Vikan


Vikan - 24.06.1982, Side 51

Vikan - 24.06.1982, Side 51
Höggí andlitið Kæri draumráðandi: Eg ætla að biðja þig um að ráða eftirfarandi draum: Mér fannst ég vera stödd t húsi vinkonu minnar, en þó var hún ekki þar. Eg vissi að inni var fullt af fólki og allt inni í herbergjunum og enginn sást. Mér fannst þetta fólk vera að horfa á bíómyndir (ath. ekki video). Svo kom allt þetta fólk fram og streymdi út og varðþar troðningur. Þá sá ég þar mann (rauðhærðan) ásamt tveim börnum, sem kona hans á, dreng og stúlku. Maðurinn leiddi strákinn en ekki stúlkuna. Þá hras- aði litla stúlkan (henni var hrint) en fósturfaðir henn- ar og bróðir voru komnir fram í dyrnar. Maðurinn leit aftur fyrir sig og reiði- svipur kom á hann. Hann sleppti drengnum sem barst með straumnum og út á stétt. Maðurinn fikr- aði sig aftur upp og þreif í handlegg stúlkunnar, kippti henni upp og var mjög harðhentur. Hann dró hana til dyra þar sem ég stðð. Eg horfði fast á hann og sýndi honum fyrirlitningu og andúð. Hann snarstansaði og leit reiðilega á mig. Hann sleppti stúlkunni og hélt allt í einu á svartri gúmmílengju (eins og er við dyrnar innan í bílum) og sló mig með henni þvert yfir andlitið. En ég biá ekki r^semi minni (í daglegi lífi er ég fljót upp) eldur tók ég lengj- una hægt og rólega úr hendi hans og þurfti ekki einu sinni að toga. Síðan tók ég um hann og skellti honum f gólfið og þar lá hann. Ég gekk út, lét börnin leiðast og sagði drengnum að gæta systur sinnar. Svo bara allt í einu var ég komin inn í lítið hús og á veggjum var viður, fura, og í eldhúsinu var innréttingin úr dökkum viði. Þar bjó kona, vin- kona vinkonu minnar sem býr í húsinu. Hún átti dökkhærða dóttur með dökk augu. Hún (stúlkan) var mjög falleg. Mér fannst hún heita Sara og vera átta ára. Móðirin hirti mjög lítið um hana og var ekki heima en ég var að passa hana. En hún var hlédræg og sagði ekki orð við mig. Svo var ég komin út og var að ganga niður smábrekku þegar ég mætti rauðhærða manninum og konu hans og leiddu þau börnin á milli sín. Öll voru þau brosandi og ánægð, sérstaklega konan. Þar með endaði draumur- inn. Stella. Báðir hlutar draumsins endurspegla sterka ábyrgðartilfinningu sem þú hefur í vökunni og stjórnar miklu í lífi þínu. Fyrri hlut- inn boðar þér talsverðar sviptingar í tilfinningalíf- inu og verða þær nú alveg á næstunni. Þar er mikil- vægt að halda stillingunni undir öllum kringumstæð- um. Hjónin í draumnum geta átt von á áframhald- andi erfiðleikum sem verða erfiðari viðureignar eftir því sem lengra líður. Litla stúlkan í síðari hluta draumsins er svo einungis árétting þess sem fyrr er komið fram. Allt um ungbarn Kæri draumráðandi. Mig dreymdi að ég væri búin að eignast barn. Eg hafði verið svo veik á spítalanum að ég fékk ekki að taka barnið með mér heim en þarna var ég á leiðinni að sækja það. Mér fannst ég vera mjög þreytt og veik ennþá. Eg gekk inn um dyrnar á spítalanum og var þá stödd í barnafataverslun sem var ætluð til að kaupa föt á börn áður en farið væri heim með þau. Eg fór í gegnum verslunina og niður hringstiga og þar voru mörg barnarúm. Hjúkrunarkona kom til mín og ég sagði henni að ég héldi að dóttir mín væri þarna en ég hafði aldrei séð hana sjálf. Konan gengur að einu rúminu og tekur upp stóra stelpu me>ð mikið hár en það var ekki mín stelpa. Hún lá undir þeirri fyrri og var minni og með minna hár. Eg tók barnið mitt, fór með það upp og ætlaði að kaupa eina bleyju, buxur og galla. Þá birtist vinkona mín og lét mig kaupa nokkrar bleyjur, fernar nærbuxur Draumar og galla. Síðan fór hún heim með mig og ég lagð- ist í rúmið hennar og barnið mitt setti ég í rúm barnsins hennar. Þá birtist bróðir mannsins míns, klæddi barnið úr öllum fötunum og lét það liggja þannig. Svo fór hann að kyssa mig. Mér fannst ég vakna upp í draumnum og fannst ég yrði að hringja í mömmu og biðja hana að ráða drauminn fyrir mig. Svo vaknaði ég fyrir alvöru og nú langar mig að vita hvort þetta þýðir eitthvað sérstakt. Með þakklæti. E.H. Einhvern veginn finnst draumráðanda að þessi draumur endurspegli kvíða og áhyggjur í vökunni (ef til vill ómeðvitaðar). Sé þessi draumur hins vegar ráðinn sem tákndraumur er ýmislegt framundan og ólíkt, bæði góð heilsa (veikindi þín og þreyta) og eins óþægindi og jafnvel veikindi. Eins og þú sérð er þetta ekki vel rökrétt og þess vegna engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af því. Hins vegar ber þessi draumur það glögglega með sér að þér hættir til að ofgera þér og reyna allt of mikið á þig og það kemur mjög illilega niður á þér fyrr eða síðar svo full ástæða er til að hvetja þig til að taka ekki meira að þér en þú veldur og vega og meta hvað skiptir máli, oft er fólk að þreyta sig á því sem vel má sleppa. Það virðist lítil hætta á að þú verðir aðgerðalaus samt og þú skalt forðast leiðindi og sálrænt álag (nöfnin í draumnum bera vott um sviptingar í skapferli). Z5. tbl. Vlkan 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.