Vikan


Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 26

Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 26
Þessi vasi er málaður með svokallaðri ameriskri aðferð. Mamma fluttist því suður með okkur fjögur systkinin, sem eftir vorum heima, en þau pabbi höfðu reyndar verið búin að ákveða að flytja áður en hann dó. Pabbi var húsasmiöur og afskaplega hagur í höndunum. Hann skar út og þótti góður smiöur. Eg man að mamma átti mjög fallega klukku sem hann haföi skorið út og eins átti hún stokk undir skartgripi eftir hann. Þau bjuggu á Isafiröi áður en ég fæddist og þar haföi hann látið smíða silfur á upphlut fyrir mömmu og stokkabelti líka. Hann teiknaöi þetta sjálfur og gull- smiðurinn sagðist mundu smíöa það ef hann mætti smíða annað sett fyrir konuna sína, svo til eru tvö svona sett í landinu. Þegar suður kom fór ég í barna- skóla og síöan í Ingimarsskólann, en bræöur mínir fóru einn í verslunarskóla, annar í klæð- skeranám og sá þriðji í húsasmíði. Mamma vann fyrir okkur með saumaskap og hafði alltaf mikið að gera við saumana. Eg man aö þegar ég fór aö reyna aö vinna mér inn aura hjálpaði ég henni að hexa og falda. Þá voru ekki til sikksakksaumavélar eins og nú er. Eg man að ég fékk 25 aura fyrir metrann þegar ég varpaði sauma og 75 aura fyrir aö ganga frá faldi. Eg hjálpaöi henni líka við heimilisverkin. Heimilið var alltaf stórt og ákaflega mikill gestagangur. Það var alvanalegt í þá daga, þegar fólk var að flytja utan af landi til Reykjavíkur. Það komu alltaf margir úr sveitinni til okkar. Mikið af fólki kom aö norðan og gisti og sjaldnast svaf maöur í sínu eigin rúmi því þaö voru alltaf gestir sem þurftu að fara í það. En það var gaman og ég átti yndislegt æskuheimili.” Miklu jóla- legra í þá daga — Og svo giftistu ung og ferð aö eignastbörn sjálf? ,,Eg var bara átján ára þegar ég giftist og byrjaði aö eiga börnin, sem urðu fimm. Maðurinn minn var Guðmundur Kristjánsson kaupmaöur. Þaö er nú svo ein- kennilegt að eftir því sem meira er að gera þeim mun meira vill oft verða úr framkvæmdum. Eg saumaði á krakkana þegar þau voru lítil. Þá var ekki mikið farið í búöir til aö kaupa. Eg saumaði gjarnan upp úr fötum enda ekki mikiö til í verslunum þá. Eg átti fyrsta drenginn minn áriö 1949. Eg man að ég var ógurlega þakklát ef ég fékk buxur af einhverjum stór- um og gat náö í buxur á báða elstu strákana. Eg hef oft veriö að hugsa um þaö nú í seinni tíð hve miklu jólalegra var í þá daga, þegar fólk var að berjast við aö sauma náttfötin, fötin og skyrt- urnar og allt á krakkana fyrir jólin. Allt haustið var verið að undirbúa jólin og eftir jól var farið að undirbúa 17. júní og afmælin. Fyrri maðurinn minn var með matvöruverslun og ég vann oft hjá honum en var auðvitað frjálsari heldur en hefði ég verið í vinnu annars staöar. Ef eitthvað var aö heima gat ég verið laus en lægi á var ég í búðinni. Mikill gestagang- ur var hjá okkur en þetta var skemmtilegur tími, ekki síður en á æskuheimilinu mínu.” — Hvernig stóð á því að þú fórst að baka þessar fínu kökur? „Eg skal segja þér það. Mamma talaði oft um að það hefði áreiðanlega verið svolítið sérstakt aö ég skreytti kökurnar sjálf fyrir ferminguna mína. Eg á systur, Olöfu, sem er afskaplega flink í allri matargerð. Af henni hafði ég mikið lært. Eg fékk sjálf að skreyta kökurnar en að vísu var fermingarveislan ekki eins og veislurnar í dag. I henni var bara heimilisfólkið og nánustu skyld- menni. Aður en ég gifti mig fór ég á þriggja mánaða námskeið í Hús- mæöraskóla Reykjavíkur. Svo var þetta eins og gerist og gengur í fjölskyldum, aö það hjálpaði hver öðrum þegar eitthvað var um aö vera og ég hjálpaði mágkonum og vinkonum mínum ef eitthvaö stóð til. Þar fékk ég að spreyta mig. Eg hafði líka betri aðstöðu en margir aörir vegna þess að maðurinn minn var með verslunina. Eg gat fengiö að prufa hitt og þetta, sem aðrir urðu aö spara við sig, og ég þurfti ekki aö hafa áhyggjur af því aö eiga ekki nóg til þess aö byrja aftur ef mér mistækist. En ekkert eyðilagðist og allt gekk vel. Eg hafði dálítið meiri möguleika en aðrir og notfærði mér þá vel. 26 Vikan X.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.