Vikan


Vikan - 19.05.1983, Side 16

Vikan - 19.05.1983, Side 16
 ■ mm Meistarí /eiksins Sidney She/don Viðskiptaskólinn í Jóhannesar- borg var nýtt og spennandi ævin- týri. Þegar Kate var í Chelten- ham, stúlknaskóla í Englandi sem hafði á sér gott orö, hafði þaö verið erfiðisverk, óþægindi sem hún varð að leggja á sig. Þetta var öðruvísi. I hverjum bekk lærði hún eitthvað gagnlegt, eitthvað sem myndi koma henni að haldi þegar hún tæki við stjórn fyrirtækisins sem faðir hennar hafði sett á stofn. Námskeiöin spönnuðu bókhald, framkvæmdastjórn, alþjóðaviðskipti og viðskipta- stjórn. Og hún var heima í Suöur- Afríku. Einu sinni í viku hringdi David til að vita hvernig henni gengi. „Ég elska þetta,” sagði Kate honum. „Þetta er verulega spennandi, David.” Einhvern daginn myndu þau David starfa saman, hlið við hlið, seint um kvöld, alveg ein síns liðs. Og á einu þessara kvölda myndi David snúa sér að henni og segja: „Kate, ástin min, ég hef verið eins og blindur auli. Viltu giftast mér? Og andartaki síðar myndi hún hvUaífaðmi hans... En það varð að bíða. Þangað til þurfti hún ýmislegt að læra. Kate sneri sér ákveðin að lexíunum. Viðskiptanámskeiðið var í tvö ár og Kate kom nægilega snemma heim í suður-afríska bæinn Klip- drift til að halda upp á tuttugasta afmælisdaginn. David tók á móti henni á stöðinni. Osjálfrátt varpaöi Kate handleggjunum um hann og faðmaöi hann að sér. „0, David, ég er svo glöð að hitta þig.” Hann dró sig frá henni og sagði stirðlega: „Það er gaman að sjá þig, Kate.” Framkoma hans var óþægilega þvinguð. „Er eitthvaðað?” „Nei. Það er — það er bara það að ungar stúlkur faðma karlmenn ekki að sér opinberlega.” Hún horfði andartak á hann. „Ég skil. Ég lofa því að þú þurfir ekki að fara hjá þér mín vegna framar.” Meðan þau óku heim að húsinu skoðaði David Kate svo lítið bar á. Hún var heillandi fögur stúlka, saklaus og auðsærð og David var staöráðinn í að notfæra sér það aldrei. Á mánudagsmorgni flutti Kate inn í nýju skrifstofuna sína hjá Kruger-Brent hf. Það var líkt og að falla skyndilega inn í framandi og einkennilegt sólkerfi sem hafði sína eigin siði og eigiö mál. Þar var að finna flókið safn af deildum, undirdeildum, svæða- deildum, rétthöfum og útibúum erlendis. Vörurnar sem fyrirtækið framleiddi eða átti virtust óþrjótandi. Þarna voru stálver, nautgripabú, járnbraut, frakt- skipafélag og auðvitað undirstaða auðæfa fjölskyldunnar: demantar og gull, sink og hvítagull og magnesíum, grafið upp úr námum allan sólarhringinn og streymdi í fjárhirslur fyrirtækisins. Vald. Þetta var nærri því of mikið að meðtaka. Kate sat í skrifstofu Davids og hlustaði á hann taka ákvarðanir sem höfðu áhrif á þúsundir manna um allan heim. Framkvæmdastjórar hinna ýmsu deilda gerðu tillögur en David fór allt eins mikið að eigin ráðum. „Því gerirðu það? Kunna þeir ekki störf sín?” spurði Kate. „Auðvitað gera þeir það en það er ekki aðalatriðið,” útskýrði David. „Hver einstakur framkvæmdastjóri lítur á sína deild sem miðju heimsins og þannig á það líka að vera. En einhver verður aö hafa heildarsýn yfir fyrirtækið og ákveöa hvað sé best fyrir það. Komdu. Viö eigum að borða hádegisverð með manni sem ég vil að þú hittir.” David fór með Kate inn í stóru einkaborðstofuna sem var við skrifstofu Kate. Ungur beinaber maður með magurt andlit og spurul brún augu beið eftir þeim þar. „Þetta er Brad Rogers,” sagði David. „Brad, heilsaðu nýja yfirmanninum þínum. Kate McGregor.” Brad Rogers rétti fram höndina. „Gleður mig að kynnast þér, ung- frú McGregor.” „Brad er leynivopnið þitt,” sagði David. „Hann veit jafnmikið um Kruger-Bent hf. og ég. Ef ég hætti einhvern tíma skaltu ekki hafa áhyggjur. Brad verður til staðar.” Ef ég hætti einhvern tíma. Tilhugsunin sendi skelfingar- bylgju um Kate. Auðvitað myndi David aldrei hætta í fyrirtækinu. Kate gat ekki um annað hugsaö yfir hádegisverðinum og þegar honum var lokið hafði hún ekki hugmynd um hvað hún hafði borðað. Kate hafði ákaflega gaman af nýja lífinu. Við allar ákvarðanir voru milljónir punda í húfi. Stór viðskipti voru gáfnaþraut, hug- rekki til að taka áhættu og eðlis- ávísun um hvenær ætti að hætta og hvenær halda sínu striki. „Viöskipti eru leikur,” sagði David við Kate, „þar sem spilað er um ofboöslegar fjárhæðir og þú ert að keppa við sérfræðinga. Ef 16 Vikati 20. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.