Vikan


Vikan - 29.12.1983, Page 10

Vikan - 29.12.1983, Page 10
Aðboða landanum bindíndi og Afríkumönnum trú — rætt við Jón Hjörleif Jónsson, prest, trúboða og bindindisfrömuð Texti: Þórey Myndir: Ragnar Th., Jón Hj. Jónsson Reykingavarnir og trúboð eru ólík málefni í sjálfu sér en þó hvort tveggja mál sem menn mættu leiða hugann að nú um jól og áramót. Jón Hjörleifur Jónsson er prestur aðventkirkjunnar í Reykjavík. Hann hefur um langt árabil verið ótrauður baráttumaður gegn reykingum. Til þess að hjálpa fólki að liætta að reykja hefur hann haldið fjölmörg námskeið vítt og breitt um landið og margir hafa leitað þar hjálpar í stríðinu við eigin óvana. Aðventistasöfnuðurinn á Islandi telur um 600 manns og snar þáttur kirkjustarfsins er boðun fagnaðarerindisins víðs vegar um heiminn. Jón Hjörleifur dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í Ghana í Vestur-Afríku á árunum 1976-1980. Þar starfaði hann sem trúboði og kennari á veg- um kirkju sinnar. En fyrst víkur talinu að reykingavarnastarfinu. Fimm daga áætlun - baráttan gegn reykingum Ég var við nám í Bandaríkjun- um frá ’50 og þar komst ég í kynni við aðventista sem gengu fram fyrir skjöldu í reykingavarna- málum. Meðal annars framleiddu þeim fyrstu reykingavarnakvik- myndina sem vitað er um og heitir „Einn af tuttugu þúsund”. Hún heitir svo vegna þess að á þeim tíma voru læknar aö leiða rök að því að árlega dæju tuttugu þúsund manns í Bandaríkjunum af völdum reykinga. Eg var einn í hópi þeirra sem fylgdu myndinni úr hlaði og ferðaðist með hana í skóla, í félög og á ýmsa staði. Þeg- ar ég kom heim til Islands var ég með eintak af myndinni í fórum mínum. Ég ferðaöist með hana í félög, klúbba og skóla og þetta varð byrjunin á reykingavarna- starfi mínu hér á landi. Reykingavarnaþátturinn sem ég hef unnið viö og kallast „fimm daga áætlun til að stöðva reyking- ar” á einnig upptök sín í Banda- ríkjunum. Nafnið er dregiö af því aö þetta er námskeið sem stendur yfir í fimm daga í röö. Það voru aöventistar, læknir og prestur sem grundvölluðu þessa fram- kvæmd. Þeir veltu þessum alvar- legu málum mikið fyrir sér og hvernig mætti koma fólki sem reykti til hjálpar. Þeir byggðu upp fimm daga áætlun sem er nám- skeið í því að hætta að reykja. Læknir flytur fræðsluþátt um skaösemi reykinga á hverju kvöldi og síðan fjallar prestur eða sálfræðingur um reykingavanann og hvernig hægt er að losa sig úr viðjum hans og breyta um venjur. Fræöslumyndir eru og snar þáttur í þessum námskeiöum. Ég hef haldið námskeið víða um landiö og hef þá jafnan heim- sótt skóla á viðkomandi stað og nágrenni. Þannig hef ég heimsótt fjölda skóla á landinu, allt frá barnaskólum upp í Háskólann. Það hefur verið sívaxandi áhugi fyrir þessum námskeiðum. Ég hef haft aðstöðu til þess að fylgjast með mínu fólki og niðurstaðan hér er sú sama og í Bandaríkjunum og annars staðar þar sem þessi nám- skeið hafa verið haldin um langt skeið, þegar til lengdar lætur eru þaö um fimmtíu af hundraði sem aldrei fara aftur aö reykja. Það hefur verið ákaflega ánægjulegt að hafa samband við krabbameinsfélögin, JC, kven- félög og bindindisfélög víða um landiö, svo og lækna og reykinga- varnanefnd. Ég sé að um allt land er að rísa upp ákaflega sam- stætt virki gegn reykingum. Á þessum árum hef ég séö hvernig almenningsálitið gagnvart reyk- ingum hefur stórbreyst til batn- aöar. Það er ekkert orðið fínt leng- ur að slá um sig með sígarettum eða vindlum því almenningur veit betur. Fólk gerir sér gleggri grein fyrir skaðsemi reykinganna, þetta er orðið harla kostnaðarsamt, heilsan er augljóslega í veði og fólk hefur snúist í málinu. Reyk- ingar eru ekki fínt tískufyrirbæri lengur. Á sama hátt og ég hef séö almenningsálitiö breytast í sam- bandi við reykingarnar trúi ég að þannig muni það líka breytast í sambandi viö vín og eiturlyf ef unniö er skynsamlega, samstillt og dyggilega aö því að breyta því. Kristniboð í Ghana — Frá reykingavarnanám- 10 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.