Vikan


Vikan - 19.05.1983, Síða 17

Vikan - 19.05.1983, Síða 17
 þú kærir þig um að vinna verður þú að læra að vera meistari leiksins.” Og því var hún staðráðin í. Að læra. Kate bjó ein í stóra húsinu, að þjónustufólkinu undanskildu. Þau David borðuðu að staðaldri saman á föstudagskvöldum en þegar Kate bauð honum í heimsókn eitt- hvert annaö kvöld fann hann ævin- lega afsökun fyrir því aö koma ekki. Þau voru stöðugt saman í vinnunni en jafnvel þá virtist David hafa reist múr á milli þeirra, vegg sem Kate gat ekki rofið. Á tuttugasta og fyrsta afmælis- degi Kate fékk hún afhenta alla hlutina í Kruger-Brent hf. Nú var hún opinberlega stjórnandi fyrirtækisins. „Við skulum borða saman í kvöld til að halda upp á þetta,” lagði hún til við David. „Mér þykir fyrir því, Kate, en ég hef talsvert af verkefnum sem ég þarf aöljúka.” Kate borðaöi ein þetta kvöld og velti fyrir sér ástæðunni. Var það hún eða var það David? Hann yrði aö vera heyrnarlaus, mállaus og blindur til aö vita ekki hvaða tilfinningar hún bar til hans, hvaða tilfinningar hún hafði alltaf borið til hans. Hún varð aö taka eitthvað til bragðs. Fyrirtækið var aö semja um vöruflutninga í Bandaríkjunum. „Af hverju farið þið Brad ekki til New York og gangið frá samn- ingum?” lagði David til. „Þaö yrði góð reynsla fyrir þig.” Kate heföi viljað að David færi með henni en hún var of stolt til að nefna þaö. Hún ætlaði að sjá um þetta án hans. Auk þess haföi hún aldrei komið til Bandaríkjanna. Hún hlakkaði til þeirrar reynslu. Þaö gekk greiðlega að ganga frá fraktsamningnum. „Meðan þú ert þarna,” hafði David sagt við hana, „skaltu skoða eitthvað af landinu.” Kate og Brad heimsóttu dótturfyrirtækin í Detroit, Chicago, Pittsburgh og New York og Kate var furðu lostin yfir stærö og krafti Bandaríkjanna. Hápunktur ferðarinnar hjá Kate var heimsókn til Dark Harbor í Maine, á heillandi litla eyju sem hét Islesboro og var í Penobscot Bay. Henni hafði verið boðið til kvöldverðar heim til Charles Dana Gibsons listmálara. Það voru tólf manns í mat og að Kate undanskilinni bjuggu allir á eyjunni. „Saga þessa staðar er athyglis- verð,” sagði Gibson Kate. „Fyrir mörgum árum voru íbúarnir vanir að koma hingað með litlum strandskipum frá Boston. Þegar báturinn lenti tók vagn á móti þeim og ók þeim heim til sín. ” „Hvað búa margir hérna á eyjunni?” spurði Kate. „Svona fimmtíu fjölskyldur. Sástu vitann þegar ferjan lagöi aö?” „Já.” „Vitavörðurinn og hundurinn hans sjá um hann. Þegar bátur fer framhjá fer hundurinn út og hringir bjöllunni.” Kate hló. „Þú ert að gera að gamni þínu.” „Nei, mín kæra. Það fyndna er að hundurinn er alveg heyrnar- laus. Hann leggur eyrað upp að bjöllunni til að finna hvort hún titrar.” Kate brosti. „Eyjan hérna virðist vera heillandi.” „Það gæti veriö gaman fyrir þig að vera hérna kyrr og líta í kringum þig í fyrramálið.” Snöggur hugblær kom Kate til aðsegja: „Þvíekkiþað?” Hún eyddi nóttinni á eina hóteli eyjarinnar, Islesboro Inn. Um morguninn leigði hún sér hest og vagn sem einn eyjarskegginn stýrði. Þau fóru úr miðbæ Dark Harbor, sem samanstóð af nýlenduvöruverslun, járn- vöruverslun og litlu veitingahúsi, og fáeinum mínútum síðar óku þau í gegnum fallegt skóglendi. Kate tók eftir því að enginn mjói, bugðótti vegurinn átti sér nafn og á póstkössunum voru heldur ekki nein nöfn. Hún sneri sér að leiðsögumanninum. „Villist fólk ekki hérna þegar engin skilti eru?” „Nei. Eyjarskeggjar vita hvar allter.” Kate leit útundan sér á hann. „Ég skil.” Á undirlendi eyjarinnar óku þau framhjá grafreit. „Viltu vera svo vænn að nema staöar,”sagði Kate. Hún steig út úr vagninum, gekk yfir að gamla kirkjugarðinum og reikaði þar um og skoðaði leg- steina. Kate var þarna lengi og naut friðarins og kyrrðarinnar. Loks sneri hún aftur aö vagninum og þau óku áfram. „Hvernig er aö vera hérna að vetrarlagi?” spurði Kate. „Kalt. Flóann lagði oft og þá kom fólk með sleðum frá meginlandinu. Núna erum við auðvitað með ferjuna. ’ ’ Þau tóku beygju og þarna, rétt fyrir ofan vatnið, var fallegt hvítt tveggja hæöa hús, umkringt afdelfínum, villirósum og valmúa. Hlerarnir fyrir framgluggunum átta voru málaðir grænir og við tvöfaldar dyrnar voru hvítir bekkir og sex pottar meö rauðum geraníum. Það virtist vera klippt út úr ævintýri. „Hveráþetta hús?” „Þetta er gamla Dreben-húsið. Frú Dreben dó fyrir nokkrum mánuöum.” „Hver býr þar núna?” „Ætli þaösé nokkur.” „Veistu hvort það er til sölu?” Leiðsögumaðurinn leit á Kate og sagði: „Ef þaö er til sölu kaupir það eflaust einhver sonur í ein- hverri fjölskyldu sem býr hérna. Eyjarskeggjar eru ekki hrifnir af ókunnugum.” Þetta var ekki það rétta aö segja viðKate. Klukkustund síðar var hún að ræða við lögfræðinginn sem sá um dánarbúið. „Það er viðvíkjandi Dreben-húsinu,” sagöi Kate. „Er þaðtil sölu?’ Lögfræðingurinn setti stút á munninn. „Jæja, já og nei.” „Hvaö áttu við með því? ” „Það er til sölu en það eru nokkrir sem þegar hafa sýnt áhuga á að kaupa þaö.” Gömlu fjölskyldurnar á eyjunni, hugsaöi Kate. „Hefur einhver gert tilboð?” „Ekki enn,en—” „Ég ætla aö gera tilboð,” sagði Kate. Hann svaraöi sjálfumglaður: „Þetta er dýrt hús.” „Nefndu verðiö.” „Fimmtíu þúsund dollarar.” „Við skulum fara og skoða þaö.” Inni var húsiö enn meira töfrandi en Kate hafði vænst. i stóru og fallegu anddyrinu blasti hafið við í gegnum glervegg. Annars vegar við anddyrið var stór danssalur og hinum megin stofa meö þiljum úr aldinviði, blettuðum af elli, og risastór arinn. Þarna var bókaherbergi og stórt eldhús með eldavél úr járni og stóru vinnuborði úr furu og þar fyrir handan var brytabúr og tau- herbergi. Niðri voru sex svefnher- bergi fyrir þjónustufólk og eitt baöherbergi. Uppi var stór svefnherbergjasamstæða fyrir húsbændurna og fjögur minni svefnherbergi. Þetta var mun stærra hús en Kate haföi vænst. En þegar við David eignumst börn, hugsaði hún, þurfum við öll þessi herbergi. Lóðin náöi alveg niður að flóanum þar sem var einkabryggja. Kate sneri sér að lögfræöingn- um. „Ég kaupi það.” Hún ákvað aö kalla það Cedar Hill húsið. Hún gat ekki beðið að komast aftur til Klipdrift og segja David tíðindin. Á leiöinni til Suður-Afríku var Kate uppfull af trylltri gleði. Húsiö í Dark Harbor var tákn, merki um að þau David myndu giftast. Hún vissi að hann myndi elska þetta hús jafnheitt og hún. Daginn sem Kate og Brad komu aftur til Klipdrift flýtti Kate sér inn í skrifstofu Davids. Hann sat, við skrifborðiö sitt, var aö vinna,, og þegar Kate sá hann fór hjarta hennar að slá örar. Hún haföi ekki gert sér grein fyrir því hvaö hún hafði saknað hans mikið. David reis á fætur. „Kate! Velkomin heim!” Og áður en hún gat svarað sagði hann: „Ég vildi að þú fréttir það fyrst. Ég ætla að kvænast.” Þaö haföi hafist fyrir hendingu sex vikum áður. Á miðjum anna- degi hafði David fengið boð um aö Tim O’Neil, vinur mikilvægs bandarísks demantakaupanda, væri í Klipdrift og spyrði hvort David vildi vera svo góöur að taka á móti honum og borða ef til vill með honum kvöldverð. David mátti ekki vera að því aö sinna ferðamönnum en hann kærði sig ekki um að móðga viðskiptavin. Hann heföi beðið Kate að hafa ofan af fyrir gestinum en hún var á ferð um dótturfyrirtækin í Noröur-Ameríku meö Brad Rogers. Ég get ekki sloppið, varð niðurstaða Davids. Hann hringdi á hóteliö þar sem O’Neil bjó og bauð honum í kvöldverð sama kvöld. „Dóttir mín er með mér,” sagöi O’Neil honum. „Ég vona aö þér sé ekki á móti skapi að hún komi líka.” David var í engu skapi til að eyða kvöldinu með barni. „Hreint ekki,” sagði hann kurteislega. Hann ætlaði að tryggja sér aö kvöldið yrði mjög stutt. Þau hittust á Grand Hotel, í matsalnum. Þegar David kom voru O’Neil og dóttir hans þegar sest við boröiö. O’Neil var myndarlegur gráhærður, írskur Bandaríkjamaður á sextugsaldri. Dóttir hans, Josephine, var fegursta kona sem David hafði nokkru sinni séð. Hún var rúmlega þrítug, glæsilega vaxin, meö mjúkt ljóst hár og skær blá augu. David stóð á öndinni þegar hann sá hana. „Eg — afsakið aö ég kem of seint,” sagði hann. „Það kom nokkuð upp á á síðustu stundu. ” Josephine skemmti sér við að sjá hvernig hann brást viö henni. 20. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.