Vikan


Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 19

Vikan - 06.01.1983, Blaðsíða 19
Hvað gerist í pólitíkinni? Hver verður þróun „kreppunnar"? Verður árgæska til lands og sjávar? Hvað með náttúruhamfar- ir? Gerist eitthvað markvert í heimspólitík- inni? — Við leitum svara við þessum spurningum og mörgum öðrum sem áleitn- ar eru þegar nýtt ár rennur upp. Flugstöðvarmálið verður leyst með þvi að nefna hlutina upp á nýtt. Þannig getur þetta orðið „íslenskt" hús. . . Vikan var búin að fá vilyrði fyrir því að mega heimsækja hana kvöld nokkurt seinni hluta desem- ber. Það var stórstreymt þetta kvöld og háfjara. Sjávarlyktina lagði sterkt að vitum okkar, meöan við biðum þess að dyra- bjöllunni væri svarað. Við vorum mættir. „Þetta er Vikan,” kölluðum við í dyrasímann. „Eruð þiö í hjóla- stól?” var kallað á móti. — „Ha, við? Nei.” „Komið ykkur þá inn fyrir sjálfir, ég sæki ykkur ekki,” var svarað að innan. — Og við inn úr kuldanum með það sama. „Jæja, svo þiö eruö komnir,” sagði kona sem stóð á stigapalli nokkrum tröppum fyrir ofan okkur. Hún var varla fimmtug, þessi kona. Vel á sig komin og smekklega klædd. Hún haföi tinnusvart hár sem féll laust yfir hvíta heröaslá. Hún reykti síga- rettu í löngu munnstykki. „Komið inn fyrir, við höfum allt kvöldið, er það ekki? Eg læt ykkur vita fyrirfram að ég er engin tölva sem þið getið matað með forriti, ef þið hafið haldið þaö. — Og það eruð þið sem hafið hægt um ykkur meðan ég tala því ég hefi búið mig undir komu ykkar eins og um var talað. Eg geri það ekki fyrir hvern sem er. Þið setjist þarna,” sagði völvan okkar, — „ég sest hér við gluggann, þar sem ég get sam- einað ljósin á Akranesi og fjar- lægðina, til þess að færa mér þá fyrirboða sem þið fáið nú að kynn- ast.” „Veðrabrigði til sjós og lands" Völvan sat grafkyrr meö hægri höndina hvílandi á gluggakistunni og studdi lófa við höfuöið. I vinstri hendi hélt hún á þurrkuðu blómi. — „Þetta er hosta forunei” (garð- jurt af liljuætt), sagði konan. Viö urðum forviða. Ekki minnkaði undrunin þegar hún féll í trans, í þess orðs fyllstu merkingu. Hún tók að tala með stillilegri röddu en næstum vélrænni. Við settum segulbandið í gang. „Hér er svo margt ókomiö,” sagði hún, — „og það er eins og allt ætli að ske í senn, allt of mikiö, allt of fljótt. Ekki svona fljótt, ekki svona fljótt,” endurtók hún hvað eftir annað. „Engar náttúruhamfarir, engin veörabrigði munu hafa meiri áhrif hér á landi en stjórn- málin. Þau eru yfirþyrmandi og munu eiga eftir að breyta miklu fyrir alla landsmenn á árinu 1983. — En vegna stjórnmálanna munu menn finna fyrir veðrabrigðum til sjós og lands. Það verða kosningar. Þaö verða svo sannarlega kosningar. Og þær munu draga dilk á eftir sér. Það mun enn verða deilt um hvenær kosningar skuli fara fram. Það verða ekki allir tilbúnir að samþykkja kosningar í apríl. Stjórnarskrármálið er heldur ekki í höfn og mun þaö mjög blandast deilum um kjördag. Urslit kosninga þeirra sem næstar eru sýnast mér lítið breyta því stjórnarmynstri sem nú er. Eg er að reyna að sjá hvaða menn verða þarna í sviðsljósinu í nýrri ríkisstjóm en þetta er allt mjög þokukennt. Eg sé nefnilega menn blandast þarna saman í svo ríkum mæli, ekki alltaf sömu mennina þó. — Eg held að á árinu verði tvennar kosningar. Það byggi ég á því að eftir fyrri kosningarnar upphefjast miklar deilur um stjórnarmyndun. Sú stjóm sem mynduð veröur mun ekki eiga langa lífdaga og sýnist mér því aðrar kosningar Það verður heimssögulegur atburður er páfinn heimsækir kaþólsk lönd í Ameríku á árinu. síðarnefndi mun eiga aðild aö stjórn þeirri sem fyrst verður mynduð. — Eg sé ekki fulltrúa Sjálfstæöisflokksins í þeirri ríkis- stjórn, það er að segja núverandi stjórnarandstöðu. Gunnar Thoroddsen mun enn veröa í sviðsljósinu og eiga stóran þátt og örlagaríkan að endur- skipulagningu Sjálfstæöisflokks- ins. Eg sé formannaskipti innan Sjálfstæðisflokks á árinu og ég sé ekki betur en þar sé kona í for- manns- eða varaformannssæti. — En endurskipulagning þess flokks „Albert Guðmundsson virðist hafa mikilvægu hlutverki að gegna . . . ég sé hann með simtól í hendinni og það liggja þræðir milli hans og allra þessara aðila. . ." fylgja í kjölfarið. Eg sé þó að allir flokkar munu eignast sína ráð- herra. Sumir munu sitja lengur en aðrir vegna þess hve skammt verður milli kosninganna eða stjórnarmyndana. Þannig hverfa nokkrir af núverandi ráðherrum úr stjórnarstólum að fullu. Það á við bæði um menn úr Framsókn- arflokki og Alþýöuflokki. Sá er helsta umræöuefni manna framan af árinu. Fararsnið á fólkinu Eg gæti sagt miklu meira úr heimi stjórnmála okkar. Það er af svo miklu að taka. En ég verð að stikla á stóru. I.tbl. Víkan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.