Vikan


Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 41

Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 41
Fimm mínútur með Willy Breinholst Þýðandi: Anna Risinn fráBazas Það var molluhiti, eins og alltaf er í sunnanverðu Frakk- landi í júlí. Ég hafði ekið mestan hluta dagsins og var þyrstur, svangur og yfir mig þreyttur þegar ég fann loksins veitingahús miðja vegu milli Bourgneuf og Casteljaloux. Ég heyrði raddir frá eldhúsinu og fór þangað inn. Þetta var ein-af þessum dæmi- gerðu litlu suðurfrönsku greiða- sölum þar sem lífinu er ófrá- víkjanlega lifað umhverfis kola- eldavélina sem fyllir helminginn af steinlögðu gólfinu í herberg- inu en matmóðirin fyllir svo að segja út I það sem eftir er af plássinu í herberginu, ef frá er talið eitt hornið þar sem nokkrir bændur sátu í kringum þung- lamalegt eikarborð og stunduðu lauflétta hugleiðslu yfir nokkrum bústnum flöskum. Ég heilsaði og matmóðirin gaf mér til kynna með höfuðhreyfingu að mér væri óhætt að setjast við borðið. Andartaki seinna lét hún flösku af heimavíni á borðið hjá mér og stóran skammt af soðnu lambakjöti með súrkáli að auki. Ég gerði mitt besta til að halda einhverjum af þeim óteljandi köttum sem að mér sóttu frá diskinum mínum og fór að borða. Augnabliki síðar opnuðust ■nHranm dyrnar og maður birtist á þröskuldinum. Hann var nábleikur, greinilega í miklu uppnámi út af einhverju voða- legu, og orðlaus af angist. — jacques, sagði einn mann- anna við borðið, qu’est-ce qu’il y a? Hvað gerðist? Jacques opnaði munninn, eins og hann ætlaði að reyna að svara, en það heyrðist ekki orð af vörum hans. Hann staulaðist að borðinu með stjörf augu og hlammaði sér á lausan stól þar. Einn mannanna hellti í glas handa honum og hann teygði sig í það. Hann tæmdi það í einum teyg. Þá loks fékk hann málið. — Que. Dieu nous soit en aide, stundi hann og signdi sig, ég sá risa, óhugnanlegt skrímsli, tólf og hálfan metra á hæð. — Bon Dieu, það fór kliður um hópinn. Ertu að tala um raunverulegan lifandi risa, jacques? — Það er útilokað. Ce n’est pas posible. — Ég sá hann með eigin augum. Ég var á leið heim. Ég var kominn rúma mílu þegar hann kom skyndilega á móti mér. Tólf og hálfur metri á hæð. Hroðalega stór risi. — Þú hefðir ekki átt að drekka síðustu flöskuna, Jacques, sagði einn mannanna við borðið til að kanna málið. Jacques tók þessa athugasemd sem örgustu móðgun ef marka mátti augnaráðið sem hann sendi manninum. — Hann kom beint á móti mér og vildi seilast til mín og ég tók stefnuna beint yfir akurinn hans Gérard og slapp undan. Mennirnir sátu þöglir litla stund. Svo lagði matmóðirin kindakjötspottinn frá sér og kom að borðinu. Meðan hún þurrkaði sér vandlega um hendurnar á köflótta þurrkustykkinu spurði hún: — Hvað sagðir þú að hann hefði verið hár,Jacques? — Tólf og hálfur mctri, svaraði jacques. — Nákvæmlega tólf og hálfur metri? — Jacques kinkaði kolli. Svo rann upp fyrir mönnunum við borðið hvað matmóðirin var að fara og einn þeirra spurði: — Hvernig getur þú vitað að hann var nákvæmlega tólf og hálfur metri á hæð? jacques hellti sér í glas úr einni flöskunni og meðan hann tæmdi það biðum við spennt eftirsvarinu. — Vegna þess, sagði hann og lagði glasið frá sér, vegna þess að hann fór undir járnbrautar- brúna við Bazas og hann rétt slapp undir hana án þess að beygja sig. A brúnni stendur skýrt og greinilega: „Hámarks- hæð tólf metrar”. Þetta var sigur sem greinilega hafði sín áhrif. Mennirnir við borðið byrjuðu að iða í sætum sínum. — í hvaða átt fór hann? spurði einn þeirra. - I áttina að Labouheyre. — Dieu soit loué, sögðu mennirnir og önduðu léttar. Eftir því sem ég gat, á mjög svo takmarkaðri frönsku, reyndi ég enn að láta í ljós efasemdir um hæð risans. — Engar járnbrautarbrýr sem ég veit af eru liðlega tólf mctrar á hæð, sagði ég. Andartaki síðar vorum við allir komnir af stað að brúnni við Bazas til að líta nánar á aðstæð- ur. Jacques hafði í flýtinum sýnst skemmd í steinsteypunni vera talan 1 og þegar við fórum til baka var okkur stórlega létt, því við vorum þess fullviss að maður- inn, sem vínbóndinn Jacques hafði hitt, væri um það bil 2,5 metrar á hæð. Og það er að sjálfsögðu tals- vert mikið. BHHHHHH ZO. tbl. Vifcan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.