Vikan


Vikan - 29.12.1983, Síða 11

Vikan - 29.12.1983, Síða 11
skeiöum víös vegar um íslenskar sveitir, bæi og borgir liggur leiðin löng inn í myrkviði Afríku til kristniboösstarf sins. Kristniboö aðventista er um all- an heim. Það byggist á þríþættum grundvelli, það er boðun, lækn- inga- og hjúkrunarstarf, skóla- og útgáfustarfsemi. Skólar okkar skipta þúsundum um heiminn og sjúkrahús og lækningastofnanir eru fjölmargar víða um lönd og Biblían og aðrar bækur gefnar út á 184 tungumálum. Árið 1976 fórum við Sólveig, kona mín, og tvö yngri börn okkar, Jón Árni, sem þá var 14 ára, og Kol- brún Sif, 5 ára, til Ghana. Þar vorum við í fjögur ár í bæ sem heitir Bekwai. Það er töluveröur bær á afríska vísu, með um tvö þúsund íbúa, rúmlega fjórar gráður fyrir norðan miðbaug, í frumskógabeltinu. í Bekwai er kristniboðsstöð og skólasetur, skólinn allt frá barnaskóla og upp að háskólastigi. Þarna var allt í allt rúmlega þúsund manna skóla- fjölskylda með kennurum, starfs- fólki og börnum. Við bjuggum í húsi úr hlöðnum múrsteini og það voru sæmilegar vistarverur. Frágangur húsanna var takmarkaður og viðhald- ið hjá Afríkumönnunum, sem höfðu búið þar á undan okkur, var ekkert en þegar við vorum búin að kítta og mála voru þetta alls ekki svo slæmar vistarverur. Loftslagiö er mjög heitt, hitinn um 35—45 stig á daginn. Hitinn er þó ekki það versta því rakinn fór miklu verr með okkur. Hann er um 100% ! Þegar hitinn er svona geysilega mikill á daginn verður næturkulið hlutfallslega mikið. Við sváfum undir rekkjuvoðum einum saman en stundum vaknaði maður á nóttunni meö hroll og leit þá á mælinn sem stóð á 25 gráðum! Þau munu aldrei hafa það eins gott og þau hvítu Okkur gekk ekkert illa að að- lagast. Helsta vandamáliö hvað börnin snerti var að þau urðu fyrir nokkru aðkasti sem byggðist eiginlega á sársaukablandinni öfund. Við spurðum einn kennar- anna hvernig á því stæöi að börnin og unglingarnir þarna væru heldur ótugtarleg við krakkana okkar. Skýringin sem viö fengum var á þessa leið: Þau vita að þau munu aldrei hafa það eins gott og þessi hvítu börn og þannig brýst öfundin út. Dóttir okkar var ung þegar við fórum út og þetta bitnaði frekar á henni. Við vorum eina hvíta fjöl- skyldan, þóttum forvitnilegir grip- ir. Húðin á hvítum börnum er mýkri en á þeim innfæddu og svo er það ljósa, slétta hárið. Stelpan hafði eiginlega aldrei friö fyrir krökkum sem vildu alltaf vera aö snerta hana og strjúka. En það er mjótt á munum, ef ekki er allt eins og þau vilja þá ríöa höggin. Þarna ríkir óskapleg harka gagnvart börnum og lítil hlýja og ástríki. Þannig er þau fljót að grípa til barsmíða gagnvart öörum. Siðgæði og atvinnuvegirnir í rústum Ghana var bresk nýlenda og Bretar voru búnir að byggja upp í landinu iðnað, verslun og skóla- kerfi samkvæmt breskri fyrir- mynd alveg upp aö háskólastigi. Stærri þorp og þéttbýliskjarnar bera greinileg merki vestrænnar menningar. Fólkið í Bekwai bjó margt í hlöðnum húsum sem Bret- ar höfðu byggt. En eftir því sem norðar dregur veröa leirkofarnir algengari. Þeir eru gerðir þannig að búin er til bambusgrind, síðan er jarðvegurinn bleyttur, honum Jón Hjörleifur Jónsson með konu sinni Sólveigu Jónsson, dótturinni Sif og skólastjórahjónunum í Bekwai. 52. tbl. Vikan 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.