Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 30
Hljómsveit í miklum
Texti: Þórey stellingum
Þegar sem mest var að gera nú rétt fyrir jóiin lögðu menn
frá sér afþurrkunarklútana, slökktu á bökunarofnunum,
flýttu sér heim úr verslunarleiðangrinum og fóru í bíó. Þá
var byrjað sýna íslensku dans- og söngvamyndina Með allt
á hreinu og hana vildu menn sjá sem fyrst. Eftirvæntingin
Ijómaði á andlitunum þegar tjaldið var dregið frá og hulunni
svipt af þessari dularfullu og jafnframt umtöluðu kvik-
mynd. Mikið hafði verið pískrað í salnum og gengu þær
sögur frá manni til manns að myndin fjallaði um baráttu
kynjanna í hnotskurn, iífsfirringuna og þrá einstaklingsins
eftir æðri vitundarskynjun, um dularfullt mannslát kryddað
draumkenndum kynlífsatriðum og viðkvæmum þjóðfélags-
vandamálum til sjávar og sveita. Allt bar þó að sama brunni
— enginn vissi írauninni hvað hann var að fara að sjá.
Með allt á hreinu er þegar allt kemur til alls kvikmynd
eftir kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Guðmundsson og
hljómsveitina Stuðmenn. Með aðalhlutverkin fara Stuð-
menn og Grýlurnar, sem ímyndinni kallast reyndar Gærurn-
ar. Myndin er, eins og við er að búast, grínmynd en þó með
alvarlegum undirtóni eins og vera ber.
Valgeir Guðjónsson, einn hinna frægu Stuðmanna, gaf
blaðamanni og Ijósmyndara Vikunnar góðfúslegt leyfi til að
heimsækja sig i aðalvígi sitt, félagsmiðstöðina Ársel sem
hann veitir forstöðu. Erindið var að forvitnast um hina um-
töluðu kvikmynd og Stuðmenn.
Víðförul hugm ynd
Þetta er gömul hugmynd, sú
fyrsta var að halda áfram með
Tívolíplottið - nota persónur og
stemmningar sem voru á Ttvolí-
plötunni. Svo þróaðist þetta nú
langt frá því og á endanum var
bókstaflega ekkert eftir af upp-
haflegu hugmyndinni. Þá var
þetta búið að fara langa leið,
margir búnir að sýna þessu
áhuga, nokkrir leikstjórar búnir
. að spá íþetta og þetta virtist allt-
af ætla að ganga saman. Loks
endaði þetta hjá Agústi Guð-
mundssyni sem tók af skarið og
tók það sem var bitastœðast í
handritsdrögunum sem til voru
og síðan var unnið út frá því.
Þetta var mikið samvinnuverk-
efni - meira heldur en menn hafa
gert áður hérlendis. Eg held að
það tíðkist ekkert voðalega víða
að sömu menn séu leikendur,
framkvœmdastjórar, höfundar
handrits að hluta og semji alla
tónlist - við fengum mjög mikið
pláss, meira pláss heldur en
margir hefðu vogað sér að láta
okkur hafa. Að leika í kvikmynd
er nokkuð sem við höfðum aldrei
komið nálœgt áður, hvorki að
skrifa handrit né leika. En það
tókst alveg furðanlega vel.
Draumar sem rætast
og ekki
Þetta er svona öðrum þrœði
karlar-konur mynd, samskipti
kynjanna og barátta kynjanna í
dálítið óvenjulegu Ijósi. Það er
svo sem ekki verið að svara neinu
eða koma með innlegg í lífsgát-
una eða lausn hennar.
Hinn póllinn í myndinni er
kannski um að eiga sér draum
um betra líf, en það eru ekkiallt-
af farnar réttu leiðirnar við að
láta þann draum rœtast. — En
fyrst og fremst á þetta að vera
skemmtimynd.
Myndin er tekin íReykjavík og
nágrenni, Akureyri, Selfossi,
Vestmannaeyjum, Osló og
Kauþmannahöfn. Jú, þetta kost-
ar allt mjög mikla peninga sem
hverfa mjög hratt þegar á staðinn
er komið. Islenskar myndir eru í
rauninni gerðar við skilyrði sem
ég held að fáir myndu láta sér
lynda annars staðar í heiminum.
Þetta byggist mjög mikið á því
að fólk lánar vinnu sína og fær
ekki greiðslu fyrir ómælda vinnu
fyrr en eftir dúk og disk.
Þessi hópur, sem við unnum
með í sumar, reyndist alveg
ómetanlegur. Eins og ég held að
öll íslensk kvikmyndakrú geri.
Þetta gengur bara ekki öðruvísi.
Eómarlundin er mjög rík, menn
leggja á sig mikla vinnu án þess
að hafa nokkra tryggingu fyrir að
fá hana greidda.
Styrkur fyrir kaffi
ogmeö’í
Það er ekkert gott að þurfa að
gera kvikmynd upp á það að það
stendur allt í járnum við að koma
dæminu heim og saman og síðan
þarf að fá þriðjung til helming
þjóðarinnar á myndina tilþess að
menn sleppi óskaddaðir og við
að fara á uppboð. Við fengum
styrk úr kvikmyndasjóði en sá
styrkur dugði bara fyrir kaffi og
með því.
Saga Stuðmanna
frá upphafi
Stuðmenn eru undir eigin
nafni í myndinni en við erum
ekki að leika sjálfa okkur í
myndinni.
En þessi hljómsveit erþannig,
við setjum okkur í miklar stell-
ingar þegar við erum að semja
lögin og svona. Þetta er öðruvísi
músík en við gerum annars. En
Stuðmenn og hugmyndina á
bak við þá — þeir hafa nú auð-
vitað breyst mikið í gegnum tíð-
ina — má rekja alveg aftur til
1%9—70 og eru þannig með
eldrt starfandi hljómsveitum þó
þetta hafi að vísu ekki verið mjög
samfelldur ferill.
Við byrjuðum t menntaskóla
sem paródíuhljómsveit, tókum
fyrir gamla rokkið — við fórum í
fermingarfötin, greiddum okkur
vatnsgreiðslu.
I fyrsta skipti sem við spil-
uðum opinberlega spiluðum
við einmitt eitt lag sem er í
myndinni og við endurgerum
núna, fyrsta lag Stuðmanna
sem heitir Draumurokkar beggja.
Stuðmenn gerðu sitthvað þarna
tvo vetur í Hamrahlíðar-
skólanum. Tveimur árum síðar
fórum við Jakob til London og
tókum upp fjögur lög sem voru
30 Vikan X. tbl.