Vikan


Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 45

Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 45
sannleiksgildi þeirrar sagnar, aö þakið væri í raun og veru úr gulli. Ég sneri aftur eftir Maria- Theresien-Strasse. Annaöhvort var ég búin að fá mig fullsadda af húsagerðarlist í bili, eða ég var einfaldlega orðin glorhungruð. Það var komið langt fram yfir venjulegan hádegisverðartíma. Ég átti enn eftir aö skoða Hofburg- höllina og keisarakirkjuna og gröf Maximilians keisara, en mér fannst ég ekki hafa orku til þess fyrr en ég heföi fengiö mér ein- hverja næringu. Ég var ákveðin í að láta ekki ginnast inn á dýru túr- istastaöina í Altstadt, og ekki þoröi ég að fara á sömu slóðir og kvöldið áður af ótta við að rekast á Stephen, en ég vonaðist til að finna einhvern lítinn og tiltölulega ódýr- an matsölustað í hliðargötu út frá Maria-Theresien-Strasse. Ég gekk eftir gangstéttinni við aðalgötuna. Flestir hinna vegfar- endanna gengu sem næst búöar- gluggunum til að viröa fyrir sér þaö, sem á boðstólum var. Ég gekk hins vegar utarlega og skim- aði í allar áttir. Brátt sá ég hliðar- götu, sem mér leist vel á, hinum megin Maria-Theresien-Strasse. Ég nam staðar og beið stundar- korn á gangstéttarbrúninni eftir því að skarð rofnaði í umferðina. Og þá gerðist þaö. Það gerðist svo snöggt, að ég hafði varla tíma til að reka upp bofs. Gatan var auð. Ég steig tvö skref út á hana, og stór, hvítur Mercedes Benz, sem stóð skammt frá, tók skyndi- lega af stað. Ég hikaði andartak. Bíllinn jók feröina. Ég sá öku- manninn í sjónhendingu, sá hann snúa stýrinu og beygja að mér. Ég stökk aftur á bak til að forða mér. Þaö ískraði í hemlum, ég rann í sleipri göturennunni, og á næsta augnabliki þutum við hvort í sína áttina, Mercedesinn á æsireið eftir Maria-Theresien-Strasse, en ég fékk óvirðulega flugferð eftir gangstéttinni á glæsilegustu göt- unniíInnsbruck -0- I vetrarfríi má alltaf búast við nokkrum byltum. Ég haföi hlotið svo margar slíkar síðustu dagana, að mér brá ekki svo mjög við bylt- una sjálfa. Og stolt mitt var þaö, sem versta höggið fékk. Þar eð ill- ar grunsemdir mínar höfðu styrkst, þegar ég sá ökumanninn í svip, hefði mátt ætla, að hræðsla væri mér efst í huga, en þar sem ég nú sat og reyndi aö jafna mig, áður en ég brölti á fætur, var það reiði fremur en ótti, sem fyllti huga minn. Öhjákvæmilega þyrptist aö mér svolítill hópur fólks, sem talaöi hvert í kapp viö annað á ýmsum tungumálum. Ég fullyrti, að ekk- ert amaði að mér, en leyfði amer- ískum, miöaldra hjónum að hjálpa mér á fætur. í sama bili ruddist dökkhæröur, beinvaxinn maður upp aö hlið mér. — Afsak- ið, sagði hann festulega við am- erísku hjónin. — Eg er doktor. Þau drógu sig í hlé full viröingar og sýnilega fegin. Hann horfði með vandlætingar- svip á útganginn á mér, svo bauö hann mér arminn. Ég hafnaði boö- inu. — Lygari! sagöiég. Dr. Becker yppti öxlum. — Minntist nokkur á læknisfræöi? Eg vissi ekki, hvað ég átti að halda. Haföi hann verið á hælum mér, eða hvers vegna hafði hann birst svona skyndilega á rétta augnablikinu? En svo mundi ég, að hann átti heima í Maria- Theresien-Strasse. Hann hélt á brauðhleif og vínflösku og pakka af svissnesku morgunverðar- korni, og ég hlýt að játa, aö það er dálítiö hart, ef einstæður faðir má ekki skreppa í næstu búð án þess aö vera grunaður um græsku. Eg ýtti efanum til hliðar í huga mér og þáði boð hans að koma heim með honum til aö þurrka vota yfir- höfn mína. Ibúö Beckers yfir gleraugna- verslun frænda hans sýndist lík því, sem frændi hans mundi hafa skilið viö hana, gamaldags og þéttskipuð húsgögnum, en hlýleg og vistleg engu að síður. Þegar Jon frétti, að ég hefði verið að leita mér aö matsölustað, hitaöi hann upp afbragös súpu, sem ráðskona hans hafði matreitt, og krafðist þess aö fá að steikja handa mér kálfasneið í ofanálag. Eg var honum þakklát fyrir fyrir- höfnina, en því miöur bragðaðist sneiðin eins og skóleður. Eg gat ekki áttað mig á því, hvort hann kunni einfaldlega ekki betur til verka eða hvort hann var að nota tækifærið til að sýna fram á, hversu sárlega hann þarfnaöist aðstoðar á heimilinu. Bruno sonur hans var hjá vini sínum, en vænt- anlegur á hverri stundu. — Það var mjög fallegt af þér að koma mér til aðstoðar, sagði ég á milli bita. — Að vísu meiddist ég ekkert, en mér fannst lítið gaman að halda þessa sýningu á mér. Staðreyndin er hins vegar sú, að Kaldur bakstur fyrir þá sem þjást af migreni og höfuöverk 3. MÁ EKKI FRYSTA. 4. LÁTIÐ BÍÐA í 5 MÍIM. FYRIR NOTKUN. X. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.