Vikan - 19.05.1983, Side 18
„Þaö er stundum mest spenn-
andi,” sagði hún sakleysislega.
„Faðir minn sagði mér að þú
værir ákaflega mikilvægur
maður, hr. Blackwell.”
„Eiginlega ekki — og ég heiti
David.”
Hún kinkaði kolli. „Þaö er gott
nafn. Það gefur til kynna mikinn
styrk.”
Aður en máltíöinni lauk haföi
David komist að því að Josephine
O’Neil var mikið fleira en bara
fögur kona. Hún var greind, haföi
kímnigáfu og kunni á því lagið aö
láta honum líöa vel. David fannst
hún hafa innilegan áhuga á sér.
Hún spurði hann spurninga um
sjálfan sig sem enginn hafði spurt
hann áður. Þegar kvöldinu lauk
var hann þegar orðinn hálfvegis
ástfanginn af henni.
„Hvar búið þið?” spurði David
Tim O’Neil.
„SanFrancisco.”
„Fariö þið fljótlega þangað
aftur?” Hann reyndi að hljóma
jafnhirðulaus og honum var unnt.
„í næstu viku.”
Josephine brosti til Davids. „Ef
Klipdrift er jafnathyglisverður
bær og allt bendir til að hann sé
gæti ég kannski talið pabba á að
verahér lengur.”
„Ég hef í hyggju að gera hann
svo áhugaverðan sem ég get,”
fullvissaði David hana. „Hvernig
þætti þér að fara niður í demanta-
námu?”
„Við yrðum hrifin af því,”
svaraöi Josephine. „Þakka þér
fyrir.”
Einu sinni hafði David í eigin
persónu fylgt mikilvægum gestum
niður í námurnar, en hann hafði
fyrir löngu eftirlátið undirmönn-
um sínum það starf. Nú heyrði
hann sjálfan sig segja. „Hentar
það í fyrramálið?” Hann átti að
sitja ýmsa fundi þennan morgun
en allt í einu virtust þeir ekki
skipta máli.
David var með Josephine og
föður hennar á hverjum degi eftir
það og með hverjum deginum
varö David innilegar ástfanginn.
Hann haföi aldrei kynnst svo töfr-
andi konu.
Þegar David kom til að sækja
O’Neil-feðginin í kvöldverð eitt
kvöldið sagði Tim O’Neil: „Ég er
svolítið þreyttur í kvöld, David.
Væri þér sama þó ég kæmi ekki
með?” David reyndi að leyna
gleði sinni.
Drauma-reiðhjólið frá FfQkklondi
komið aftur
• Tourist ferðahjól, 10
gíra, með breiðum
dekkjum, 24” og 26”.
• Ljós, bögglaberi að
framan og aftan, stand-
ari, pumpa, og bjalla.
• Aldur frá 8 ára.
Auk þess mikið úrval af reiðhjólum fyrir alla, krakka,
konur og kalla.
Racer-keppnishjól, 10 gíra, dekk 26” og 28”.
Racer keppnishjól fyrir börn, 3 gíra, dekk 18”—24”.
3 gíra kven- og karlmannshjól, breið dekk 26”.
Fótbremsuhjól, dekk 20”—26”.
Reiðhjólavarahlutir í
miklu úrvali; töskur,
körfur, lásar, hraðamæl-
ar, bílafælur o.fl.
Varahluta- og
viðgerðar-
þjónusta
Árs ábyrgð
l/erslunin
/V14RKIÐ
Suðurlandsbraut 30— Sími 35320
„Auðvitað, herra minn, ég skil
það.”
Josephine brosti ertnislega til
Davids. „Ég skal reyna að hafa
ofan af fyrir þér,” lofaði hún.
David fór með hana í veitinga-
sal í hóteli sem hafði nýlega verið
opnað. Salurinn var fullur en
David þekktist og fékk þegar í
stað borð. Tríó var að leika banda-
ríska tónlist.
Davidspurði: „Viltudansa?”
„Ég hefði gaman af því.”
Andartaki síöar var Josephine í
örmum hans á dansgólfinu og það
var hrífandi. David þrýsti yndis-
legum líkama hennar þétt að sér
og hann fann að hún svaraði í
sömu mynt.
„Josephine, ég er ástfanginn af
þér.”
Hún lagöi fingurinn á varir
hans. „Elsku David.... ekki....”
„Afhverjuekki?”
„Vegna þess að ég get ekki gifst
þér.”
„Elskarðu mig?”
Hún brosti upp til hans, blá augu
hennar glömpuðu. „Ég er vitlaus í
þig, ástin mín. Séröu það ekki?”
„Af hverjuþá?”
„Vegna þess aö ég gæti aldrei
búið í Klipdrift. Ég gengi af
göflunum.”
„Þú gætir reynt.”
„David, þú freistar mín, en ég
veit hvernig þaö myndi fara. Ef ég
giftist þér og neyddist til að búa
hérna myndi ég breytast í organdi
skass og á endanum myndum við
hata hvort annað. Ég vil frekar aö
við kveðjumst á þennan hátt.”
„Ég vil ekki kveðja þig.”
Hún leit upp í andlit hans og
David fann líkama hennar bráðna
upp að sér. „David, er einhver
möguleiki á því að þú gætir búið í
SanFrancisco?”
Þetta var ómöguleg hugmynd.
„Hvað ætti ég að gera þar? ”
„Við skulum borða morgunverö
saman í fyrramálið. Ég vil að þú
talir viðpabba.”
Tim O’Neil sagði: „Josephine
sagði mér frá samtali ykkar í gær-
kvöldi. Þið tvö virðist eiga í
erfiðleikum. En ég hef kannski
lausn á því, ef þú hefur áhuga. ”
„Ég hef mikinn áhuga, herra
O’Neil.”
O’Neil tók upp brúna skjala-
tösku úr leðri og teikningar upp úr
henni. „Veistu eitthvaö um
frosinn mat?”
„Ég er hræddur um að ég viti
ekkert.”
„Þaö var fyrst byrjað aö frysta
mat í Bandaríkjunum 1865.
Vandinn var að flytja hann miklar
vegalengdir án þess aö maturinn
þiðnaði. Við eigum frystivagna
18 Vikan 20. tbl.