Vikan


Vikan - 19.05.1983, Síða 51

Vikan - 19.05.1983, Síða 51
Draumar Get flogið Kæri draumráðandi. Eg hef aldrei skrifað þér áður og vona að þú viljir ráða þennan draum, hann er mjög svipaður þeim sem mig dreymiryfirleitt. Hann ersvona: Mér finnst ég vera stödd í kaupstað og að ég sé á flótta undan einhverjum og sé að það er líka einhver annar að flýja sem ég kannast við. Þegar ég kem nær sé ég að það er Z. Eg á- kveð að hjálpa honum og tek í höndina á honum. Z spyrnir t jörðina og þá get ég flogið með því einu að segja að ég geti það. Svo heldur hann allt í einu í löppina á mér og ég svíf svoleiðis yfir nokkur hús. Þá vorum við sloppin en samt hélt ég áfram að fljúga hærra og hærra. Þá segir Z að hann sé að missa takið en ég hlusta ekki á hann fyrr en hann dettur niður, þá flýti ég mér að ienda og þá er Z í einm hrúgu og virðist allur mölbrotinn. Eg tek hann í fangið, lyfti mér upp og svífyfir öll húsin til að geta séð hvar sjúkrahúsið er. Þá finnst mér ég vera á mjög kunnugum stað og flýg upp eftir að sjúkrahúsinu en þá er það ekki lengur sami staðurinn heldur í einhverri stórborg. Þegar ég kem inn legg égZ á bekk rétt innan við dyrnar. Þá kemur hjúkrunarkona og spyr hvað við séum að þvælast þarna inni. Eg segi að Z sé mjög veikur, allur brotinn og að hún eigi að athuga Z strax. Hjúkkan tekur í axlirnar áZ og segir við mig: Hann er ekkert veikur og hættið þið þessan vitleysu. Var þá ekkert að Z og vaknaði ég svo. Eg vona að þú getir ráðið þennan draum fynr mig því að allir draumarnir sem mig deymir eru þannig að ég get flogið og er alltaf að bjarga einhverjum. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, K.E.Á. Þessar draumfarir endur- spegla drauma þína um að geta sigrast á þeim erfiðleikum sem þú þarft að takast á við. Með þessum draumum léttir þú af þér daglegu amstri og vinnur sigur í draumunum. Margir vilja halda því fram að draumar af þessu tagi séu góðir fyrir lífið og sálina og hjálpi fólki í dag- legu amstri svo þú skalt telja þá fremur jákvæða en neikvæða þó ekki geti þeir beinlínis talist tákn- draumar. Kysst á skipi Kæri draumráðandil Eg ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi í nótt. Þetta er stuttur draumur þegar ég skrifa hann niður á blað en mér fannst hann vera ferlega langur þegar mig dreymdi hann. Mér fannst ég vera á skipi með vinkonu minni og bróður hennar sem er aðeins eldri en ég. Brðð- irinn kom labbandiþangað sem ég og vinkona mín stóðum. Eg held að hann hafi ætlað að labba framhjá okkur en þá sný ég mér við, tek utan um hann og fer að kyssa hann. Þegar við erum hætt að kyssast tekur hann í handlegginn á mér, brosir svo til mín og labbar burtu. Eftir þetta hitti ég hann oft á skipinu og þegar við hitt- umst tók hann alltaf utan um mig og klappaði mér allri. Það var fleira fólk en við á skipinu en ég sá aldrei andlitin. Eg þekki bróðurinn æðislega vel, við erum góðir vinir en ekkert meira en það. Jæja, ég vona að þú viljir ráða þennan draum fyrir mig. Með fyrirfram þökk, bæ, bæ. Eg-um-mig-frá-mér-til- mín. í þessum draumi er í rauninni ekkert annað en staðfesting á vináttu ykkar stráksins og hann bendir ekki til að neitt meira verði á milli ykkar í framtíðinni. Hins vegar gætu orðið einhverjar breytingar í lífi þínu á næstunni og fer það mjög eftir því hvernig var í sjóinn hvort þær eru þér að skapi eða ekki. Ef gott var í sjóinn, ekki síst ef veðrið var gott, þá er það góð breyting en lakari ef slæmt var í sjóinn. Þú getur raunar ekkert um hvernig veðrið var en manst það vonandi sjálf og skilur þar af leiðandi merkingu draumsins. Sameinið enskunám og sumarfrí Enskukennsla fyrir hádegi, skemmtiferðir og íþróttir eftir hádegi og á kvöldin. í sumar efnir hinn vinsæli málaskóli, The Globe Study Centre For English í Exeter, til námskeiða fyrir fólk á öllum aldri. Undanfarin 5 sumur hafa margir ánægðir íslendingar stundað enskunám þar sem öllum nýtísku kennsluaðferðum er beitt og jafnframt notið lífsins á þessum veðursæia stað við suður- strönd Englands. 1. Fullt fæði og húsnæði hjá valinni enskri fjölskyldu eða dvöl á stúdentagörðum. 2. 14 klst. kennsluvika hjá góðum og reyndum kennurum. 3. Dagsferðir (m.a. til London) og margs konar íþróttir á dagskrá 5 daga vikunnar. Kennsla í siglingum, golfi og tennis. Brottfarardagar: 25. júní, 16. júlí og 6. ágúst. Lágmarksdvöl er 3 vikur. ísl. fararstjóri mun fylgja nemendum frá Keflavík til Exeter. fAllar nánari uppl. veitir Böövar Friðriksson í síma 41930 á skrifstofutíma og síma 46233 á kvöldin og um helgar. 20. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.