Vikan


Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 15

Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 15
Fjölskyldumál systkinahópi þar sem mjög náið samband skapast í gegnum árin, stundum jafnvel nánara en milli foreldra og bama. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna ótví- rætt samband milli stöðu maka í systkinahópi og velgengni þeirra í hjónabandi. I fjölskyldumeðferð hefur einnig komið í ljós að deilur má oft rekja til stöðu í systkina- hópi. Þannig er líklegt að stóra systir úr einni fjölskyldu og elsti bróðir í annarri eldi grátt silfur saman. Bæði eru vön að ráða og taka ábyrgð, og valdabarátta í starfi og á heimili gengur oft út á það að gera hitt að „litlu syst- kini”. Ef stóra systir giftist manni sem sjálfur á eldri systur eða stóri bróðir giftist konu sem á eldri systkini eru mun meiri líkur á jafnvægi. I rannsókn sem gerð var í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum hjá 217 fjölskyldum kom í ljós að slík hjónabönd virtust hamingju- sömust. Bæði hafa þá fengiö þjálfun í uppeldinu að umgangast hinn aðilann. Bestu forsendumar eru trúlega þær að báðir makar eigi eldri og yngri systkini. Þá er auðveldara að vera sveigjanlegur í umgengni og minni líkur á að festast í því að vera stór og duglegur eða lítill í sér og háður öðrum um of. En systkinahópar verða æ minni og þar með færri tækifæri að fá mikil- væga þjálfun í nánum samskiptum í fjölskyldu. Hvað þarf að vera /íkt og hvað ólíkt? Sænskur sálfræðingur, Barbro Lennér-Axelsson, hefur tekið saman rannsóknir og ýmis skrif um makaval. Hún telur að hjón séu meira lík en ólík þegar á allt er litið. Enda virðist það vera á vissum sviðum sem fólk vill líkjast hvert öðru. Hún nefnir útlit, námshæfileika, menntun og afstöðu til trúarbragða og stjóm- mála. A hinn bóginn þykir oft mikilvægt að persónulegir eigin- , leikar hjóna séu ólíkir. Þannig veröur örlyndur maður gjaman hrifinn af rólyndri konu, mál- gefinn maður af hljóðlátri konu, góður skipuleggjari af hirðulausri og svo framvegis. Þannig fá báðir möguleika á að bæta við sig eða fá útrás fyrir eiginleika sem þá sjálfa vantar. En hjón líkjast hvort öðru æ meir því lengur sem þau búa saman og móta hvort annað. Eftir margra ára sambúð finnst þeim að í raun séu þau mjög lík og hafi alltaf verið. Makava/ er f/ókið Segja má aö í dag sé mun erfiðara að finna lífsförunaut en oft áður. Það er ekki tilviljun að einkamálaauglýsingar í blöðum verða æ algengari og í flestum löndum blómstra hjónabands- miðlanir sem finna maka með hjálp tölvu. Það viröist vera erfitt að finna einhvern við hæfi. Margir kvarta undan því að það sé erfitt að nálgast því samverustaðir séu af skomum skammti. Það á ekki við alla að fara á skemmtistaði og kynnast við þau skilyrði. I svokölluðum velferðarþjóð- félögum má segja að búið sé að leysa flestar grundvallarþarfir mannsins, svo sem að klæðast, nærast og eiga þak yfir höfuðið. Flestir geta séö fyrir sér sjálfir og þurfa ekki að treysta á maka eða aðra tilþess. Þörfin fyrir ást og djúp tengsl við aðra manneskju hefur ekki minnkað við að manneskjan getur lifað sjálfstæðu lífi nú á dögum. Það er grundvallarþörf hjá öllum en ein af þeim sem verður æ erfiðara að uppfylla í heimi þar sem samskipti manna verða sífellt flóknari. Þess vegna er mikilvægt aö læra að þekkja eigin þarfir og hvað þaö er sem stjórnar tilfinningasamböndum okkar og FRANCH MICHELSEN ÚRSM ÍÐAM EISTARI LAUGAVEGI 39 SÍM113462 Ml( IIIISI \ w ára þjónusta Flest glæsilegustu úr heimsins hafa verið smíðuð í Genf Byssuúr frá tímum frönsku endurreisnarinnar Þegar þrýst er á gikkinn. kenrur blóm franr úr úrinu og úðar það jafnframt ilmvatni. Úrið er hulið í byssuskeftinu. Bæði gangverk og glerungur frá Genf. Úr þessi eru hluti Wilsdorfsafnsins, nefnt svo til heiðurs stofnanda ROLEX, Hans Wilsdorf. Glæst saga úrsmiða Genfar er varðveitt í sköpun einstæðs úrs, ROLEX OYSTER. Hver OYSTER úrkassi er gerður í hvorki meira né nrinna en 162áföngum sem krefjast kunnáttu, hagleiks og nákvæmni, því úrkassinn er unninn úr aðeins einu stykki. Án efa er hægt að srníða úr á einfaldari hátt. Úr í bonbonniére stíl frá franska keisaratímanum (1810-1820). Gangverkið og skreyttur úrkassinn eru til vitnis um afburðahæfni handverksmanna Genfar. En ROLEX er ekki að flýta sér. §' ROLEX of Geneva l.tbl.Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.