Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 41
Hildur — íslenskur
framhaldsþáttur
kvikmyndaður
í Danmörku
Næstkomandi laugardag hefja
göngu sína í sjónvarpinu þættir
sem ætlaðir eru til dönskukennslu.
Sjónvarpsþættimir verða tíu, 30
mínútna langir hver. Hver
þáttur er sjálfstæöur en saman
mynda þeir allir ákveðna heild.
Einnig voru gerðir 20 hljóðvarps-
þættir og kennslubók og er þetta í
fyrsta skipti sem námsefni í
tungumálum er samið sérstaklega
fyrir íslenskt sjónvarp og
hljóövarp. Sjónvarpsþættirnir eru
teknir upp í Danmörku og í fyrstu
stóð til að þeir yrðu aðeins sýndir
á Islandi. En eftir að dönsk yfir-
völd íhuguðu málið nánar fundu
þau út að í þáttunum væri ef til
vill ýmislegt sem Danir gætu haft
gaman af að sjá. Til dæmis þykir
framkoma Dana í myndinni
einkennandi gagnvart út-
lendingnum, það er Islendingnum-
Hildi.
Þættirnir í sjónvarpi eru
ætlaðir fólki sem hefur nokkra
færni í að lesa dönsku en á erfitt
meö að skilja talað mál og gera
sig skiljanlegt. Þess vegna er ekki
miðað við algjöra byrjendur í
kennslunni heldur lögö áhersla á
að þættimir séu spennandi og
skemmtilegir. I viðtali við Vikuna
í júlí 1981 segir aðalleikkonan,
Lilja Þórisdóttir, að hún „myndi
lýsa þeim sem léttu skemmtiefni.
A köflum er þetta hálfgerð leyni-
lögreglusaga, svo sem leitin að
Kjartani, en þó fyrst og fremst
lýsing á mannlífinu í Danmörku.
Það er alltaf skilið viö áhorf-
andann í spennandi atriði. Hvað
gerir Hildur næst? Hvemig kemst
hún út úr þessu? En þetta er sem
sagt ekki eins og til dæmis ensku-
kennslan var einu sinni í
sjónvarpinu. Eg stoppa til dæmis
ekki í miðri senu til að endurtaka
orð og setningar, það á að forðast
allt slíkt. Málið er að gera þættina
skemmtilega.”
Eftir aö þættimir hafa verið
sýndir í sjónvarpi munu þeir
veröa fáanlegir á 16 mm filmum,
vídeóböndum og hljómböndum
eða snældum, þannig aö efniö
megi nýtast í kennslu í skólum
landsins.
Það er enginn einn maöur sem
stendur á bak við gerð þáttanna.
Frumkvæðið áttu utanríkis-
ráðherrar Islands og Danmerkur
árið 1978, þeir Einar Agústsson og
K.B. Andersen. Síðan var stofnuð
nefnd embættismanna, skilaði hún
jákvæðu áliti og var þá ákveðið að
skipta kostnaðinum, sem áætlaður
var ca 4,5 milljónir danskra
króna, milli þessara tveggja
landa.
Þegar svo var komið var hafist
handa viö aö skrifa handritið. Það
voru ekki rithöfundar af verri end-
anum sem fengu þann starfa.
Hans Hansen er vel þekktur hér á
landi, skrifaði meðal annars
„Sjáöu sæta naflann minn” og
„Klaus og Lena”, sem báðar hafa
komið út í íslenskri þýðingu. Poul-
Henrik Trampe er kunnur fyrir
sjónvarpshandrit sín að skemmti-
þáttum en hann skrifaði einnig
smásöguna Miðsumarsnótt sem
birtist í Vikunni í júlí 1981. Þriðji
rithöfundurinn sem lagði hönd á
plóg var Erik Thygesen.
Leikstjóri þáttanna er Bent
Christensen, fyrrum leikari, en
tónlistina semur Magnús
Eiríksson. Aðalhlutverkin eru
leikin af Lilju Þórisdóttur
(Hildur) og Bjöm Puggárd Moller
(Edward). Hann hefur áður leikiö
í um það bil 125 kvikmyndum og
auk þess í ótal sjónvarpsmyndum.
Hann hefur einnig leikið í flestum
leikhúsum Kaupmannahafnar.
Aðrir leikarar í stórum hlutverk-
um eru: Sonja Oppenhagen
(Dorte), Claus Strandberg (Jens)
og Einar Kárason (Kjartan).
Síðastan en ekki sístan skal telja
Sören Pilmark, en hann leikur
Peter, vin Hildar. Sören þessi er
nú afspymuvinsæll leikari í Dan-
mörku og hefur hann leikið í
mörgum sviðs- og sjónvarpsleik-
ritum síöustu tvö árin. Hann er nú
fastráðinn við Konunglega leik-
húsið í Kaupmannahöfn.
Hildur 1. þáttur í sjónvarpi skrifaður
af Poul-Henrik Trampe.
Söguþráöur:
Hildur, ung íslensk stúlka, fer í fylgd
meö fjarskyldri konu sem send er til
lækninga til Kaupmannahafnar. Þegar
út er komiö deyr sjúklingurinn og Hild-
ur, sem veröur laus allra mála, getur
vel hugsaö sér aö dveljast nokkru leng-
ur í Höfn. Hún hefur ekki komiö til
Danmerkur áöur utan þegar hún var
smábarn. Hún reynir aö gera sig skilj-
anlega á dönsku viö þá sem hún hittir á
leið sinni og þaö eru ekki bara Danir í
henni Danmörku.
Hún leitar sér aö ódýru herbergi því
fjárráöin eru ekki mikil. Þar meö
kemst hún inn í skuggahverfin á Vest-
erbro, þann hluta Kaupmannahafnar
sem ókunnugir heimsækja helst af for-
vitni vegna umtals um Istedgade.
Hún upplifir andstæöur Hafnar, eins og
svart og hvítt, á sama hátt og flestir
sem heimsækja Höfn í fyrsta sinn.
Fyrsti þátturinn veröur sýndur laug-
ardaginn 8. janúar. Þeim til glöggvun-
ar, sem vilja fylgjast meö kennslunni,
birtum viö hér samtalskafla þann sem
á viö myndina hér aö neöan.
Pá Vesterbro
(en tekst til billedet af Hildur og en pátrængende dansker foran en sex club)
Hildur er pávej gennem gaderne, i retning af Istedgade, for hún skal finde frem
til Skydebanegade, hvor hun vil leje et værelse.
Det miljo hun passerer nú, adskiller sig fra det hun fer har set af Kebenhavn.
Det er tydeligt at de oprindelige arbejderkvarterer er ved at forandres til fordel
for fremmedarbejderkvarterer. Lukkede smábutikker og sex clubber præger om-
givelserne.
Hildur ser mange fremmedarbejdere, men ogsá danskere som ábenbart bare
nyder livet uden andet praktisk goremál end at slukke törsten med en ol.
Pludselig bliver Hildur tiltalt af en mand udenfor en Sex club.
„Er du blevet smidt ud hjemmefra, soster? ”
Hildur praver at lade være med at se pá ham, og gár videre uden at svare.
„Er du máske for fin til at svare, nár et mandfolk taler til dig, soster? Du er
máske rodstrompe, hvad?”
Hildur fortsætter skyndsomt, stadig uden at ytre et ord.
„Sádan en skide rodstrompe”.
'UmsjóvHrainh'ldur
1. tbl. Vikan 41