Vikan


Vikan - 19.05.1983, Síða 50

Vikan - 19.05.1983, Síða 50
Eldhús Vikunnar Umsjón: Jón Ásgeir Sigurðsson Höfundur: Stefán Stefánsson matreiðslumeistari Vinnustaður: Múlakaffi, Hallarmúla, Reykjavik Piparsteik (Dugir fyrir fjóra) — sígildur franskur réttur sem er orðinn mjög vinsæll á Norður- löndum. 4 sneiðar af nautalundum, 2 1/2 sm d þykkt. 1 tsk. salt 11/2 tsk. svört piparkorn 2 msk. smjör 2 tsk. franskt sinnep 2 msk. smátt saxaður laukur 2 msk. koníak 2 dl soð 1 dl rjómi 2 msk. gróft söxuð grœn paprika 1 msk. söxuð steinselja. Kjötsneiöarnar eru baröar létt og salti og muldum piparkornum núið inn í þær báöum megin. Smjöriö brúnað á pönnu, kjötið látið á pönnuna og steikt í tvær mínútur á hvorri hlið. Þunnu lagi af sinnepi smurt á hvora hliö. Lauknum stráð milli kjöt- sneiðanna og snöggsteikt. Koní- akinu hellt á og kveikt í. Kjöt- sneiðarnar látnar á heita diska. Soðinu hellt á pönnuna og þynnt með rjómanum. Paprikan látin út í og sósan soðin áfram í nokkrar mínútur svo aö hún þykkni. Aö síöustu er smá-smjörbita bætt í sósuna og henni síðan hellt yfir kjötið. Steinseljustráðyfir. Me/baperur Sjóðið flysjaðar perur í sykurlegi sem bragðbættur er með sítrónusafa eða hvítvíni. Takið stilkinn ekki af perunum. Kælið perurnar í leginum. Berið þær fram kaldar með ís. Hella má hindberja-, jarðarberja- eða apríkósumauki á perurnar og ísinn og skreyta með söxuðum möndlum. /nnbakaður fiskur — algengur réttur sem öllum finnst góður. 500 gfiskflök (.smálúða, rauðspretta eðaýsa) 1 dl hveiti salt pipar kapar 1 egg 1 dl brauðmylsna 1 sítróna olía til að steikja í. Fiskflökin eru skorin í stykki. Sítrónusafa dreypt á þau og þeim velt upp úr krydduðu hveiti, eggi og að síöustu brauðmylsnu. Olían hituð í 75° C. Nokkur fiskstykki steikt í einu þar til þau eru fallega gulbrún. Borið fram með til dæmis soðnum kartöflum, hrá- salati og kaldri majónessósu. remúlaði eða tartarsósu. Remú/aðisósa Blandið saman majónessósu og smátt söxuöum sýröum gúrkum, kapar, saxaðri steinselju og blaðlauk. Tartarsósa Hrærið tvær eggjarauður saman við majónes, 1 msk. af sítrónusafa, 1/2 tsk. af salti, ögn af pipar, 1—2 tsk. af sinnepi og 1 tsk. af ediki. Blandið síðan út í 1 dl af maísolíu og síðan 2—3 dl af mat- arolíu. Hrærið vel í á meðan. Blandið saman við sósuna smátt söxuðu sýrðu grænmeti (pikklis) og lauk. 50 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.