Vikan


Vikan - 19.05.1983, Side 5

Vikan - 19.05.1983, Side 5
rn Gianni Versace er eins og nafnið gefur til kynna hreinræktaður ítali og öll hans fatahönnun ber sterk- an svip af þeirri staðreynd. Hann er þrjátíu og fimm ára gamall, fæddur í Cala- bria á Ítalíu og úr einni af stórfjölskyldum þeirrar þjóðar. Fjölskylduböndin eru mjög sterk og fyrstu skrefin tók hann í fata- verslun móöurinnar.Vann hann þar sem unglingur og þegar tímar liðu fékk hann stöðu innkaupastjóra Reggio sem er stór versl- anakeðja þarlendis. En svo var það á tískusýningu þar sem Carl Lagerfield og fleiri sýndu sköpunarverk sín að hann fékk hugmynd- ina að eigin hönnun. Byrj- aði hann þá að teikna sjálf- ur en starfaöi meó þrem öðrum um tíma og fram- leiddu þeir undir sama merkinu. 1977 byrjaöi hann svo alveg sjálfstætt á Ítalíu og varö skjótlega hönnuður á heimsmælikvarða. í dag efast enginn um að hann sé einn af þessum leiðandi á sínu sviði og í öllum stór- borgum heims eru versl- anir meö hans nafni. Enn- þá er hann ógiftur og barn- laus en fjölskyldan er hans lífsakkeri, eins og sagt er um marga ítali, og til dæm- is eru aðalráðgjafar í fyrir- tækinu bróðirinn Santo og systirin Donnatella.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.