Vikan


Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 34

Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 34
INGRID BERGMAN „Ég hélt aö framleiðendurnir væru gengnir af göflunum,” sagöi Ingrid Bergman í viðtaii rétt fyrir dauöa sinn, er hún var spurð aö því hvernig henni heföi oröiö við er hún fékk tilboö um aö leika aöalhlutverk í sjónvarpsþáttum um Goldu Meir. Islenska sjón- varpið sýndi fyrri hluta þáttanna aö kvöldi nýársdags. Seinni hlut- inn veröur sýndur sunnudaginn 9. janúar. „Eg hélt að ég yröi að vera lík Goldu Meir í útliti, vera gyðingur og vera frá öllum öörum löndum en Svíþjóö. Fyrir utan nú þaö hvaö ég er stór! ” Henni var sagt aö hún þyrfti aö hafa minnstar áhyggjur af því. „I augum Israelsmanna var Golda Meir stærsta kona í heimi.” Og eftir að Ingrid Bergman hafði fengið geröa prufukvikmynd samþykkti hún aö taka að sér hlut- verkið. „Allir sögöu við mig aö ég þyrfti enga prufumyndatöku. Eftir aö hafa starfað við kvikmyndaleik í fjörutíu og fimm ár vissi ég hvaða tökum ég ætti að taka þetta hlut- verk. Eg var ekki sammála þess- um röksemdafærslum. Eg gat ekki hermt eftir eða túlkað per- sónuleika Goldu Meir. Eg gat bara reynt að miðla þeim áhrifum sem hún haföi á mig. Og ég vildi vera sannfærð um aö ég gæti þaö. Eftir að ég hafði séö prufukvikmyndina fannst mér að það væri í það minnsta reynandi!” Ingrid Bergman vissi lítið meira en aö Golda Meir hafði verið for- sætisráðherra Israels. Hún var þá látin kynna sér heimildarmyndir um Goldu, ævisögu hennar, viðtöl viö hana og yfirleitt allt um hana — og hún var heilluð. En hvað var það sem henni fannst einkennandi fyrir persónuleika hennar: „Þaö var krafturinn,” sagði Ingrid. „Krafturinn. . .sannfær- út af misheppnuðu hjónabandi sínu. „Hún var ekki eins kaldrifj- uö og óvinir hennar vildu vera láta,” segir Ingrid um hana. Þegar kom til tals að gera þessa kvikmynd voru margir í Holly- wood hissa á því að leikkona sem ekki væri gyðingur gæti túlkað hlutverk Goldu Meir svo sannfær- andi. Sama svariö var gefið og þegar einhver hafði lýst yfir furðu sinni yfir aö Fiðlarinn á þakinu heföi verið sýndur við metaösókn í Japan: „Þetta er ekki saga um gyðinga. Þetta er saga um ofsótt fólk sem vill fá aö vera í friði til að vinna og lifa, í sátt og samlyndi við alla.” Og eins og í Fiðlaranum á þak- inu fær kímnin og léttleikinn að fljóta með. Golda Meir var keöju- reykingamanneskja. Einu ári áður en hún dó varaöi besta vin- kona hennar og ráögjafi, Lou Kaddar, hana við því að reykja svona mikið. „Ertu hrædd um að ég deyi ung?” svaraði þá Golda. Framleiöendurnir vönduðu ekki einungis valið á aöalleikaranum. I aukahlutverkum eru reyndir leik- arar eins og Leonard Nimoy, sem leikur eiginmann Goldu. Hann hefur aö mestu getið sér frægöar- ingarkrafturinn, látleysið og heiðarleikinn sem einkenndi per- sónuleika hennar. Og auðvitað þessi gíf urlega ást til landsins sem átti að byggja og verða heimili allra gyðinga. Hún var ísraelsk Jóhanna af Örk!” Með þessari samlíkingu sýndi Ingrid Bergman að hún hafði orðiö fyrir miklum áhrifum af Goldu Meir því eftir aö Ingrid lék hlut- verk frönsku frelsishetjunnar haföi hún hana ætíð að leiðarljósi. „Ef ég heföi verið spurð að því fyrir einu ári hvert hefði verið uppáhalds hlutverkið mitt heföi ég umsvifalaust svaraö: Jóhanna af Örk! En eftir að hafa leikiö í kvik- myndinni „A Woman Called Golda” held ég að það sé besta hlutverk sem ég hef fengið. Það hefur verið frábær upplifun að fá aö leika í þessari kvikmynd! ” Ingrid Bergman liföi sig svo sannarlega inn í hlutverk Goldu Meir. Hún fann sig andlega skylda þessari konu sem sýndi ótrúlega hörku á alþjóölegum vettvangi en þjáðist jafnframt innilega með hermönnum sínum og þjóð sinni, sem fékk ekki óskir sínar uppfyllt- ar. Og hún fann líka til sársauka 34 Vikan l.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.