Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 14
Álfheiður Steinþórsdóttir sálf ræðingur:
Hvað ræður makavali?
Enn i dag er mjög algengt að ungt fólk trúi því að einhvers
staðar bíði alveg sórstök manneskja sem því er ætluð, sú
eina rétta. Ef til vill er þetta arfur frá þeim tíma þegar for-
eldrar og aðrir ættingjar ákváðu ráðahag barna sinna. Þó sá
siður hafi að mestu lagst af í okkar þjóðfélagi eru áhrifin
enn fyrir hendi. Þau koma fram í trúnni á örlögin sem
ákveða allt fyrirfram á einhvern óútskýranlegan hátt sem
öllum berað virða.
í reynd er makaval mjög fíókið. Margir þættir fíéttast
saman og hafa áhrifá hvernig til tekst. Sem dæmi má nefna
mótun í bernsku, tengsl við foreldra og systkini, menntun,
starf og persónuleika. Lítum á nokkur atriöi sem hafa áhrif
á makaval.
Maki sem fyrirmynd
Allir eiga sér drauma og hug-
sjónir um hvernig þeir mundu
vilja vera og reyna það sem þeir
geta til að líkjast fyrirmyndinni
sem þeir hafa innra með sér. En
fyrirmyndin er oft langt frá raun-
veruleikanum og þaö getur verið
erfitt eöa næstum ómögulegt að ná
markmiðinu. Að vera ööruvísi en
maður vildi vera skapar hins
vegar innri spennu og veldur van-
máttarkennd. Ein leið til að vera
ánægðari með sjálfan sig er að
leita að maka sem hefur þessa
eiginleika.
Margir sálfræðingar halda því
fram að úr þessum jarðvegi verði
til mörg ástarsambönd.
Við getum nefnt konu sem leitar
aö öruggum og sterkum manni
sem getur vemdað hana af því
henni finnst hún svo oft hrædd og
óörugg. Þetta getur gengið ágæt-
lega ef maðurinn sem hún finnur
hefur einmitt þörf fyrir óörugga
konu aö vernda. En oft er ekki allt
sem sýnist og málin vandast ef
hann hefur innst inni þörf fyrir
að vera ekki svo stór og sterkur
heldur vill að hún geti tekið yfir-
höndina. Þá reynir á hvort hlut-
verkin geta breyst eða hvort þarf-
irnar í makavali eigi rót að rekja
til taugaveiklunar.
Annað vandamál með val á
þessum forsendum er öfund. Hér
er átt við að sá sem velur maka
með eiginleika sem hann sjálfan
vantar verður gjarnan öfund-
sjúkur og afbrýðisamur þegar
fram í sækir yfir að hafa ekki
sjálfur þessa eiginleika. Kona sem
lítur mjög upp til eiginmanns síns,
af því hann kann og getur svo
margt sem hún ræður ekki við, sú
kona heldur áfram að hafa van-
máttarkennd — nema að því eina
leyti aö hún er konan sem þessi
maður valdi fyrir maka. Hún
veröur gjarnan mjög háð honum
en um leið hrædd um að missa
hann. Þegar til árekstra kemur í
sambúðinni getur hún orðið mjög
afbrýðisöm.
Til eru einnig þeir sem hafa svo
háleitar fyrirmyndir að þeir geta
aldrei fundið neinn sem gæti
uppfyllt kröfurnar. Lítil lífs-
reynsla og óraunhæfar hugmyndir
um aðra liggur hér oft að baki en
stundum er ástæðan sú að við-
komandi hefur fengið þá hugmynd
í uppeldinu að hann sé svo sér-
stakur og sjaldgæfur að ekki sé
líklegt að nokkur gæti hæft svo
einstökum persónuleika.
Maki í stað foreldris
Það hefur lengi verið vit-
að að fyrsta ást barnsins hefur
úrslitaáhrif á síðari ástar-
sambönd. Ast foreldra á barni
sínu er yfirleitt svo djúpstæð og
langvarandi að hún mótar bamið
alla þess ævi. Það er því oft eðli-
legt að taka mið af foreldri af
gagnstæðu kyni þegar maki er
valinn. Það er sá einstaklingur af
hinu kyninu sem hefur haft mesta
tilfinningalega þýðingu hingað til.
Ef viðbrögð föður við dóttur hafa
einkennst af hlýju og hvatningu
fær hún sjálfstraust í tengslum við
aðra karlmenn seinna meir. Um
leiö hefur hún þörf fyrir að
makinn sem hún finnur sé hvetj-
andi og ástúðlegur við hana.
Að velja einhvern sem hefur
líka eiginleika og foreldri á sér-
staklega við um mjög ungt fólk
sem enn er tengt foreldrum sínum
sterkum böndum. Þá getur
makinn brúað bilið á milli for-
eldrahúsanna annars vegar og
fullorðinslífs í hjónabandi hins
vegar.
En áhrif foreldra á val barna
þeirra geta verið fullmikil. Þetta á
einkum við um fullorðna einstakl-
inga sem eru svo háðir foreldrum
sínum og fastir í barnshlutverkinu
að þeir vilja ekki búa með öðrum
en þeim sem geta veitt umhyggju,
hvatt til dáöa og huggað þá eins og
börn. Slíkir einstaklingar koma
gjarnan úr fjölskyldum þar sem
þeir hafa verið verndaðir um of
frá smábarnsaldri. A fullorðins-
árum hafa þeir síðan lítið þol í
samskiptum við aðra og þora ekki
aö fara út í kaldan raunveru-
leikann.
Ef samband barns við foreldri
hefur einkennst af vonbrigðum og
ástleysi er á sama hátt algengt að
valinn sé maki sem hefur allt aðra
eiginleika en foreldri — er
andstæða þess. Slík sambönd geta
oft verið erfið vegna þess að
óánægjan sem varð til á
uppvaxtarárunum er enn fyrir
hendi hjá þeim sem var van-
ræktur. Slíka óánægju er sjaldnast
hægt að leysa með því að finna
einhvern sem er öðruvísi en móðir
eða faðir voru í uppvexti. Þau
vandamál verður einstakl-
ingurinn að takast á við sjálfur
enda valda sambönd sem byggð er
á slíkum forsendum sjaldan
hamingju til lengdar ef ekkert er
að gert.
Systkini hafa áhrif á
makava/
Því hefur oft verið lítill gaumur
gefinn að flest böm alast upp í
14 Vikan l.tbl.