Vikan


Vikan - 24.06.1982, Side 40

Vikan - 24.06.1982, Side 40
Framhaldssaga veifaöi hendinni til stúlku sein gekk fram hjá. „Gefiö hr. Manville eitthvert létt svefnmeöal.” "Stuikan kom aftur meö nokkrar miar töflur í brúnum poka og dr. Forbes fylgdi okkur til dyranna. „Ég bið um aö hringt veröi til ykkar um níuleytið. Nægir þaö?” SÖLIN VAR KOMIN hátt á loft þegar ég vaknaði og klukkuna vantaði tíu mínútur í eitt. Þaö hlaut aö vera langt síðan hringt haföi verið frá sjúkrahúsinu. Samt haföi enginn vakiö mig svo allt hlaut aö vera í lagi. Eg klæddi mig í fljótheitum og fór niður til þess aö skyggnast um eftir hinu fólkinu. Þegar ég var komin hálfa leiö niöur stigann heyrði ég mér til mikils léttis rödd Williams frá bókasafninu og flýtti mér þangað. Ég snarstansaöi þegar ég kom á þröskuldinn. Brent stóð þarna inni á miöju gólfi, í sólargeislanum frá glugganum, líkastur leikara á sviði og bak viö hann stóöu Willi- am og Susan eins og þegjandaleg- ir aukaleikarar. Susan veitti mér fyrst eftirtekt. „Gott aö þú skyldir koma,” sagöi hún og henni leið greinilega ekki sem best. „Brent var að koma rétt í þessu en hann vildi ekki byrja á sögunni fyrr en þú værir komin líka.” „Frú Manville?” sagöi ég spyrj- andi og það var eins og heilinn vildi ekki viðurkenna nærveru Brents fyrr en öðrum áhyggjum mínum hefði veriö vikiö frá. „Hún er komin úr allri hættu," svaraöi William. „Viö förum og heilsum upp á hana klukkan þrjú. Komdu, viö skulum fá okkur sæti. Nú erum viö öll mætt,” bætti hann við og þaö var ekki hægt að greina sama óróleikann í rödd hans og veriö hafði hjá Susan og heldur ekki spenninginn eöa eftirvænt- inguna hjá sjálfri mér. Þaö var einna líkast því sem hann vissi fyrir hvaö Brent ætlaði að segja, engu líkara en aöeins yröi endur- tekið þaö sem hann þegar vissi. „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á aö byrja,” sagöi Brent hægt. „Þaö hefur svo margt gerst og allt er svo ruglingslegt....” „I guðanna bænum, Brent,” hrópaöi Susan upp yfir sig hvellri röddu. „Vertu ekki aö kvelja okkur aö ástæðulausu. Hvers Fjögurra daga martröð vegna hvarfstu í burtu af hótelinu? Og hvað varstu aö gera í Stratford í gær? Hvers vegna komstu ekki hingað? Þú varst búinn aö lofa aö segja okkur þetta þegar Kristy væri komin?” bætti hún svo viö í ásökunartóni. Hann rétti úr sér og mér fannst sem ísköld hönd gripi um mig þegar ég sá hann líta í áttina aö myndinni af Ross. „Það er best viö byrjum þá í Frakklandi,” tautaði hann fyrir munni sér. Hann leit niöur fyrir sig og síðan beint á mig. „Ross er lifandi,” sagöi hann. „Og ég er bú- innaðhitta hann.” etta voru orðin sem ég haföi þráö aö heyra, orðin sem ég var búin aö vonast eftir aö einhver segöi viö mig þessar löngu og skelfilegu nætur sem liðnar voru frá því ég hafði fengið fyrsta bréfiö. Nú heföi þetta átt aö veröa hamingju- ríkasta augnablik lífs míns en þess í staö var ég óróleg, þótt ég skildi ekki hvers vegna, og um leið var ég reiö. Þá tilfinningu skildi ég betur. Eg var reiö í garö Ross. Reið út af þessari tilgangslausu þögn hans. Hvernig haföi hann af yfirlögðu ráöi getaö fengiö sig til þess aö láta okkur öll þjást svona mikiö? Hugsanirnar snarsnerust í höföinu á mér. Svo heyrði ég hálfkæföa rödd Susan: „Er þetta satt, Brent... ER þetta í raun og veru satt? Ég trúi þessu tæpast.” Hún vaföi mig örmum og grét og hló, og grét svolítiö meira, en sjálf gat ég ekki hlegiö vegna þess hve órótt mér var innst inni. Ég leit til Williams yfir höfuö Susan. Hann sat og studdi olnbogunum á hnén og höfuðið hvildi í höndum hans. Það var líkast því að hann fyndi aö ég horfði á hann því nú leit hann allt í einu upp og augu okkar mættust. Ég leit undan. „William, nú séröu að við Kristy höföum á réttu aö standa,” byrjaði Susan sigri hrósandi og ég reyndi að depla augunum til þess aö stööva táraflóöið. „En hvers vegna geröi hann þetta og hvar er hann? Hvers vegna er hann ekki hérna á þessari stundu?” bætti hún viö hálfrugluðá svipinn. „Hann kemur eftir nokkra daga,” sagði William svolítið undarlegur í röddinni eins og hann væri aö reyna aö hafa hemil á sjálfum sér og reyndi nú aö vera hinn rólegasti. „Brent hringdi í mig í gær,” bætti hann viö. „Þess vegna veit ég þetta.” Síödegis í gær. . . eöa í gærkvöldi, hugsaöi ég með sjálfri piér. Ég minntist þess þegar William haföi flýtt sér aö leggja símtóliö á þegar við komum að honum í símanum. Susan horföi grunsemdaraugum til skiptis á William og Brent. „Er eitthvað að?” spuröi hún vandræöaleg. „En vina mín, hvað ætti svo sem aö vera aö?” Brent dró hana upp úr stólnum og kyssti hana. „Þetta hef ég þráð aö mega gera í marga daga,” sagði hann brosandi. „Þú hefðir haft tækifæri til þess strax í gær,” svaraði hún óróleg. „Hvaða feluleikur var þetta á þér íStratford?” „Það var enginn leikur,” sagði hann alvarlegur í bragði. „Það var allt út af Ross. En hann vill helst fá aö útskýra þetta allt fyrir ykkur sjálfur þegar hann kemur.” "M' IÐURBÆLT óp barst ’ til okkar frá dyrun- um. Hr. Manville stóö þar ösku- gráríframan. „Hvað er þetta með Ross?” stundi hann upp. William flýtti sér til hans en Brent varö á undan honum. Hann tók undir handlegginn á honum og leiddi hann að stól. Hr. Manville horföi skilningssljór á hann. „Er það satt?” hvíslaði hann og þoröi ekkiaðtrúa. „Já, hr. Manville. Þaö var ekki Ross sem fórst í bílslysinu.” Hann hallaði sér meö erfiðismunum aftur á bak í stólnum. „Ég skil þetta ekki,” muldraöi hann. En hægt og hægt sá ég hvernig glaðnaði yfir honum. „Ross er lifandi,” sagöi hann undrandi. „Sonur minn lifir! En hvar er hann, Brent? Hvers vegna er hann þá ekki hérna?” Brent studdi hendinni á öxl hans. „Ross er búinn aö vera veikur og þess vegna lét hann ekki heyra frá sér.” „Ég skil,” sagöi hr. Manville lágt og þaö var eins og orö Brents heföu einhverja sérstaka þýðingu. „En hann kemur þó hvaö sem öðrulíður?”bættihannviö. i p Framhald i næsla bladi. I_____i Skreytingar og gjafavörur við öll tæki- fœri v- «*-. * 2 Blónnihúöm vor Austnrveri Sími 84940

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.