Vikan


Vikan - 24.06.1982, Síða 38

Vikan - 24.06.1982, Síða 38
Höfundur: Berre Davis. Teikningar eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. Framhaldssaga „Náðu í aðra fyrir mig,” kallaði William á eftir henni. „Þér þætti ekki mikið til bókar- innar komið,” sagöi ég efins. „Veistu ekki að mér þykir mikið til alls koma sem þér viðkemur?” svaraði hann í hálfum hljóðum. Hann dró mig á fætur og þrýsti mér þétt aö sér. Eitt augnablik lét ég undan, féll í fang hans og hall- aöi höfðinu aö öxl hans. Það snarkaði í glóðinni í arninum og ég hrökk við og lyfti upp höfðinu. Augu Ross störðu á mig af mynd- inni á veggnum. í flöktandi bjarmanum frá eldinum voru þau næstum lifandi... og um leið ásak- andi. „Nei,” stundi ég hátt og reif mig lausa í angist. í burtu frá ásökunarsvipnum í andliti Ross og í burtu úr öruggum faðmi Willi- ams. „Kristy,” sagði William næst- um biðjandi en ég rétti fram hendurnar til þess aö verja mig. í SAMA AUGNA- A BLIKI kvað við níst- andi angistaróp — óp sem átti eft- ir að fylgja mér marga daga og nætur á eftir. Ég mundi ekki eftir á hvernig ég komst upp stigann. Skyndilega stóð ég skjálfandi af hræðslu í illa upplýstum ganginum. Susan hafði kastaö sér niöur á dökkrauðan dregilinn og við hliðina á henni lá lífvana líkami frú Manville. Þungur niður var fyrir eyrum mínum og ég hallaði mér upp að veggnum til þess að fá stuöning. „....púlsinn slær,” heyrði ég William segja í fjarska. „En viö verðum að ná í lækninn og það fljótt. Drottinn minn dýri, Susan, hvaðkomfyrir?” „Ég veit þaö ekki,” sagði hún grátandi. „Þegar ég kom út úr herberginu hennar með bækurnar lá hún hérna á ganginum.” Rauð þoka sveif fyrir augum mínum. Og mig sem svimar aldrei, hugsaði ég eins og kjáni. Ég kreppti hnefana og neglurnar stungust inn í lófana. Skugga- verurnar fóru að taka á sig ein- hverja mynd. Hr. Manville var þarna líka. Ég hafði ekki heyrt hann koma. Hann sat með höfuð konu sinnar á hnjánum og ég sá að hann grét. „Bara aö fjandans síminn sé kominn í lag,” sagði nú William og þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði hann bölva. Hann nam staðar eitt augnablik þegar hann gekk fram hjá mér. „Líður þér illa?” sagði hann áhyggjufullur. „Nei, auðvitað ekki,” stundi ég upp en hann var þegar kominn af stað aftur og hálfa leiö niður stig- ann. Hann kom aö vörmu spori upp aftur. „Læknirinn veröur kominn eftir kortér. Guði sé lof...” og orð hans voru eins og töluö fyrir munn okkar allra. „Við verðum að flytja hana til,” hélt hann áfram og ég færði mig til hliðar um leið og þeir lyftu henni varlega upp og þöglar fylgdum við Susan á eftir inn í herbergi frú Manville. Þeir lögöu hana á rúmiö og andlitið var óhugnanlega hvítt að sjá. Hr. Manville tók í aöra mátt- vana höndina og strauk hana. Hún hreyföi sig órólega og opnaði aug- un eitt augnablik. „David,” sagði hún ofurlágt. „Hjálpaðu mér, David...” „Vertu nú róleg,” sagði hann titrandi röddu. „Læknirinn er alvegaðkoma... Líður þér illa?” En hún var aftur fallin í dvala. „Mamma,” sagði Susan kjökr- andi. „Hvaðeraðþér, mamma?” „Vertu róleg,” sagöi William ákveðinn. „Viö verðum að stilla okkur. Það er það eina sem við getum gert.” Hann átti greinilega bágt með sig og augun voru dökk af ótta. „Heyröir þú þegar hún kom upp, pabbi? Hún hlýtur aö hafa komiö á meðan við vorum í Stratford og fariö beint upp til sín til þessaðhvíla...” Á sama augnabliki kvað við hringing frá dyrabjöllunni. „Læknirinn,” sagði William og honum létti augsýnilega. Læknirinn reyndist vera ótrú- lega ungur maður og ekki dæmi- gerður gamall fjölskyldulæknir eins og ég hafði helst búist við. Hann ýtti okkur rólega út úr her- berginu og við stóðum og biðum frammi á ganginum, þegjandi og öll í hnapp. Susan þrýsti sér upp að föður sínum. Dyrnar opnuðust aftur eftir stutta stund. „Viö verðum að fá sjúkrabíl,” sagöi læknirinn hrað- mæltur. „Hvar ersíminn?” „Hérna,” sagði William og flýtti sér að vísa lækninum að síman- um. Læknirinn hringdi og gaf fyrirmæli. „Sjúkrabíllinn ætti að vera kominn hingað eftir tíu mínútur,” sagöi hann. „Ég var búinn að vara hana við ef hún hugsaði ekki um mataræðið og tæki lyfin ekki inn reglulega.” „Lyfin,” endurtók hr. Manville og skildi ekki neitt í neinu. „En konan mín hefur ekki tekið nein...” Fjögurra daga martröð Dr. forbes HORFÐI undrandi á hann. „Frú Manville hefur þjáðst af sykursýki frá því í febrúar! Vissuð þér það ekki?” Hann leit hægt í áttina til Susan og Williams. „Það er þó merki- legt,” sagði hann. „Hvers vegna skyldi hún hafa haldiö þessu leyndu?” „Hún hefur ekki viljað valda okkur áhyggjum,” sagði hr. Manville loks. Dr. Forbes hristi höfuðið. „Nei, þaö vildi hún áreiðanlega ekki,” sagði hann og dæsti. „Látið mig vita þegar sjúkrabíllinn kem- ur.” William stöðvaði hann með því að leggja höndina á handlegg hans. „Er þetta alvarlegt?” „Það er alltaf hættulegt þegar sykursýkisjúklingar falla í dá,” svaraði læknirinn alvarlegur. Nú sló klukkan á skrifborðinu eitt högg. Klukkan var hálftíu. Það var næstum ótrúlegt að svona mikið skyldi hafa getaö gerst á einum einasta hálftíma. Þegar sjúkrabíllinn kom krafð- ist hr. Manville þess að fá að fara einn með konu sinni og dr. Forbes þaggaði niöur í William sem reyndi að mótmæla föður sínum. „Ég hringi strax og eitthvað er að frétta.” „Ég held ég fari og helli upp á kaffi handa okkur,” sagöi Susan þegar ekki heyröist lengur í sjúkrabílnum. „Við getum víst hvort eð er ekki sofnað. ” „Ég kem með þér,” sagði ég snöggt. Ég vildi ekki verða ein eftir hjá William. Warrior, sem hafði veriö úti á kvöldferðalagi sínu, kom og krafs- aði í eldhúshurðina og ég opnaði fyrir honum. Hann skokkaði á undan okkur fram í anddyriö. I gegnum hálfopnar dyrnar að bókaherberginu heyrðum viö William þagna snögglega og svo heyrðist hann leggja símtólið á. „Var þetta sjúkrahúsið?” spurði Susan óróleg. „Nei, það var einhver sem hafði fengið skakkt númer,” sagði hann bara. Mér datt allt í einu Brent í hug. Síminn haföi nú áreiöanlega verið í lagi í að minnsta kosti eina klukkustund en hann var ekki enn farinn að hringja. Ég ákvað þó aö nefna það ekki við þau hin. Nóg var komið af vandræöum. Viö drukkum kaffið þegjandi. Strax upp úr tíu hringdi síminn aftur. Susan, sem sat næst honum, þaut upp en William varð á undan henni. „Já,” svaraöi hann hrað- mæltur. „Já, við komum.... þetta var dr. Forbes,” útskýrði hann að nauösynjalausu. „Mamma er heldur verri.” TT R. MANVILLE beiö okkar í smáútskoti á sjúkrahúsganginum, sem notað var sem eins konar biðstofa hjá gjörgæslunni. Susan settist niður hjá honum, tók í hönd hans og þrýsti hana. Ég sá að hún barðist við að halda aftur af tárunum. Hratt fótatak heyröist á gang- inum og dyr opnuöust og lokuðust og allt í einu stóö dr. Forbes fyrir framan okkur. „Viö gerum það sem í okkar valdi stendur,” sagði hann. „En ástandið er mjög alvarlegt.” Höfuð hr. Manvilles seig enn dýpra niöur. Stúlka kom inn með f jórar plastkrúsir meö heitu tei en ekkert okkar hafði lyst á að drekka það. Mínúturnar liðu og urðu aö klukkustundum. Skömmu eftir miðnætti kom miðaldra maöur og settist hjá okkur. Hann sat þarna eins og steinrunninn og eftir nokkra stund kom stúlka og kallaði á hann. Hann kom ekki aftur. Mér varð ekki ljóst að ég hafði setið og haldið í höndina á Wiliiam fyrr en hann sleppi henni allt 1 einu til þess aö líta á úrið sitt. Hálffjögur. Fjögur.... „Hún er úr allri hættu! ’ ’ Grátt dagsljósiö smeygði sér inn á milli gardínanna og féll á þreytulegt andlitið á dr. Forbes. Það var ekki vottur af brosi í augum hans. Ég heyröi að Susan var farin að gráta af eintómum létti, eða var það kannski ég sjálf. Hr. Manville reis á fætur og þaö var bæöi auðmýkt og viröing í hreyfingum hans þegar hann rétti lækninum höndina. „Þakka yður fyrir,” sagði hann einfaldlega. „Þökkfyrir. . . ” Læknirinn tók í hönd hans. „Það versta er sannarlega liöið hjá en hún er mjög veikburða og veröur hér að minnsta kosti í nokkra daga. Nú sefur hún og ég held þið ættuð að fara heim og leggja ykkur líka. Allar breytingar verða til hins betra úr þessu.” Hann 38 Vikan 25. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.