Vikan


Vikan - 19.05.1983, Qupperneq 39

Vikan - 19.05.1983, Qupperneq 39
framyfir aðra. Og sú staðreynd að þú sast á veröndinni og hafðist ekki að er síst til þess fallin að gera þig tortryggilega, þú ert skynsöm stúlka og hafirðu ætlað að fremja morð hefurðu staðið skynsamlega að því fram að þessu.” „Hvað með hinar kon- urnar. Ástkonuna?” „Ástkonan gæti verið ástæða fyrir þig.” „En ég vissi ekkert af henni.” „Það segir þú.” „Og hin, þessi kvik- myndaleikkona, Sylvia Langdon?” „Hún er nú svo mikil gufa að hún gæti aldrei útvegað sér vandfundið eitur. En það gæti snjöll og falleg stúlka áreiðanlega.” Rannsókn tæknideildar lögreglunnar leiddi fátt nýtt í ljós, ótal atriði að vísu en ekkert sem virtist bitastætt. Ekkert fannst af umbúðum utan af eitrinu, ekki minnsta vísbending um hvar það hefði verið fengið. Það var ekki fyrr en dag nokkurn að Archibald Reed breytti framburði sínum að skriður komst á málið. Susan Bart var látin laus og Clarissa Darling Lyndon eftir að hann giftist Susan. Hann var ekki viss en ákvað að koma hug- myndinni á framfæri við lögregluna því að Clarissa hafði hafnað honum og nú var hann búinn að fá auga- stað á Susan — ekki spillti nýfenginn arfur. Það var ekki að sökum að spyrja, um leið og löreglan fór að einbeita sér að réttum sökudólg kom ýmislegt fram í dagsljósið. Einn af auglýsendum við fyrirtæki Clarissu kannaðist við að hafa útvegað henni eitrið gegn því að hún gæfi honum upplýsingar um annað fyrirtæki, upplýs- ingar sem skiptu hann miklu máli. Einhver mundi eftir því að Clarissa hafði verið lítið drukkin í sam- kvæminu og það var einstakt, ef menn á annað borð höfðu áhuga á því. Clarissa vissi þar að auki að hún yrði í hættu ef alvar- lega kastaðist í kekki milli hennar og Lyndons því að hún vissi of margt um eiturlyfjaviðskipti hans. Ein af undirtyllum Lyndons staðfesti að hún hefði verið orðin óvinsæl í undirheimunum og þeir biðu bara eftir bendingu frá húsbóndanum um að gera út af við Clarissu. Hún játaði aldrei að hafa óttast um líf sitt en eftir að sá sem útvegaði henni eitrið játaði gafst hún upp og sagðist hafa framið morðið í afbrýðikasti og vegna þess að Lyndon hefði hafnað henni á ruddalegan hátt. Málflutningur hennar vakti samúð kviðdómsins og hún fékk vægan dóm. „Mágkona mín heíur alltaf verið greind kona,” sagði Archibald Reed við Susan konu sína þegar þau sátu á veröndinni í þrumu- veðri í morgunsárið tveim árum seinna. „Ekki segi ég nú að ég hlakki til þess þegar hún verður látin laus. Við ættum kannski að flytja. . . . En þú varst nú falleg þegar þú sast hér á veröndinni um árið. ...!!! handtekin í staðinn. Archi- bald Reed hafði sett fram kenningu um mágkonu sína, kenningu sem hann að vísu gat ekki stutt neinum sterkum rökum en leiddi þó að lokum til játningar. Clarissa var unga snjalla konan, ekki Susan. Og hún byrlaði fyrrverandi ást- manni sínum eitur. Það undarlega hafði nefnilega gerst að Lyndon hafði farið að vanrækja hana eftir að hann kynntist Susan, þá ákvað hún að drepa hann. Hún gætti þess að Lyndon kæmi nógu oft til hennar til að engan grunaði að sam- bandi þeirra væri lokið því að þá vissi hún að grun- semdir gætu fallið á hana. Það sem hún gerði sér ekki grein fyrir var aö mágur hennar fylgdist grannt með gangi mála og hafði tekið eftir að ekki var allt með felldu hjá Clarissu og ZO.tbl. Vikan39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.