Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 44
Framhaldssaga
urríki. Og það skyldi ég gera á
eigin spýtur. Þegar ég kæmi aftur
til London, ætlaöi ég aö gera mitt
til að eignast nýja vini. Eg gæti til
dæmis sótt námskeið í jóga,
keramik, leiklist, farið í kór, dust-
aö rykiö af golfkylfunum. . .
Ég skipti um föt og gekk síðan
til lestarstöðvarinnar. Lestin fór
til Innsbruck tíu mínútur yfir
heila tímann, svo að ég var á rétt-
um tíma. Ég fór göngustíginn og
var svo niðursokkin í framtíðar-
áætlanir mínar, að ég mundi ekki
einu sinni skelfinguna, sem ég
hafði upplifaö, þegar ég hljóp eftir
þessum sama stíg kvöldiö áöur.
En svo sá ég manninn með apa-
andlitið. Hann stóö og beið eftir
lestinni ásamt nokkrum öörum.
Hann leit undan þegar hann varð
þess var, að ég haföi séð hann.
Svo virtist sem ég þyrfti síst af
öllu að búast viö því að vera látin í
friði þessa daga, sem eftir voru í
Austurríki. Allt í einu fannst mér
fáránlegt að vera að velta vöngum
yfir frístundadútli, þegar ég kæmi
aftur til London, þegar hér í
Austurríki var fullt af mönnum,
sem af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum höfðu svo óþægilega
mikinn áhuga á því, sem ég tók
mér fyrir hendur hér og nú.
- 0 -
Maðurinn með apaandlitið sett-
ist þó aö minnsta kosti ekki í sama
klefa. Mér létti. Tilviljanirnar eru
svo margar í lífinu. Austurríki er
frjálst land, og maðurinn átti full-
an rétt á því að feröast milli
Kirchwald og Innsbruck, þegar
honum bauð svo við að horfa, og
sækja krána við háskólann, ef hon-
um sýndist. Þaö var heimskulegt
af mér að sitja hér í þessari litlu
lest og hugsa ekki um annað en
sjálfa mig, þegar sólin glampaði
og snjórinn glitraði og Innsbruck
beið í allri sinni dýrð. Úr því ég
var hingaö komin, var eina vitið
að skoða sig rækilega um og
gleyma öllu öðru.
Innsbruck er stórkostleg borg.
Þegar ég reikaði um götur gamla
borgarhlutans kvöldið áður í fylgd
Stephens, hafði mér virst boga-
göngin og þröngar göturnar svo
dæmigerö fyrir miöaldastílinn. Nú
um hábjartan daginn gafst mér
tækifæri til aö sjá, hvernig borgin
hafði veriö endursköpuö á 18. öld.
Satt var það, að Maria Theresia
keisaradrottning hafði Innsbruck
ekki sem höfuðborg eins og fyrir-
rennarar hennar, Habsborgararn-
ir, en til allrar hamingju fyrir
eftirkomandi kynslóðir hafði hún
gefið henni andlitslyftingu á tím-
um grósku á sviði húsagerðarlist-
ar og skreytinga.
Aöalgatan, Maria-Theresien-
Strasse, er stutt, en breið og stór-
glæsileg. Viö suðurenda hennar er
stór sigurbogi, sem keisaraynjan
lét reisa í tilefni af brúökaupi son-
ar síns og spænskrar prinsessu.
Sjálfur boginn er nógu fallegur, en
það, sem hrífur augaö mest, er
bakgrunnurinn, sem varla á sinn
líka í öllum heiminum, nefnilega
Nordkettefjöllin. Þennan morgun-
inn var hvítur veggur fjallanna að
baki sigurbogans eins og teiknað-
ur á ótrúlega bláan, heiðskíran
himininn.
Ég gekk undir bogann og fann
einkennilega sterkt til smæðar
minnar. Fjöllin afmarka norður-
enda Maria-Theresien-Strasse.
Báöum megin götunnar eru há
hús, samræmd og virðuleg, byggö
í 18. aldar stíl. Á neðstu hæðum
þeirra eru nú verslanir, og fyrir
ofan verslanimar eru freskur í gul-
um og bleikum og fjólubláum og
'grænum litum. Öðrum megin
götunnar er höll í barokkstíl, hin-
um megin kirkja, hvort tveggja
hinar fegurstu byggingar, báöar
með hvolfþökum. Um miðbik
götunnar er hvít marmarasúla,
reist til minningar um frækilega
vörn Innsbruck gegn innrás Bæj-
ara snemma á 18. öld. i toppi súl-
unnar trónir madonna með geisla-
baug, geysistór stytta á hæö við
nálæga kirkju, en smá í saman-
burði viö stórfenglegan fjalla-
vegginn.
Þegar kom framhjá súlunni,
þrengdist gatan skyndilega.
Framundan var Altstadt með sín-
um krókóttu göngugötum og
miöaldabyggingum. Lengra í
burtu endaði aðalgatan á litlu
torgi, og þar gat aö líta „gullna
þakið”, skrautlegar, yfirbyggöar
steinsvalir, sem Maximilian keis-
ari notaöi sem stúku, þegar hann
horfði á götuleikhús. Þakið, sem
skýlt hefur stúkugestum gegn
veðri og vindum, er lagt gylltum
kopar. Snjónum hafði verið sópað
af þakinu, og ég slóst í hóp túrist-
anna, sem stóöu á torginu og
störðu opinmynntir á dýröina.
Þegar ég stóð þarna og horfði meö
ofbirtu í augunum, fannst mér
beinlínis dónaskapur að efast um
r
J\Iate§
Biingiiig lásliion
lo a nnifiimi world
SJÚKRASKÓR
Nauðsynlegir þeim sem vinna við mikið fóta-
álag, t.d. á sjúkrahúsum og í vers/unum
Sjúkraskór
fást
nú í
litum
Innlegg sem fellur sérstaklega
vel að.
Handsaumaðar
mokkasíur.
Skinnið innan í skónum
dregur úr raka.
Ekta mokkasiur.
/
Fyrsta flokks leður.
Sérstaklega mjúkir sólar sem
draga úr álagi á fótum við vinnu.
SENDUM í
PÓSTKRÖFU
Ifemediahf.
BORGARTÚN 20
SÍMI27511