Vikan - 29.12.1983, Side 25
Breytingar og byltingar....
Yfírlitið er tvískipt, annars vegar er helstu hljómsveita
getið og hins vegar helstu viðburða, svo og frammistöðu
fjölmiðla, vinsælustu laganna og svo framvegis. Og
hefst þá slagurinn.
skapa sér verulega sterka stööu á
tónlistarsviðiriu voru textar þeirra
ósviknir baráttutextar og fram-
takið mjög gott. Við vonum bara
að fleiri kvennahljómsveitir komi
fram.
Stuðmenn
Stuðmenn áttu sínar frægðar-
stundir. Mynd þeirra, Með allt á
hreinu, hlaut gífurlegar vinsældir,
svo miklar að langt er saman að
jafna. Hljómsveitin spilaði víða
um land við miklar vinsældir og
virðingu og gaf út plötuna Grái
fiðringurinn, sem kynnt var um
borð í Eddunni, hinu nýja farþega-
skipi okkar Islendinga. Veruleg
tónlistarafrek voru ekki unnin í
þessum herbúðum á árinu en víst
er að gaman er aö Stuðmönnum.
Q4U
Q4U lét mjög að sér kveða í
byrjun ársins, fylgdi nýrri LP-
plötu úr hlaði með hljómleikum og
plötukynningu víðs vegar. Þegar
platan kom á markað í febrúar
voru dómar yfirleitt mjög á einn
veg: Hljómsveitinni hafði farið
mjög mikið fram síðan á Rokki í
Reykjavík og það án þess að þynn-
ast út í meöalmennsku. Ellý er
kröftug söngkona og mikil sviðs-
manneskja.
Mannabreytingar höfðu orðið
talsverðar í hljómsveitinni frá
Rokkinu, Steinþór, Linda og
Kormákur hætt og í staðinn voru
komnir þeir Árni Daníel og Danni
Pollock. Léttara yfirbragð varð á
hljómsveitinni með tilkomu
synthesizerins og tónlistin yfir-
leitt miklu vandaðri. Engu að
síður var það lag sem bar svip af
eldri lögunum, Böring, semmest
heyrðist spilað í útvarpi.
Síðasta hluta ársins hefur lítið
borið á hljómsveitinni, þó er vitað
til þess að hún á upptökur á eina
plötu í viðbót tilbúnar í pússi sínu,
en á þessu stigi er ekki vitað
hvenær eða hvort sú plata verður
gefin út.
Kukl
Veruleg umbrot urðu í
tónlistarlífinu á árinu, eins og
getið var í upphafi, og einna mest
áberandi var hrun Þeysveldisins.
Ur þeim herbúðum og fleiri reis
svo hin ævintýralega hljómsveit
Kukl. I henni eru þau Björk
Guðmundsdóttir úr Tappa
tíkarrassi, Einar Örn Benedikts-
son úr Purrki pillnikk og Iss!, Sig-
tryggur Baldursson og Guðlaugur
Öttarsson úr Þey, Birgir
Mogensen úr Með nöktum og
Killing Joke og Einar Melax úr
Van Houtens Kókó. Hljómsveitin
gaf út eina litla plötu með
lögunum Söngull og Pönk fyrir
byrjendur fyrir friðarhátíðina 10.
september. Upphaflega var
hljómsveitin sett saman fyrir
síðasta þátt Áfanga í útvarpinu og
söng þá Megas með. Síðan spilaði
hún á friðarhátíðinni og svo ekki
fyrr en á tónleikunum í
Menntaskólanum við Harmahlíð,
þar serh Einar Örn söng með
hljómsveitinni í gegnum síma frá
London. Ekki er þessi skrautlega
saga alveg búin því nú stendur til
að Kukl gefi út stóra hljómplötu á
merki Crass í Bretlandi og haldi
síðan hljómleika með Crass og
Flux of Pink Indians í Bretlandi.
Þaðernú það.
Tappi tíkarrass
Hljómsveitin afrekaði það helst
á árinu að leika í kvikmyndinni
Nýtt líf auk þess sem hún spilaði
á hljómleikum og gerði ýmislegt
annað sem rokkhljómsveit er
uppálagt að gera. Meðal annars
var tekin upp LP-plata sem
líklega er komin út þegar þetta
birtist. Hljómsveitin er líklega aö
hætta, en allt er þó óvíst um það og
allt í góðu ef svo fer, eins og góður
maður orðaði það.
Ikarus
Ein af merkilegri hljómsveitum
ársins. Eins og Kukl reis hún
skyndilega úr öskunni. Tolli
Morthens safnaði saman þeim
Komma úr Ogsmá og Q4U, Braga
Ólafssyni úr Purrkinum og Begga
Morthens úr Egó og út kom mjög
góð pönksveit. Ikarus spilaði
undir hjá þeim Tolla og Megasi á
annarri hlið The Boys from
Chicago og síðan á friðartónleik-
unum 10. september. Þegar þetta
er skrifað hefur hljómsveitin’
tilbúna aðra plötu, þar sem hver
tónlistarmaður syngur að minnsta
kosti eitt lag, en ekki er alveg á
hreinu hvenær hún verður gefin
út. Ástæða er til aö fylgjast með
afrekum þessarar hljómsveitar.
Frakkarnir
Eins og sést á umfjöllun um
Kukl og Ikarus var töluvert um
nýjar hljómsveitir í sumar. I
haust komu síðan fram fleiri nýjar
hljómsveitir, þeirra á meðal
Frakkarnir. Þar ganga fram
garparnir Mike Pollock úr Bodies
og Utangarðsmönnum, Þorleifur
úr Egó, Finnur Jónsson úr Eik og
Gunnar trommari. Jóhannes, eig-
andi Safari, tók hljómsveitina upp
á sína arma og gaf út plötu með
henni undir lok ársins. Hljómlist
Frakkanna er pottþétt rokk og
platan heitir 1984. Það er vel
viðeigandi að vara fólk við þegar
ár Orwells gengur í garð.
Með nöktum
Meö nöktum er ný hljómsveit
sem eins og Frakkarnir kom fram
í haust. Það eru Magnús
Guðmundsson úr Þey, Birgir
Mogensen bassaleikari, Halldór
Lárusson trommari og Helgi gít-
arleikari sem halda úti hljómsveit
sem keyrir mjög öflugt og
kröftugt sánd út í loftið á hljóm-
leikum. Ekkert er víst með plötu,
en ef einhver hljómsveit hefur erft
Þeysarasándið þá er það Með
nöktum.
52. tbl. Víkan 25