Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 38
byggist við einhverju þessu
líku hvar og hvenær sem
væri. Hún heiði tæplega
tíma til að kanna málið á
eigin spýtur. Hún varð að
koma sér burt hvað sem
það kostaði! — Þetta hljóð
sem henni fannst hún
heyra, henni stóð stuggur
af því. En það þýddi ekkert
að hika. Hún hafði nóg af
peningum til að koma sér
undan og ekki þurfti hún að
kvíða því að vera of þekkt
hér um slóðir. Lyndon hafði
verið örlátur og jafnan gætt
þess að hún heíði sjálf nóg
ié handa á milli en hann
hafði ekkert hampað henni
í kunningjahópnum fram
að þessu. Regnið var ekki
eins þétt og áður og nú
greip óttinn hana enn meir
en áður.
Þruskið sem henni hafði
fundist hún heyra var orðið
of skýrt til að hún gæti leitt
það hjá sér. Það táknaði að
einhver vissi. Og nú var
oröið of seint að flýja. En
yrði hún næsta fórnarlamb
eða var þetta hljóð í ein-
hverjum sem ekki gerði
henni mein? Hún vissi ekki
almennilega hvort þruskið
kom úr borðstofunni, sem
var fyrir aftan hana, eða úr
garðinum. Hún gat ekki
hreyft sig af skelfingu.
„Gott kvöld, frú Bart,
eða er það ekki frú Bart?”
Meira mundi hún ekki.
Hún vaknaði svo í
þægilegum fangaklefa.
„Hún er vöknuð,” sagði
fangavörðurinn, „en ég
held hún þurfi að jatna
sig.”
Síðar um daginn var hún
færð til yfirheyrslu. Hún
gerði ekki kröfu um að fá
aö tala við lögfræðing. Hún
tortryggði lögfræöinga.
„Treystu aldrei lögfræð-
ingum,” hafði Lyndon ein-
hvern thna sagt við hana,
„þeir hugsa aldrei um ann-
að en að hafa eins mikið fé
af þér og þeim er unnt og
kæra sig kollótta um hvort
þú lendir í fangelsi eða
ekki.” Þetta rifjaðist nú
upp fyrir henni og hún fann
að hún var sama sinnis.
Dánarorsök Lyndons var
fundin, eitur í kampavín-
inu. Sterkt eitur en bragð-
laust, eitur sem mjög erfitt
var að verða sér úti um.
Hún var ekki formlega
ákærö, „. . . en framhjá því
er ekki hægt að líta að þú
ert einkaerfingi mikilla
auðæfa og að því er
þjónustufólkið segir var
það að þínu undirlagi að því
var gefið frí þetta kvöld og
þið sáuð sjálf um gestina.
Það er mjög óvenjulegt í
húshaldi Lyndons Bart.”
Hún hafði ekkert um
þetta að segja aö svo
stöddu. Hver myndi virða
hennar sjónarmið, hér þar
sem hún var ein um sínar
skoðanir?
Lögreglumaðurinn sem
yfirheyrði hana var sá
sami og hafði komiö aftan
að henni um nóttina. Hann
hafði fylgst með Lyndon
um nokkurt skeið vegna
þess aö hann lá undir grun
um ólögleg eiturlyfja-
viðskipti. Ekkert af þessu
kom henni á óvart — ekki
beinlínis.
„Hverjir voru í sam-
kvæminu auk ykkar?”l
spurði lögreglumaðurinn.
„Ég þekki fæst af þessu
fólki, en þarna voru
viðskiptafélagi mannsins
míns, með konunni
sinni. . . ”
„Langdon, já. . .”
„.. . og svo voru
einhverjir gamlir vinir
Lyndons, heita Ward og ég
held að hún sá dálítið eldri
en hann. Hún er kvik-
myndaleikkona, svo mikiö
veit ég.”
„Já, haltu áfram!”
„Já, en þið vitið þetta
allt!”
„Já, já, en það er góð
byrjun fyrir þig að rifja
þetta upp.”
„Byrjun á hverju?”
„Á yfirheyrslunni.”
„ Jæja, það voru svo sem
ekki nema ein hjón í viðbót,
Lon Reed og Clarissa
Darling, bæði úr
auglýsingabransanum. ’ ’
„Ertu ekki að gleyma
neinu?”
„Nei?”
„Hvað um tvíburabróður
Reed?”
„Tvíburabróður! Mein-
arðu að þeir hafi verið
tveir. . . . það skýrir ýmis-
legt!”
„Nú?”
„Já, ég botnaði ekkert í
hvernig hann gat verið
bæði á veröndinni og í borð-
stofunni svo að segja
samtímis. En af hverju
sagði Lyndon mér ekki frá
því að þeir væru tveir?”
„Hann hlýtur aö hafa
haft sínar ástæður. Archi-
bald Reed er lögfræðingur
og ógiftur í augnablikinu.”
„Lögfræöingur? Og ertu
viss um að þeir hafi báðir
verið þarna? Ég tók örugg-
lega bara á móti einum! ”
„Við skulum fara betur
yfir það á eftir. En hvernig
fór samkvæmið fram?”
„Þaö er eiginlega ekki
frá neinu að segja. Við
vorum með allt tilbúið,
vínið og veitingarnar. Og
gestirnir komu um tíu-
leytið. Þetta var allt hálf-
ógeðslegt. Flestir drukku
sig of fulla, nema kannski
Clarissa, og Lyndon var
alls ekki fyrsti maðurinn í
gólfið. En það virðist ekki
vera til siðs í þessum hópi
að sinna þeim sem lognast
út af svo að mig grunaði
ekkert þegar Lyndon var
kominn í gólfið. Ekki fyrr
en auðvitað eftir að gest-
irnir voru farnir. Það var
nú næstum kominn morg-
unn þegar þeir fóru
loksins.”
„Var það þá sem þér
varð ljóst hvers kyns var?”
„Já, og þá settist ég út á
verönd. Það var ekki hægt
að hugsa í þessu ógeðslega
lofti þarna inni. Og ég vissi
ekkert hvað ég átti aö
gera.”
„Gerðirðu eitthvað?”
„Nei, ég bara hugsaði”
„Um hvað?”
„Að mér yrði kennt um
allt. Mér er hvort sem er
alltaf kennt um allt.”
„Jæja, við skulum bíða
með þaö. Við vitum að
fleiri en einn vildi manninn
þinn feigan. Þú getur sjálf-
sagt ímyndað þér hvernig
er að reka viðskipti með
manninum þínum?”
„Já, það má næstum
segja að ég hafi gert það.”
„Charles Langdon hafði
gert ítrekaðar tilraunir til
að slíta samstarfinu við
Lyndon, en árangurslaust.
Hann var ekkert sérlega
hrifinn af þeim viðskiptum
sem herra Bart virtist
stunda í skjóli fyrir-
tækisins.”
„Já?”
„Og svo var það Lon
Reed. Hann hafði ástæðu til
að leggja fæð á Lyndon því
að hann hefur átt vingott
við konu hans árum
saman.”
„Árum saman, en það er
búið, erþaðekki. . . ?”
„Var? Nei, frú Bart, ég
hef nú verið að fylgjast
með manninum þínum
nógu lengi til að geta fullyrt
að svo var ekki. En það er
auðvitað búið núna.
Og Archibald Reed, lög-
fræðingurinn. Hann og
maðurinn þinn hötuöust, en
eitthvað var það sem olli
því að þeir virtust alltaf
verða á vegi hvor annars
og jafnvel þurfa á návist
hvor annars að halda.”
„Og hvað heldur þú?”
„Já, mér finnst nú senni-
legast að þú hafir drepið
hann. Þú gerir þér eflaust
grein fyrir hvaö þú erfir
mikið en það getur orðið
vandaverk að finna sann-
anir gegn þér því að þú
hefur alla aðstöðu til að
ganga frá lausum endum,
38 Vikan 20. tbl.