Vikan


Vikan - 24.06.1982, Page 63

Vikan - 24.06.1982, Page 63
Pósturinn það. Ég vissi ekki að þau vceru saman, hann sagði mér alltaf að þau vceru bara vinir (en nú segir hann að ég hafi alltaf vitað það). Nú er hann svo byrjað- ur með stelpu sem er aðeins 15 ára, en hann er 22 ára, og nú segist hann vera ást- fanginn og ég heldað hann sé það því síðastliðna laug- ardagsnótt sváfum við saman (hann var fullur og ég líka). Þegar við vorum búin að hafa mök þá sagði hann allt í einu að hann sæi eftir þessu og hefði haldið að þetta vœri hún. Eg var alveg orðlaus ífyrstu og mjög særð en að lokum kom ég því út úr mér að ég skyldi skoða minn gang og reyna að hjálpa honum með því að stíga fast á bremsuna og neita öllu. Og að lokum sagði ég við hann að ég ðskaði að þetta myndi ganga hjá honum og hann sagði að ef þetta gengi ekki hjá honum yrði hann brjálaður því hann gæti ekki verið einn. Þannig er að ég tel mig vera hrifna af honum en ég vil ekki viðurkenna það fyrir sjálfri mér né öðrum. Ég er að leika mér aðþvíað kvelja sjálfa mig á þessu með því að telja mér trú um að ég fái hann aftur (allan) og allt muni nú blessast og ég nota hvert tækifæri aðeins til að sjá hann. (Bölvuð vitleysa). En núna er ég hrædd, ég held að ég sé búin að missa hann fyrir fullt og allt. Ég bý í lítilli íbúð í Reykjavík en hann í þorpi skammt frá. Eg lifi eins og ég vildi alls ekki lifa. Eg vinn frá 9—5, fer síðan beint heim að sofa og sef þar til ég á að mæta í vinnu næsta morgun og mér finnst ekki taka því að elda ofan í mig eina. Það er ekki furða að maður missi lífsviljann. Eg er búin að gera tvær tilraunir til þess að binda enda á þetta allt saman en árangurslaust. Þótt ég viti að þetta er ekki rétta leiðin Jæ ég samt svona köst. Eg er búin að fara til læknis og fékk töfl- ur, magamjólk og var send í myndatöku (sem ég er ekki búin að fara í en ég held að þessar magatrufl- anir stafi af öllu þessu, það er stressi). Eg er þar að auki að missa íbúðina, á ekki fyrir annarri og get ekkcrt farið. En hvernig á ég að hætta að kvelja mig ? Eg hef kynnst öðrum fiskum í sjónum en alltaf þegar það er komið á visst stig er ég hrædd U7n að verða særð aftur og losa mig við þá og vonast eftir hinum til baka. Eg vona að ég fái gott ráð við vandan- um. Kveðja, Sporðdrekinn. Það er ekki óeðlilegt að þú þjáist af slæmu þung- lyndi vegna alls þessa, en vertu viss um að með þinni eigin hjálp gengur þetta yfir. Til þess að þú getir læknast af þunglyndinu verðurðu sjálf að uppræta orsakirnar, sumsé samband þitt og tilfinningar til um- rædds manns. Það er ljóst að þú berð miklar og sterk- ar tilfinningar til hans, en þær eru greinilega ekki endurgoldnar. Eftir því sem þú lýsir aðstæðum er vafamál hvort maðurinn er margra tára virði. Póstur- inn er á þeirri skoðun að manninum finnist ágætt að koma til þín svona þegar illa stendur á fyrir honum en vill sjálfur ekki gefa neitt af sér eða fórna einu eða neinu. Hann vill sumsé hafa sína hentisemi og það kann ekki góðri lukku að stýra ef það er ævinlega á kostnað annarra. Þú vilt ekki deila honum með öðrum, er það? Varla, því það virðist hafa í för með sér mikið sálrænt álag fyrir þig og getur haft slæmar afleiðingar í för með sér þegar til lengdar lætur. Oft er það þannig í lífinu að fólk verður að taka þýðing- armiklar ákvarðanir og þær ekki ánægjulegar, ákvarð- anir sem hafa í för með sér mótlæti og fórnir í fyrstu en verða til góðs þegar lengra er litið. Það þarf staðfestu og dugnað til þess að gera slíkt en enginn getur gert það fyrir mann. Það er betra að taka af skar- ið strax heldur en láta reka á reiðanum þar til allt er komið í óefni. Pósturinn ráðleggur þér að slíta þegar í stað sambandinu við þennan mann. Það verður ef til vill erfitt en tíminn læknar öll sár. Þú segist eiga erfitt með að vera með öðrum mönnum og því er ef til vill rétt að þú festir þig ekki í neinu sambandi á meðan þú er ert að jafna þig og trúin á sjálfa þig eykst á ný? Fólk verður allt- af að reiða sig fyrst og fremst á sjálft sig, mann- eskjan verður fyrst og fremst að læra að lifa með sjálfri sér áður en hún getur bundið traust samband við aðra. Reyndu að dreifa hugan- um, stelpa, en grafa þig ekki inni í eigin holu. Áttu ekki einhver áhugamál? Það hlýtur að vera. Hafðu meira samband við vinkon- ur þínar og vini. Þú verður sjálfrar þín vegna að hafa þig upp úr þessu, þótt það kosti fórnir, og gangi þér sem best. Skop Z5< tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.