Vikan - 19.05.1983, Side 43
FRAMHALDSSA GA
a
í kringum þau, en ekkert annað
var eins. Adam var minjagripur
um einhvern annan og Suzannah
fannst ekki sérlega gaman að lif-
andi minnisvörðum.
„Súpan er til.” Hún rétti Coby
disk til aö bera inn.
Þegar búiö var að setja Adam
ofan á símaskrána dró hann skeið-
ina í gegnum súpuna eins og hann
væri að reyna að mæla ummál
disksins.
„Ljúffeng,” sagöi Coby. Hann
horfði á son sinn gutla í fölri súp-
unni. Adam lyfti loks skeiðinni
uppaðmunninum.
Þegar hún komst á áfangastað
stækkuðu barnsaugun ótrúlega.
Hann herpti munninn eins og hann
ætlaði að hrækja, dró skeiöina
burt og klemmdi augun aftur.
„Hún er — þykk. Og köld,” sagði
hann með andköfum, svo kyngdi
hann fimm sinnum eins og súpan
væri líka kekkjótt og stæði í
honum.
„Þetta er köld súpa sem heitir
vichyssoise.” Suzannah horfði á
barnið sem starði með hryllingi á
súpudiskinn. „Ekki uppáhalds-
súpan þín, ha? Þú þarft ekki að
borða hana eða neitt annað sem
þér finnst ekki gott. ”
Adam setti frá sér skeiðina og
laut höfði.
Tuttugu og fimm mínútum síðar
var Suzannah komin með nýja
hrukku á milli brúnanna.
Hún hafði reynt aö vera góð hús-
freyja. Hún hafði forðast allar
setningar sem gætu komiö
drengnum úr jafnvægi. Hún hafði
líka reynt að gefa litla heilanum
eitthvað til aö hugsa um. En hvað
var hægt að segja þegar öllu var á
botninn hvolft? Hefur einhver
lesið góða bók fyrir þig nýlega?
Hvernig líst þér á Stundina okkar
þetta áriö?
Hún hafði líka reynt að láta sem
hún sæi ekki hvað drengurinn
gerði viö matinn sem hún hafði bú-
ið til af slíkri natni. Hún leit undan
þegar hann gróf alla sveppina
undir villihrísgrjónunum sem
hann bragðaði ekki á. Hún leit í
aðra átt þegar hún sá hann bragöa
á kálfakjötsflís, tyggja einu sinni
og hætta, mjaka kjötinu út í kinn.
Hún talaöi ákaft til að hann heyrð-
ist ekki koka þegar hann kynntist
sperglinum. Þaö grænmeti var nú
tryggilega komiö í gúlinn hjá
kálfakjötinu.
Hún hafði boðist til aö hita dós
með grænmetissúpu. Það var þaö
næsta barnaréttum sem fannst í
skápunum hennar. En drengurinn
hristi höfuðið. Matur í kinninni
hindrarmál.
Hún þeytti kaldan rjómann,
bætti við curaco og sykri og hnykl-
aði brýnnar. Þaö var ekki hægt að
sneiða hjá honum. Þögull, þaggað
niöur í honum með mat og greini-
legum loforðum um að koma vel
fram, en hann var samt alls
staðar. Stuttur staðgengill Stóra
bróður, sitjandi á símaskránni.
Hún þvingaði fram bros áður en
hún fór fram úr eldhúsinu. „Þér
finnast jaröarber góð, er þaö ekki,
Adam?” Hún skammtaði eftir-
réttinn. „Öllum þykja jarðarber
góð,” bætti hún aðvarandi við.
„Jamm,” sagði hann með
raunverulegri hrifningu.
Þótt hún byggist við því að eðli-
legum börnum þætti þeyttur rjómi
líka góöur kippti hún sér ekki upp
við að hann skyldi ýta öllum
rjómanum út á diskbarminn og
jafnvel ekki þegar hann eyddi
heilli eilífö við að plokka allt hvítt
af berjunum. En henni brá
tvímælalaust í brún við nýja
atlögu þegar hann stakk í jarðar-
ber og stakk því loks upp í sig.
Hann sýndi á undarlegan hátt
hvaö honum þóttu jarðarber góð,
ranghvolfdi augunum. Hann virt-
ist vera með hundaæði, ataður
rjóma og jarðarberjamauki við
munninn.
„Ég held,” sagöi Coby, „aö þaö
sé, ah, eitthvað óvenjulegt við
þetta jaröarberjabragð.”
Adam kinkaöi kolli. Máliö, sem
var hvort eð er næstum ógerlegt,
hefði sömuleiöis aukið á smithætt-
una.
„Jæja,” sagöi Coby, „þaö er þá
meira til handa mér og ég er því
feginn.” Coby teygði sig eftir disk-
inum.
Nákvæmlega á sama andartaki
teygði Adam sig eftir mjólkinni
sinni.
Hendur þeirra rákust á í loftinu.
Suzannah horfði á meö sljóum
hryllingi þegar framhandleggur
Cobys slóst í kerti og velti um
keramikstjakanum. Ljósgrænt
kerti steyptist beint á nefið niður á
dúkinn og Suzannah lyfti glasinu
sínu.
Hún þurfti ekki að hafa áhyggj-
ur af eldinum því aö mexíkanski
kertastjakinn og baccarat-glas
Adams brotnuðu bæði viö höggiö
og steyptu mjólkurflaumi yfir log-
ann.
En þarna voru önnur kerti,
fjólublá og appelsínugul, skarlats-
rauð og himinblá, sem kveiktu í
dúknum. Coby og Suzannah börðu
í eldinn, helltu yfir hann vatni og
víni, börðust hetjulega við skellina
og eldslogana. Þau skeyttu ekki
um logana sem slokknuöu í rjóma-
klessunum.
Adam forðaði sér þegar eldhafið
og flóðiö stefndi aö honum. Síma-
skráin skall á gólfinu, stóllinn með
háum hvelli á eftir henni.
„0,” sagði Adam, „Ö, ó! ”
Borð Suzannah minnti á vígvöll.
Glerbrot og skærlitt keramik lá
eins og hráviöi á brenndum og gíg-
óttum vellinum. Mjólkur-, vín- og
vatnsflaumur sameinaðist í föl-
bleikum pollum. Kristall gægðist
upp úr jöklum meö curaco-bragöi.
„Ég held,” sagði Suzannah eftir
nákvæma rannsókn, „ég held að
það sé best að viö drekkum kaffið
annarsstaöar.”
Adam var sem gróinn fastur,
munaðarleysinginn úr stríðinu,
ekkert nema augun.
Suzannah andvarpaði. „Ekki
taka þetta nærri þér,” sagði hún
við drenginn. „Þetta var engum
að kenna. Og þetta er eiginlega
ekki neitt.”
Ekki neitt. Nema einn
sérhannaður dúkur, kostnaður: 80
dollarar ef verðbólgan haföi ekki
sprengt upp veröið. Eitt baccarat-
staup, kostnaður: eitthvað rúmir
50 dollarar. Einn mexíkanskur
kertastjaki, kostnaöur: sama og
enginn, fyrir utan flugfariö til
Cuernavaca þar sem hún hafði
fundið leirkerasmiöinn í hliðar-
götu: Eitt hugsanlega dásamlegt
kvöld, undirbúið, mögulegt.
Kostnaður: enginn. Hún haföi
enga löngun til aö endurtaka þaö
nokkru sinni aftur.
Kaffi. Og líkjör eftir matinn. Og
bamiö stökk inn og út úr svefn-
herberginu, leiddist sjónvarpið,
hóstaöi, hummaði, afsakaði sig í
hvert sinn sem hann kom enn eina
ferðina inn, gætti þess að engar
tvær setningar gætu verið í sam-
hengi.
Suzannah kæföi geispa.
„Best að ég fari.” Coby flutti sig
til hennar í sófanum. „Þaö er
komið fram yfir háttatíma
Adams.”
„Helduröu að hann sé
sofnaður?” Þau höföu ekki verið
ónáðuð í sjö heilar mínútur.
„Eflaust. Ég skal vekja hann.”
En Coby hreyfði sig ekki, nema
hvað hann laut nær henni og kyssti
hana.
Eitt andartak gufaði upp óró-
leiki og streita kvöldsins. Eitt
andartak heyrði hún ekki eltingar-
leikinn í sjónvarpinu í svefnher-
berginu. íbúöin hennar breyttist
aftur í virkið, höfnina, púðann á
hörðu yfirborði heimsins hennar
Suzannah.
Þau sátu þögul, héldu hvort um
annað. Hann var alveg fyrirtak,
hugsaði hún. Hann veitti hlátur og
tónlist og ævintýrakennd viö
óverulegar athafnir. Hann gaf,
þegar mannlegur máttur gat
gefið, sjálfan sig og fullkomlega.
Hún kunni vel viö þaö sjálf, þá
gjöf.
Ef það hefði bara ekki verið
þessi galli, þessi hrokkinhærði
fjandmaður. En stórkostlega
fyndiö að vera sjálfur hár-
nákvæmur í getnaöarvörnum og
svo mætir elskhuginn með löngu
tilbúið barn.
Þau kysstust aftur og aftur varð
allt gott. Gott eins og þaö sem hún
mundi eftir, gott á nýjan hátt,
þrungið tilfinningum sem Suz-
annah fann fyrir en kom ekki fyrir
sig. Hún greip þéttar um Coby.
„Pabbi!” Hryllingur. Hneyksl-
un.
Búin faðmlögin. Búnir kossarn-
ir. Búiö. „Ég vil fara heim,” sagði
Adam, strunsaði til föður síns og
greip fast um handlegg hans.
Þegar hann var búinn að sýna
eignarrétt sinn leyföi hann augun-
um að flökta til Suzannah.
„Ég hélt að þú værir sofandi.”
Coby þrýsti syni sínum að sér.
„Hvaö segiröu um að taka saman
bækurnar og litina og slökkva á
sjónvarpinu? Svo förum við. ”
Adam losaöi hægt takiö á Coby
og gekk afturábak að svefnher-
berginu.
Coby andvarpaði og stóð á fæt-
ur. „Má ég hreinsa upp draslið
fyrst?” Hann bandaði hendinni í
átt aö hryggöarmyndinni af boröi.
Suzannah dró úr því í þriðja eöa
fjórða sinn. Hún vildi syrgja
kvöldiö sitt ein sér, þeyta sínum
eigin rústum niður um ruslalúg-
una.
„Suzannah, þú ætlar ekki að
gera kvöldið í kvöld að hneykslis-
máli, er það? Hann — þetta var
framandi umhverfi fyrir hann.
Þetta var fremur mér aö kenna en
honum. Ég hefði ekki átt að þiggja
heimboðiö eða koma með mat eöa
plastbolla eöa —”
„Coby — gleymdu þessu! ”
„Hvaö með morgundaginn?”
Hún horfði á hann furðu lostin.
Hann virtist alltaf ljóma innanfrá
en núna, þegar hann brosti, barst
ljósiö upp á yfirborðið, logaði í
augum hans, gerði húðina rjóða.
Hún fann hitann stafa af honum.
„Klukkan hvaö?” spuröi hún
hljóðlega.
„Átta. Hálf-níu.” Hann kyssti
hana.
„Þú kyssir furðulega vel,” sagði
hún.
20. tbl. Vikan 43