Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 37

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 37
FJÖGURRA DAGA MARTRÖÐ Saga um ást, peninga, mannvonsku og morð. 6. hluti , 5Iívaö myndum við gera ef við hefðum þig ekki, Patty?” sagði William þakklátur. „Svelta. Það er þó eitt sem víst er,” sagöi hún og brosti. „Komið nú, börnin mín, maturinn er tilbú- inn.” Það var þægilegt að koma inn í hlýtt eldhúsiö. Gróskumiklar pelargóníur brostu við okkur úr gluggakistunni og rautt kögur var í kringum ljósaskerminn sem hékk yfir eldhúsborðinu. Allt var vinalegt og hversdagslegt og ég fann hvernig spennan innra með mér minnkaði. „Er síminn kominn í lag?” spurði William þegar frú Patters- son setti pott með einhverjum girnilegum og ilmandi pottrétti á borðið hjá okkur. „Það veit ég ekki,” sagði hún rugluð á svipinn. „Ég hef ekki þurft að nota hann síðustu klukkustundirnar. ’ ’ En símalínan var greinilega ekki komin í lag ennþá. „Hún hef- ur trúlega farið einhvers staðar í sundur,” sagði William til skýr- ingar. Hann horfði hugsandi á Susan. „Við heyrum áreiðanlega frá Brent strax og viðgerðin hefur fariö fram.” „Eg skil hreint ekki hvers vegna hann kom ekki beint hingað,” tautaði hún. „Hann hefur ábyggilega sínar ástæður,” svaraði William. „Hvaða ástæður geta það verið?” hreytti Susan út úr sér. Svo andvarpaði hún vonleysis- lega. „Af og til reyni ég að ímynda mér að þetta sé ekkert nema martröð og ég hljóti að vakna fljótlega.” Hún leit til mín. „Þú borðar ekkert.” „Mig langar ekki í neitt,” sagði ég. Kringlótta klukkan á eldhús- veggnum tifaði áfram. Níu mínút- ur yfir átta, tíu mínútur yfir átta. Kannski þetta hafi nú ekki verið Brent eftir allt saman,” sagði Susan ráðvillt. Ég ýtti frá mér disknum og braut vandlega saman servíett- una mína. „Ef ekki fréttist af hon- um í kvöld eða snemma í fyrra- málið fer ég aftur til Frakklands,” sagði ég hægt. „Ég er búin að tala um það við William. Ég get ekki setið hér aðgerðalaus lengur. Tveir dagar eru liðnir, tveir dagar sem ég hefði getaö notað til þess að leita að Ross.” Osjálfrátt hækkaði ég röddina. „Ég heföi aldrei átt aö koma með ykkur til baka.” „En bréfið frá Brent. Hvað um það? ” hvíslaði Susan. Ég leit á William en hann leit undan til þess að þurfa ekki að horfast í augu við mig. „Ég held að Brent hafi bara ætlað að hræða okkur í burtu,” svaraði ég. „Því meira sem ég hugsa um þetta þeim mun sannfærðari verö ég um það. Ég vil komast aö því hvers vegna var svona nauðsynlegt aö við hyrfum á brott frá Frakk- landi.” Susan leit á William og vissi ekki hvað hún átti að segja eða gera. Hann reis snöggt á fætur. „Ef Kristy vill fara til Frakk- lands hefur hún að sjálfsögðu fullt leyfi til þess. Þaö er ég þegar bú- inn að segja henni.” Hann nam staðar við stólinn minn og ég fann að hann lagði höndina á öxl mér. „Fyrirgeföu mér, Kristy, en ég er svo þreyttur. Getum við ekki látið kyrrt liggja þangaö til í fyrramál- ið?” „Að sjálfsögðu,” sagði ég lágt og yppti öxlum. Það var eins og hann héldi að nóttin leysti öll okkar vandamál. Kannski myndi hún líka gera það. Ef til vill frétt- um við eitthvað af Brent. Við eldavélina var frú Patters- son að glamra eitthvað með kaffi- bolla á bakka. „Ég er búin að kveikja upp í arninum inni í bókasafninu. Ég hélt að þið vilduö heldur fá ykkui kaffisopann þar.” „Ég skal bera bakkann inn,” sagði Susan og tók hann úr hönd- um hennar. „Þú spillir okkur með of miklu eftirlæti, Patty. Hefðir þú ekki verið....” „Þá hefði bara einhver önnur veriö hér í minn stað,” andmælti frú Pattersson ákveöinni röddu. „Gráttu nú ekki,” bætti hún við þegar augu Susan fylltust tárum „Þú veist nú vel að frú Manville kemur fljótlega til baka. Það hef- ur hún alltaf gert fram að þessu. Manstu hve áhyggjufull þú varst í fyrsta skipti sem hún fór svona í burtu? Þá varstu líklega ekki nema tíu ára og gjörsamlega óhuggandi. Tveimur dögum síðar var hún komin heim aftur! Þannig verður það líka núna, trúðu mér! ” „Ég veit,” svaraöi Susan treg- lega. „En það er nú ekki það eina....” Frú Pattersson leit upp og í átt- ina til Williams. I augum hennar var óttafull spurning og ég sá að hann hristi höfuðið, þó svo lítið að varla mátti greina það. Þessi höfuðhreyfing gat þýtt svo að segja hvað sem var, eða ekki neitt, en hún vakti hjá mér óróa og óvissu. "D OKAHERBERGIÐ tók á móti okkur á sama þægilega og hlýlega hátt og ævinlega áður. Eldurinn snarkaði í arninum og ég valdi mér stað þannig að ég sneri bakinu í eldinn, og í myndina af Ross. Ross var leyndardómsfullur á þessari mynd og ólíkur því sem ég þekkti hann. Susan kom sér þægilega fyrir í sófahorninu og dró teppi yf- ir fæturna. „Ég skil ekkert í því hvað mér er kalt,” sagði hún í kvörtunar- tóni. „Það eru bara taugarnar,” svaraði William rólegur. „Auk þess ertu dauöuppgefin eins og reyndar við öll.” Hún hrærði hugsandi í bollanum sínum. William reis á fætur og hellti koníaki í glös handa okkur. „Mig langar ekki í koníak,” sagði ég í mótmælaskyni. „Ég vil það ekki heldur,” sagði Susan og reyndi að brosa. „Þetta er skipun frá Patty,” sagði William ákveöinn. Orð hans urðu til þess að við hlógum, þótt okkur vatri síst hlátur í huga á þessari stundu, og hláturinn hljómaði ekki sém best þarna í kyrrðinni. Framhaldssaga „Viljiði meira?” spurði William þegar við höfðum tæmt glösin okkar. Susan hristi höfuðið. „Ekki einu sinni þótt Patty heimti það.” Hún dró fæturna þéttar upp undir sig. Klukkan á skrifborðinu var nokkr- ar mínútur yfir níu. „Hvað vildi Alison eiginlega tala við þig?” spurði hún skyndi- lega. Ég hafði spurt sömu spurningar fyrr um daginn, en ekki fengið svar, en nú sagöi hann hinn róleg- asti. „Það sama og venjulega.” Hann sneri glasinu í höndunum. „Þetta skiptir ekki máli lengur. Þú mátt svo sem fá að vita það,” sagði hann við mig. „Alison hefur verið að reyna að þvinga út úr okkur peninga frá því í vor. I gær gerði hún enn eina tilraun til þess. Þess vegna vildi hún fá að ræða við mig einslega.” Skömmu síðar lét hún lífið, hugsaði ég skelfingu lostin. En slysið var ekki William að kenna. Hann gat ekki átt nokkurn þátt í dauða Alison. „En hvers vegna...” byrjaði ég undrandi. „Til þess að þegja yfir Ross og upplýsingunum um hann, auðvit- að,” sagði William. „Hún var sú eina utan fjölskyldunnar sem vissi sannleikann um hann.” En það var ekki þetta sem ég hafði verið að furða mig á. Það sem ég ekki skildi var að hún hafði haldið áfram að reyna að þvinga peninga út úr fjölskyldunni, og það nú. Hún hafði þó trúað því að Ross væri dáinn. Hvern gat sann- leikurinn þá skaðaö, úr því sem komið var? Sannleikurinn um Ross. Ég sagði þetta ekki upphátt og vissi heldur ekki að svarið feng- ist áður en langt liði. Klukkan sló níu og Susan reis áhugalaus á fætur. „Ég hef ekki ró í mér til þess að sitja hér lengur. Ég ætla upp til mínnúna.” „Reyndu aö lesa eitthvað,” stakk ég upp á. „Það hjálpar mér oft.” Hún horfði vandræðaleg á mig en svo brosti hún allt í einu. „Nú veit ég hvaö ég geri! Ég ætla að fara og lesa eina af bókunum þín- um. Mamma sagði að hún væri með þær uppi hjá sér.” Það var nú ekki þetta sem ég hafði átt við. Mér fannst ágætt að ókunnugt fólk læsi bækurnar mín- ar en mér fannst alltaf svolítið ógnvekjandi og óþægilegt aö vita af þeim í höndunum á fólki sem ég þekkti. 25. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.