Vikan


Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 51

Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 51
Ljóshærður strákur Kceri draumráðandi. Mig langar að leggja fyrir þig einn draum. Hann er svona. Eg hafði kynnst Ijós- hcerðum strák með dökkar augabrýr nokkrum dögum fyrir jól í draumnum (ég þekkti þá ekki strákinn). Um jólin gaf hann mér hjólaskauta í jólagjöf þó ég þekkti hann lítið. Eg man að ég var mjög glöð yfir því. Svo man ég það að ca tíu krakkar voru að labba niður Laugaveginn og var ég með krökkunum og þessi Ijós- hcerði strákur. Þegar við vorum búin að ganga niður hálfan Laugaveginn drógumst við aftur úr (ég og hann) og teygðum hendurnar í áttina hvort til annars og það endaði með því að við fórum. upp t stórt tré og fórurn að kyssast. Þá vaknaði ég. Eg vil taka það fram að tveim mánuðum seinna kynntist ég þessum strák og er mjög hrifin af honum. Með fyrirfram þökk, Ast og spurningarmerki. Þig hefur greinilega yerið að dreyma fyrir kynnum ykkar og ég verð að hryggja þig með því að ekkert í draumnum bendir til þess að ykkur séu ætluð nánari kynni. Draumurinn fjallar bara ekki um það. Hins vegar sakar ekki að reyna — og vona. Draumurinn er hins vegar fyrir því að þú standir þig vel á einhverju sviði og þú getur allt eins búist við að það sé sama svið og strákur- inn í draumnum hefur lagt fyrir sig (íþrótt, tóm- stundagaman, nám eða eitthvað annað). Ef til vill liggja leiðir ykkar saman í gegnum það sem ykkur lætur best að vinna að og dugnaður ykkar gerir ykkur að minnsta kosti mest gott og ekkert illt. Gullhringir Kceri draumráðandil Eg cetla að biðja þig að ráða þennan draum sem mig dreymdi um daginn. Eg bið þig vinsamlegast að birta engin nöfn. Og ég ætla að vona að hún Helga taki ekki við þessu bréfi. Hér kemur draumurinn: Það kom til mín karl- maður með gjöf og það voru 5 eða 6 gullhringir í kassa. Þeir voru allir sléttir og misjafnlega stórir. Sá fyrsti var stærstur og þeir fóru minnkandi niður úr. Jæja, ég mátaði þann fyrsta og hann var alltof stór á mig, mér fannst hann ná annaðhvort utan um tvo putta eða næstum alla puttana. Eg man það ekki alveg, alla vega var hann alltofstór. Annar hringurinn var heldur minni en samt of stór. Sá þriðji passaði. Hinir hringirnir urðu eftir í kass- anum. Svo fannst mér að ég mætti velja mér snúru fyrir framan hringinn, með mörgum steinum eða bara tveim steinum. Og ég valdi þá sem var með tveim steinum. Litirnir á steinun- um voru annaðhvort bláir eða grænir. Mig minnir samt að þeir hafi verið blá- ir. Eg setti snúruna fyrir framan hringinn og mér fannst þessi strákur gefa mér aðra gjöf og það var armband við hringinn. A borðinu stóð stðrt ilm- vatnsglas sem var opið. Eg man að vökvinn var gulur á lit en ég notaði það aldrei. Eg man ekki meira af draumnum. Gunna. P. S. Hvað merkir að dreyma karlmann, sem er í raun Ijóshærður, dökk- hærðan, með skalla ofan á hausnum og með svarta barta upp við eyrun. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Þetta eru nú meiri heilla- draumarnir hjá þér. Gaman að fá svona albjarta drauma í þáttinn. í skemmstu máli má segja að draumarnir fjalli um ástir __________ Draumar og hjúskap. Flest bendir til að fimm menn felli hug til þín og sá þriðji í röðinni verði maðurinn þinn (eða sé) en hinir tveir, sem á eftir koma, verða ekki einu sinni með á listanum hjá þér, óvíst að þú munir vita af þeim. Sá sem í draumn- um er kemur líklega ekki inn í þessa mynd því óvíst er að þú þekkir manninn þinn fyrr en rétt áður en af hjónabandi verður. Þú verður sem sagt ástfangin af ókunnum manni (eða hefur orðið — draumráð- anda sýnist á skriftinni að þú eigir þetta allt eftir). Ilmvatnið er einnig heilla- tákn og þú mátt búast við heppni í fyrirætlunum þín- um ef þú sýnir forsjálni og fyrirhyggju en vera má að þú ráðist ekki í það sem gæti tekist vel og þá er engu um að kenna nema áhugaleysi þínu. Athugaðu það og treystu dómgreind þinni en flanaðu ekki að neinu. Hvað skallann og dökka hárið varðar táknar það aðallega að maðurinn sem í hlut á á til dekkri hliðar en þú þekkir en hins vegar er þessi draumur honum fyrir engu nema heilbrigði. 1. tbl. Víkan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.