið er oft auðveld lausn að halda að barninu sé spillt á einhvern hátt eða einhverjir einstak- ir atburðir oi saki breyting- una á hegðan barnsins. Hér er þó oftast um að ræða meiriháttar breyt- ingu á viðhorfum hjá barn- inu sem þó hefur lengi ver- ið að þróast innra með því. Þessi breyting hefði verið foreldrinu augljós ef það hefði átt þess kost að sjá barnið og heyra oftar en hálfsmánaðarlega. Nýjar þarfir kalla á breytt við- brögð og eltingaleikurinn um íbúðina, sem var orðinn að hefð fyrir háttatíma, verður allt í einu barnaleg- ur. Sama má segja um bíla- getraunina í ökuferðum sem allt í einu má ekki nefna nema drengurinn sé einn með föður sínum. Slík viðbrögð geta gert fööur undrandi og leiðan, ekki síst af því að þau koma yfirleitt skyndilega. Þó tímabundnir erfiðleik- ar komi upp í sambandi föður og barns er í lang- flestum tilfellum hægt að leysa málið með barninu. Það hefur mesta þýðingu að hlusta vel, fylgjast með breytingum og styðja og örva barnið. Orð og athafn- ir föður sem barnið hittir sjaldan hafa mjög mikla þýðingu. Því miður virðast margir feður ekki gera sér grein fyrir þessu mikil- vægi sínu, eru óstundvísir eða breyta heimsóknum með litlum eða engum fyrirvara og svo framveg- is. Börnum er mikilvægt að foreldrar þeirra haldi lof- orð sín. Barni, sem elst upp með móður, er mikilvægt að vita að það eigi föður sem leggur eitthvað í sölurnar til að vera með því í virku starfi eða leik. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort öndunum er gefið, sparkað bolta eða farið í leikhús. {11 25. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.