Vikan - 29.12.1983, Síða 19
með einglyrni, orður og heiðursmerki og
pjáturstaf. I arfsögnum um ættkvíslir gyð-
inga táknar cohen prestana.
í húsinu í Westmount er allt óhreyft þó
móðirin hafi látist úr hvítblæði 1978. Þetta
er virðuleg bygging úr múrsteini, hvítþvegin
og köld eins og hæfir helgidómi. Cohen fer
rakleitt inn í eldhús þar sem eitt sinn var glatt
á hjalla. Opnar ísskápinn af gömlum vana.
Fær sér frostpinna, afgang frá sumrinu þegar
bömin hans voru hjá honum í húsinu. Adam
er 11 ára og Lorca 9 og þau vöktu húsið á ný til
lífsins. Cohen saknar bamanna óstjórnlega.
Hann sýgur pinnann, fleygir sér í stól í
stofunni og þreifar sig áfram í myrku her-
bergi, þar eru veggteppi, arinn, málverk af
honum og Esther systur hans. Hún er fimm
árum eldri en hann, gift og býr í New York.
„Við Esther getum ekki hugsað okkur að selja
húsið. Við finnum alls konar afsakanir, lágt
fasteignaverð og svoleiðis. Okkur finnst að
hún sé hér enn.”
Hún er auðvitað Masha Klonitzki Cohen,
helsta goðsögniní lífi Cohens.Hjúkrunarkona
af rússnesku bergi brotin, virt fremur en
auðug. Falleg og sterk kona, jafnóútreiknan-
leg sjálf og heimilið var skipulegt. Hún missti
manninn árið 1944 og þá varö einkasonurinn,
aðeins 9 ára, að taka við ýmsum skyldum,
sitja við borðsendann og skera steikina. Á
unglingsárunum, þegar hann var farinn að
koma seint heim með krakkalið á eftir sér,
kom hún stundum niður til þeirra og söng
rússnesk lög. Þá gat hent að hún lenti í
stælum við krakkana í miðjum klíðum en
skömmu síðar var allt falliö í ljúfa löð.
Irving Layton, ljóðskáld og vinur Cohens,
segir: „Þau voru dæmigerð móðir og einka-
sonur í gyðingafjölskyldu. Hún bætti sér upp
bælingu í kynlífinu með því að sýna syninum
ofuráhuga sem oft braust út í nöldri og
aðfinnslum. Hún var góð móðir á gyðinga-
vísu, gróflega dugleg en hafði lítinn skilning á
hæfileikum sonarins og viðkvæmni. Eldskím
Cohens í að kljást við efnishyggjuheiminn var
í stælum við móðurina. Þegar valtarinn fór í
gang gat maður bara beðið fyrir sér en ég get
enn heyrt Cohen, þolinmóðan og skilningsrík-
an, reyna að skýra málin fyrir móður sinni.
Hún réðst harkalega á hann og hann stillti sig
um að hæða hana. Umburðarlyndið upp-
málað. Þetta var falleg og mikilvæg
reynsla.”
Dauðastríð Möshu var grimmilegt en jafn-
framt mjög innilegt. Cohen og systir hans
fylgdust með henni inn og út af spítölum í tvö
ár samfleytt, af sjúkrabeðinum heyrðust
hlátrasköll sem hneyksluðu starfslið krabba-
meinsdeildarinnar. „Missirinn hvarf í skugg-
ann af móðurástinni sem kom í ljós. Ég kynnt-
ist henni á nýjan hátt. ’ ’
1 húsinu eru fleiri á sveimi. Faðir Cohens,
Nathan, dó úr hjartveiki eftir löng veikindi.
Dauði hans varð líkastur trúarviðburði. „Mér
finnst alltaf þægilegt að tala viö fólk sem
þekkti hann en fyrir mér er hann minning um
yfirskegg.”
Þriðja vofan á sveimi er „mikilvægasta
vera bernsku minnar”, segir Cohen, hundur-
inn Tovarich, kallaður Tinky. Hann var
gamall, geðillur, asmaveikur og snörlaði í
honum þegar hann dró andann. Ef snörlið
hætti hljóp Cohen til að gæta að hundinum.
Veturinn sem Tinky var 14 ára hvarf hann út í
snjóbyl. Drengurinn auglýsti eftir honum í tvo
mánuði og eltist við vísbendingar um allan
bæ. Um vorið fannst stækur fnykur undan
tröppum nágrannans. „Mér létti. Ég hélt ég
myndi stökkva út úr bíl það sem eftir væri
ævinnar ef ég sæi skoskan hund.”
Æska Cohens einkenndist af öryggi og
hversdagsleika, þrátt fyrir þessar ljúfsáru
minningar. Hann var þéttvaxinn strákur, átti
vinina í Westmount, lék hokkí, fór á skíði og
sigldi. Varð ylfingur, skáti, róðrarskáti og
ylfingaforingi og kynntist vonsku heimsins
fyrst á stríösárunum. „Eg man daginn sem
faðir minn kom meö dagblað með ljós-
myndum úr dauðabúðunum. Þar voru lík í
stöflum og líkbrennsluofnar. Eitthvað óskilj-
anlegt hafði gerst — heimurinn hafði breyst
og þessu var beint gegn mér.”
Fram að þessu hafði gyðinglegur uppruni
aðeins vakið stolt. „Ég hafði enga tilfinningu
fyrir muninum á kynþáttum, bara trúar-
brögðum. Faðir minn var virðulegur og
viktoríanskur og fjölskyldan hafði búið í
borginni í meir en 100 ár.”
Cohen fylgdi fordæmi fjölskyldunnar og
varð forseti nemendaráðs Westmount-skól-
ans. Skólalífið átti hug hans allan og hann
varð að vera máttarstólpi þess samfélags.
Cohen komst ekki í kvikmyndahús löglega,
fyrr en hann var 16 ára, vegna strangra
brunavarna í Montreal. „Við beittum
ótrúlegustu brögðum til að snúa á reglurnar,
tróðum í skóna og máluðum á okkur yfir-
skegg.”
Enn í dag eru kvikmyndir ævintýri. Avivu
Layton segist svo frá: „Þegar við Irving
bjuggum í Montreal kom Leonard oft til
okkar. Stundum spunnu þeir upp ótrúlegustu
vitleysu úr engu klukkustundum saman, en
stundum sátu þessir snillingar eins og stein-
gervingar framan við sjónvarpið og átu
sjónvarpssnarl og sælgætisrusl — gervi-
beikonflögur! — og horfðu á lélegar kvik-
myndir, eina af annarri og dáðust að þeim
öllum.”
Á annarri hæð í húsinu í Westmount er lítið
afdrep með gömlum plötuspilara er Cohen
keypti handa mömmu sinni. Á snjáðum plötu-
umslögunum má lesa feril Cohens frá
síðhærðu hlæjandi skáldi til rokksöngvarans.
Hann lærði á píanó í æsku en söngurinn náði
ekki til hans fyrr en hann var orðinn 15 ára og
foringi í Sólskinssumarbúöunum, rétt utan
við Montreal. „Forstöðumaðurinn var sósíal-
isti og spilaði á gítar eins og sósíalistar gerðu
snemma á sjötta áratugnum. Við sungum
verkalýðssöngva, fallega og hetjulega — og
þetta var fyrsti söngur sem ég kynntist utan
bænahúsanna. Manni fannst söngurinn
göfugur — það var barnalegt, enginn gat
52. tbl. Vikan 19