Vikan


Vikan - 19.05.1983, Page 30

Vikan - 19.05.1983, Page 30
Húsiðlá undir skemmdum Viö byrjuðum á því aö berja for- skalninguna af öllu húsinu því eins og áöur sagöi þá lifði viðurinn ekki undir múrhúöuninni og ókostir þess voru farnir aö koma í ljós. Viö ákváöum aö viðarklæöa þaö líkt og þaö haföi veriö í upphafi. Okkar klæöning er aö vísu óhefluö og standandi en upprunaleg klæöning var auövitaö hefluö, plægö og liggjandi. Gluggarnir eru alveg eins og þeir voru. Reyndar settum viö gler í þá, Erlingur skar sjálfur þessar boga- dregnu rúöur, meira aö segja skar hann eina rúöu sem er alveg kringlótt og var ákaflega ánægður meö sig. Þaö þykir víst mjög erfitt aö framkvæma slíkan skurö en hann reyndi aö finna út úr því sjálfur. Og þaö tókst! ” Erlingur: „Þaö mætti reyndar láta fljóta meö eina sögu sem geröist á meöan viö stóöum í þessum aðgerðum. Þegar viö ákváöum aö klæöa húsiö aö utan fékk ég mér náttúrlega bæöi kúbein og sleggjuhamar til aö brjóta forskalninguna af. Þegar ég er svo aö brjóta hér götumegin, þaö var góö aðstaða, ég var hér einn um morg- uninn aö hamast á veggnum og gekk bara alveg ágætlega, kemur aö Jónas kailinn Guömundsson, stýrimaður og rithöfundur. Hann var á hægri ferö í bíl hér eftir götunni, stoppar, skrúfar niöur rúöuna og segir: „Nei, Erlingur. Nei, Erlingur. Ekki þetta! Biddu hana Brynju heldur aöopna meðgóðu! ”” Brynja: „Hér var mjög fallegt heimili áöur fyrr, meö gólfteppum og vönduöum húsgögnum. En viö gengum fyrst inn í þessar stofur auöar, meö heldur kuldalegum linoleumdúk. Við rifum dúkana í burtu og þá kom í ljós þessi viður, þessi fallega fura. Viö pússuöum því öll gólf og lökkuðum. Þetta eru kannski ekki alveg slétt borö en þau eru mjög falleg og gott aö þrífa. Veggirnir eru pappaklæddir. Og á. þessum tíma, eöa rétt eftir aö viö keyptum, kom þessi alda aö rífa maskínupappírinn af öllum veggjum og strigann og fara inn á panel. Sem betur fer vorum viö búin aö búa í húsinu í nokkur ár án þess að gera nokkurn skapaðan hlut og okkur datt ekki í hug aö rífa pappann af heldur geröum bara eins og alltaf hefur veriö gert í þessu húsi. Viö bara máluöum maskínupappírinn. Undir honum er strigi og undir honum eflaust panell, en ég get ekki hugsaö mér aö sjá hann. Eldabuskan mátti ekki sjást Eldhúsið þurfum viö aö gera upp, þaö er útbygging frá árinu 1942. Þá var einfaldasta leiðin aö furuklæða þaö, sem við og gerðum. Annars heföum viö þurft aö múra og mála og sparsla þaö allt. Húsiö var klætt aö utan og um leiö eldhúsiöaöinnan. I gamla daga var ekki gengið beint úr borðstofu inn í eldhús heldur var smáherbergi á milli, svokallaö anretteværelse. Sjóðandi matarpottar máttu ekki blasa viö gestunum og því var fyrirkomulagið þannig að fyrst var anretteværelset opnaö. Þar voru stofu- pigerne, fóru meö matinn inn í borö- ..Þcssjr mymiir cnt tir Fiiigleik.Si//itr/ón )óhamisson tcibhidi hitn tn^.tn.t. ti'/n ertt nttkknrs knn.tr samhLtnti .tf Ihtw/íð.trs/hínni o^ ttít tírtnnutm. Stgur/ón kom lu'rn.t etnn i/.tgtnn. eftir .ti) hl.ii liturinn v.tr komtnn ./ horðstofitr/.t. og n.tf okknr myniitrn.tr. Honttm f./nust f.n /’.tss.t sro vel vtðhtinn. stofuna og lokuöu á eftir sér. Á meöan setti eldabuskan næstu föt frá sér. En ég bjó úr þessu herbergi borökrók inni í eldhúsinu til að rýmra yröi um okkur. Borðstofan var máluö hvít í fyrstu, til þrifa eins og annaö í þessu húsi. Viö erum lengi aö velja liti. Stundum leita ég í óöryggi mínu til Magnúsanna vina minna, Skúlasonar arkitekts og Tómassonar myndlistarmanns. Biö þá um ráö svo viö séum nú ekki aö gera neina vitleysu. En þeir segja oftast: „Máliö eftir eigin smekk og enga vitleysu.” Eftir langa mæöu völdum viö síðan bláan lit á borðstofuna. Viö erum bara ansi ánægö meö hann. Manni líður mjög vel hérna í þessum bláa lit. Og þeir sem hugsa um áhrif lita á fólk tala um aö þaö séu margir sem þurfi á þessum bláa lit að halda. Að hann gefi orku. Hann er þannig blandaöur að hann er ekki kuldalegur. Þetta er orkugefandi litur. Okkur fannst ekki þurfa stórisa fyrir glugga. Langt er á milli húsa, næsta hús fyrir neöan er Fríkirkjuvegur 11 en á milli er gamla hestaréttin hans Thors Jensens, f jós og útihús voru rifin fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir eindregin mótmæli. Hér fyrir austan garöinn okkar eru gömlu traöirnar umluktar háum steingaröi, leirhellu- lögöum aö ofan. Þegar viö vorum ný- flutt hingaö komu hrekkjusvín meö hamra og brutu upp úr öllum gömlu leirflísunum. Nú, úr borðstofu er gengiö inn í sól- stofuna. Eg veit aö gamli maöurinn, Olsen og kona hans, sem voru af dönsku bergi brotin, sátu hér í þessu horni viö morgunverðinn. En sá gamli var svo heitfengur aö hann lét rífa ofn- inn úr þessari stofu og sat svo aftur á móti í vorsólinni hér inni í þessu horni og drakk sitt te á morgnana. Þessi stofa er þægileg og björt, enda er hún mest notuö á sumrin. Inni í þeirri stofu geymum við gamla ljósmynd sem Öskar Gíslason og Inga Laxness gáfu okkur. Hún er frá 1907, aö ég held, og þá er ekki byrjaö aö byggja Kvennaskólann. Og þar vantar Fríkirkjuveg 11 líka. En húsiö okkar sést aftur á móti mjög vel. Viö fengum þessa mynd ekki fyrr en viö vorum búin aö klæöa þaö aö utan. En viö sjáum aö núna er þaö miklu líkara því sem þaö var í upphafi en þegar þaö var forskalað. Húsiö er aö vísu aöeins ljósara og gluggarnir aöeins dekkri á myndinni en sami stíll. Græna stofan var máluö í þessum róandi græna lit því í henni er sjón- varpiö. Þetta var líklega skrifstofa gamla mannsins hér áöur fyrr. Hann notaði þó anddyrið aöallega til að taka á móti gestum hversdags. Stofur voru notaðar á tyllidögum. Viö notum þær aftur á móti alla daga og tölum bara í síma í anddyrinu. Hér inni hanga margir gripir sem okkur hafa veriö gefnir, minningar úr leikhúsinu og fleira. Skiljum húsið miklu betur rtúna í stuttu máli höguöum við því þannig aö viö flýttum okkur ekki aö laga eöa breyta neinu, fyrst og fremst vegna þess aö viö áttum enga peninga til þess. En ég er mjög fegin núna því ég held aö þaö hafi skipt sköpum aö hafa flutt inn í húsiö og fundið einhvern veginn smám saman út hvaö þyrfti aö gera, í staöinn fyrir aö breyta öllu áöur en maður flutti inn. Viö skiljum miklu betur núna hvernig húsiö þjónar okkur sembest.” 30 Víkan ZO. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.